Víkingsvöllur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to searchVíkingsvöllur
Heimavöllur hamingjunnar
Staðsetning Traðarland í Reykjavík
Opnaður 2001 - Tilbúinn til notkunar
Stækkaður2003 - Yfirbyggð stúka vígð
2019 - Gervigras á völlinn
Eigandi Knattspyrnufélagið Víkingur
YfirborðGervigras
Notendur
Víkingur, Berserkir, Mídas
Hámarksfjöldi
Sæti1149
Stæði300

Víkingsvöllur er leikvangur knattspyrnufélagsins Víkings.

Leikvöllurinn var tilbúinn til notkunar í ágúst 2001 og var áhorfendastúkan tekin í notkun um vorið árið 2003 - hún tekur um 1200 manns í sæti.[1]

Víkingsvöllur er settur við hlið félagsheimilisins, austast í Fossvoginum.

Vorið 2018 samdi Víkingur við Reykjavíkurborg um lagningu gervigrass á keppnisvöllinn.

Nýi völlurinn var var vígður með pompi og prakt þann 14. júní árið 2019, þegar Víkingar í meistaraflokki karla höfðu betur gegn HK, 2-1. [2]

Upplýsingar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://www.vikingur.is/felagidvikingur/vikin
  2. „Leikskýrsla: Víkingur R. - HK - Knattspyrnusamband Íslands“. www.ksi.is . Sótt 21. september 2019.
  3. „Leikskýrsla: Víkingur R. - Breiðablik - Knattspyrnusamband Íslands“. www.ksi.is . Sótt 21. september 2019.