Fara í innihald

Skautafélag Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Innan Skautafélags Reykjavíkur starfa tvær deildir, Íshokkídeild og Listhlaupadeild.

Merki Skautafélags Reykjavíkur
Merki Skautafélags Reykjavíkur

Skautafélag Reykjavíkur var stofnað fyrst 1873 en lagðist af en var aftur sett á laggirnar 7. janúar 1893 og er eitt af elstu íþróttafélögum í landinu. Stofnandi var Axel Tulinius. Hafði hann fengið leyfi hjá bæjarstjórn til að dæla vatni á Tjörnina og afgirða svæði til skautahlaups. Nokkur gróska var í félaginu og skautahlaup iðkað af miklum krafti. 1895 lagðist félagið í dvala og vaknaði ekki aftur til lífsins fyrr en 1908. Sá sem stóð fyrir því var norskur verslunarmaður, Lorentz H. Möller, en hann hafði tröllatrú á íslenskum skautahlaupurum og spáði því að innan nokkurra ára yrði Íslendingur heimsmeistari í skautahlaupi. Skautafélagið starfaði óslitið til ársins 1927 þó svo að óblítt veður hafi stundum sett strik í reikninginn varðandi skautahlaup á Tjörninni. Enn og aftur var skautafélagið endurvakið og gerðist það árið 1936, sá félagið þá um framkvæmdir við skautasvellið á Tjörninni.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1946 mælti Jóhann Hafstein fyrir frumvarpi á Alþingi um æskulýðshöll í Reykjavík. Átti æskulýðshöllin meðal annars að innihalda skautasvell. Ekkert varð úr byggingu íþóttahallarinnar og þegar að kom að teikningu Laugardalshallarinnar voru áform um skautasvell gleymd.

Árið 1957 var ákveðið að gera tilraun með að koma upp skautasvelli á íþróttavellinum á melum. Gafst það mjög vel og gátu Reykvíkingar og aðrir skautað sér til ánægju þar til ársins 1984 en þá var Melavöllurinn rifinn.

Árið 1970 var samþykkt á ársþingi ÍBR að koma upp vélfrystu skautasvelli og var heppileg staðsetning talin vera í Laugardalnum. Ekki varð neitt úr þeim framkvæmdum fyrr en árið 1990 og þurfti skautafólk því að bíða eftir svellinu í nær tvo áratugi. Svellið naut strax mikilla vinsælda og fljótlega voru stofnuð þrjú ný skautafélög, Skautafélagið Þór, Listskautafélag Reykjavíkur og Ísknattleiksfélagið Björninn.

Árið 1998 rann upp langþráður draumur skautafólks en þá var byggt yfir skautasvellið í Laugardalnum og Skautahöllin í Laugardal byggð. Tvö skautafélög voru þá starfandi, Skautafélag Reykjavíkur og Ísknattleiksfélagið Björninn. Innan þeirra beggja störfuðu tvær deildir, listhlaupadeild og íshokkídeild. Skautahlaupið náði ekki fótfestu hjá skautafélögunum eftir að vélfrysta svellið kom til sögunnar og hefur ekki verið iðkað innan þeirra síðan.

Árið 2003 var byggt nýtt skautasvell í Reykjavík og er það staðsett í Egilshöll í Grafarvogi. Skautafélagið Björninn flutti alla starfsemi sína þangað og eru Reykjavíkurfélögin með aðstöðu í sitt hvorri skautahöllinni.

Eitt annað skautafélög eru starfandi í landinu, Skautafélag Akureyrar. Félög sem ekki eru lengur starfandi eru Íshokkýfélagið Narfinn og UMFK Esja. Innan

  • Sigurður Á Friðþjófsson (1994). Íþróttir í Reykjavík. Íþróttabandalag Reykjavíkur.