Úlfarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úlfarnir eru reykvískt knattspyrnufélag sem var stofnað árið 2001. Félagið starfar náið með Knattspyrnufélaginu Fram, hefur leikið heimaleiki sína á leikvöllum Fram í Safamýri og Úlfarsárdal og hefur á að skipa fjölda ungra leikmanna frá Fram.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Úlfarnir tóku þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu árin 2001 og 2002 en náðu litlum árangri. Félagið lognaðist útaf í kjölfarið en var endurvakið árið 2017 og hóf þá keppni á ný, að þessu sinni í tengslum við Knattspyrnufélagið Fram. Liðið keppti í E-deild árin 20017 og 2018 en hafnaði í bæði skiptin við botninn.

Fyrir leiktíðina 2019 tók Aðalsteinn Aðalsteinsson, fyrrum leikmaður Víkings og Völsungs, við þjálfarastarfinu hjá Úlfunum. Jafnframt var samstarfið við Fram styrkt til muna. Úlfarnir, sem aldrei höfðu unnið leik í bikarkeppni KSÍ lögðu Vatnaliljur að velli í fyrstu umferð keppninnar vorið 2019. Í næstu umferð kom liðið gríðarlega á óvart með stórsigri á Víking Ólafsvík, 2:6 og tryggði sér þar með sæti í 32-liða úrslitum í fyrsta sinn.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fótbolti.net 18. apríl 2019“.