Handknattleiksárið 1960-61
Handknattleiksárið 1960-61 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1960 og lauk sumarið 1961. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og einnig í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í HM í Vestur-Þýskalandi og hafnaði í 6. sæti.
Karlaflokkur
[breyta | breyta frumkóða]1. deild
[breyta | breyta frumkóða]FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla eftir 18:16 sigur á Fram í lokaleik. Keppt var í sex liða deild með einfaldri umferð.
Félag | Stig |
---|---|
FH | 10 |
Fram | 8 |
KR | 6 |
Valur | 4 |
ÍR | 2 |
Afturelding | 0 |
Afturelding féll í 2. deild.
2. deild
[breyta | breyta frumkóða]Víkingar sigruðu í 2. deild og tryggðu sér sæti í 1. deild. Leikin var einföld umferð í fjögurra liða deild.
Félag | Stig |
---|---|
Víkingur | 5 |
ÍA | 3 |
Þróttur | 2 |
Ármann | 2 |
Kvennaflokkur
[breyta | breyta frumkóða]1. deild
[breyta | breyta frumkóða]FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna í fyrsta sinn. Leikin var einföld umferð í sjö liða deild.
Félag | Stig |
---|---|
FH | 11 |
Valur | 10 |
KR | 6 |
Fram | 6 |
Ármann | 6 |
Víkingur | 2 |
Þróttur | 1 |
Landslið
[breyta | breyta frumkóða]Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lék sína fyrstu leiki frá árinu 1959 þegar það tók þátt í HM í Vestur-Þýskalandi snemma árs 1961. Liðið náði öðru sæti í forriðli og komst í milliriðil. Þar hafnaði það í þriðja sæti og tapaði að lokum gegn Dönum í leik um 5. sæti.
Forriðill
- Ísland - Danmörk 13:24
- Ísland - Sviss 14:12
Milliriðill
- Ísland - Tékkóslóvakía 15:15
- Ísland - Svíþjóð 10:18
- Ísland - Frakkland 20:13
Leikur um 5. sæti
- Ísland - Danmörk 13:14