Tjarnarbíó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tjarnarbíó

Tjarnarbíó var kvikmyndahús við Tjarnargötu í Reykjavík sem tók til starfa árið 1942.

Háskóli Íslands hóf rekstur kvikmyndahúss í gömlu íshúsi við hlið Slökkvistöðvar Reykjavíkur við Tjarnargötu 1942, til að ávaxta fé Sáttmálasjóðs.

Húsið tók 396 áhorfendur í sæti. Kvikmyndasýningum var hætt í húsinu árið 1961 þegar Háskólabíó tók til starfa. Það hefur upp frá því verið notað til sýninga minni leikhópa.

Fyrsti forstjóri Tjarnarbíós var Pétur Sigurðsson Háskólaritari.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.