Fara í innihald

Handknattleiksárið 1980-81

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1980-81 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1980 og lauk vorið 1981. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og FH-stúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í B-keppni í Frakklandi og hafnaði í áttunda sæti.

Karlaflokkur

[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla, gerðu eitt jafntefli og töpuðu ekki leik. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Sigurður Sveinsson, Þrótti, varð markakóngur með 106 mörk.

Félag Stig
Víkingur 27
Þróttur 20
Valur 15
FH 12
KR 11
Fram 11
Haukar 11
Fylkir 5

Fylkir hafnaði í neðsta sæti og féll niður í 2. deild. Haukar, Fram og KR fóru í þriggja liða keppni með tvöfaldri umferð um hvert þeirra fylgdi Fylkismönnum niður.

Félag Stig
KR 5
Fram 4
Haukar 3

KA sigraði í 2. deild eftir úrslitaleik gegn HK. Þjálfari KA var Bigir Björnsson. Bæði lið færðust upp í 1. deild. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
KA 18
HK 18
Breiðablik 17
Afturelding 16
ÍR 16
Týr Ve. 14
Ármann 10
Þór Ak. 3

Ármann og Þór Akureyri féllu niður í 3. deild.

Úrslitaleikur

  • KA - HK 22:12

Stjarnan sigraði í 3. deild og fór upp í 2. deild ásamt Þór Ve. Keppt var í sjö liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Stjarnan 22
Þór Ve. 17
Grótta 16
ÍA 15
ÍBK 16
Óðinn 4
Reynir S. 0

Bikarkeppni HSÍ

[breyta | breyta frumkóða]

Þróttur sigraði í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn eftir úrslitaleik gegn Víkingi. 21 lið tók þátt í keppninni.

1. umferð

16-liða úrslit

8-liða úrslit

Undanúrslit

  • Þróttur - HK 15:11
  • Víkingur - Fram 27:17

Úrslitaleikur

IHF-forkeppni

[breyta | breyta frumkóða]

Evrópska handknattleikssambandið ákvað að bæta við þriðju félagsliðakeppninni í karlaflokki, IHF-bikarnum eða Evrópukeppni félagsliða. Skyldi hún hefjast á leiktíðinni 1981-82. Í stað þess að úthluta sætinu til liðsins sem hafnaði í 2. sæti í 1. deild, líkt og flestar aðrar þjóðir, ákvað HSÍ að bjóða öllum liðunum í 1. deildarkeppninni að taka þátt í sérstakri keppni að loknu Íslandsmóti. Þróttarar neituðu að taka þátt, en hin liðin sjö léku einfalda umferð í móti sem tók rétt rúma viku.

Félag Stig
FH 12
Víkingur 9
KR 9
Haukar 7
Valur 5
Fram 2
Fylkir 0

FH sigraði á fullu húsi stiga og öðlaðist því þátttökurétt í fyrsta IHF-bikarnum. Ef úthlutun Evrópusæta hefði verið með sama hætti hér og erlendis, hefði sætið komið í hlut Valsmanna.

Evrópukeppni

[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða

[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 8-liða úrslit.

1. umferð

  • Víkingar sátu hjá.

16-liða úrslit

  • Víkingur - Tatabanya (Ungverjalandi) 21:20
  • Tatabanya - Víkingur 23:22
  • Víkingar komust áfram á fleiri mörkum á útivelli

8-liða úrslit

  • Víkingur - Lugi (Svíþjóð) 16:17
  • Lugi - Víkingur 17:17

Evrópukeppni bikarhafa

[breyta | breyta frumkóða]

Haukar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit. Þar féllu þeir úr keppni fyrir vestur-þýska liðinu Nettelstedt, sem varð að lokum Evrópumeistari.

1. umferð

  • Kyndil (Færeyjum) - Haukar 15:30
  • Kyndil - Haukar 19:23

16-liða úrslit

Kvennaflokkur

[breyta | breyta frumkóða]

FH sigraði í 1. deild kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
FH 25
Valur 21
Fram 10
Víkingur 14
KR 14
ÍA 12
Haukar 7
Þór Ak. 0

Lið Hauka og Þórs Akureyri féllu úr 1. deild.

ÍR sigraði í 2. deild eftir sigur á Þrótti í úrslitaleik. Bæði lið færðust upp í 1. deild. Ellefu lið kepptu í tveimur riðlum.

A-riðill

B-riðill

  • Þróttur sigraði í B-riðli, hlaut 15 stig. Ármann hafnaði í öðru sæti með 13 stig. Önnur lið í riðlinum voru Breiðablik, ÍBV og HK.

Úrslitaleikur

  • ÍR - Þróttur 20:12

Bikarkeppni HSÍ

[breyta | breyta frumkóða]

FH-stúlkur sigruðu í bikarkeppninni í eftir úrslitaleik gegn Víkingi.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

  • FH – Fram 17:13
  • KR – Víkingur 8:19

Úrslit

Evrópukeppni

[breyta | breyta frumkóða]

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni í Frakklandi snemma árs 1981. Markmið íslenska liðsins var að hafna í einu af fimm efstu sætunum og komast þannig á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1982. Árangur íslenska liðsins olli miklum vonbrigðum.

Riðlakeppni

Leikur um 7. sæti