Keilufélag Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrsta keilufélagið hér á landi var stofnað árið 1984 í tenglsum við Keilusalinn í Öskjuhlíð. Það bar nafnið Keilu- og veggboltafélag Reykjavíkur, KVR. Það var ekki fyrr en Þann 1. september 1985, Þegar ný stjórn var kjörin, að félagið tók til starfa. Stofnuð voru lið og deildarkeppni sett á laggirnar.

Ári síðar var nafni félagsins breytt í Keilufélag Reykjavíkur, KFR. Allt til ársins 1989 sá félagið um allt skipulagt starf innan keilunnar, en Þá var stofnuð Keilunefnd ÍSÍ, sem frá og með 1. júní 1989 tók við yfirstjórn landsmóta og undirnefnda sem áður höfðu verið í umsjón KFR.

Keilufélag Reykjavíkur er með skipulagt barna- og unglingastarf sem sjá má nánar um hér: http://kfr.is/barna-og-unglingastarf/ Geymt 6 janúar 2022 í Wayback Machine