Fossvogsdalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fossvogsdalur.
Fossvogsdalur um 1960.

Fossvogsdalur er dalur á mörkum norðurhluta Kópavogs og suðurhluta Reykjavíkur, austur af Fossvogi. Um dalinn liggja göngu- og hjólastígar. Lækur og tjarnir liggja um hann miðjan. Leiktæki og frisbígolf eru á svæðinu.

Skógræktin var með gróðrarstöð vestast í dalnum og ræktaði þar upp tré frá árinu 1933 þegar Hákon Bjarnason verðandi skógræktarstjóri stofnsetti hana. Skógræktarfélag Reykjavíkur nýtir þann reit í dag. Við gróðrarstöðina er skógur sem nefndur er Svartiskógur. [1]

Fossvogslaug er fyrirhuguð sundlaug í dalnum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Svartiskógur Skógargátt, skoðað 10. mars 2021