Handknattleiksárið 1979-80

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Handknattleiksárið 1979-80 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1979 og lauk vorið 1980. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Valsmenn náðu þeim árangri að leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða, einir íslenskra liða. Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á keppnistímabilinu.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla á fullu húsi stiga. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 28
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 18
Valur.png Valur 17
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 12
KR Reykjavík.png KR 11
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 11
ÍR.png ÍR 9
HK-K.png HK 6

HK féll niður um deild. ÍR fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Fylkir sigraði í 2. deild og tók sæti HK í 1. deild. Þróttur og KA léku aukaleiki um réttinn til að fara í umspil við næstneðsta lið 1. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Fylkir.png Fylkir 21
Þróttur R..png Þróttur R. 20
Knattspyrnufélag Akureyrar.png KA 20
Ármann.png Ármann 16
UMFA.png Afturelding 14
Tyr-logo.JPG Týr Ve. 11
Þór.png Þór Ak. 6
Þór logo.jpg Þór Ve. 4

Þór Vestmannaeyjum féll í 3. deild. Þór Akureyri fór í umspil við næstefsta lið 3. deildar.

Úrslitaleikir um 2. sæti

 • Þróttur - KA 21:16
 • Þróttur - KA 26:21

Úrslitaleikir um sæti í 1. deild

 • Þróttur - ÍR 21:19
 • ÍR - Þróttur 13:17

3. deild[breyta | breyta frumkóða]

Breiðablk sigraði í 3. deild og tók sæti Þórs Ve. í 2. deild, þjálfari liðsins var Sigfús Guðmundsson. Akranes hafnaði í öðru sæti og komst í umspil gegn næstneðsta liði 2. deildar. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Breidablik.png Breiðablik 25
ÍA-Akranes.png ÍA 23
Stjarnan.png Stjarnan 20
Óðinn 16
Keflavik ÍF.gif ÍBK 13
Dalvík 8
Grótta.png Grótta 7
UMFS.png Selfoss 0

Úrslitaleikir um sæti í 2. deild

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

Haukar sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir úrslitaleiki gegn KR. 18 lið tóku þátt í keppninni.

1. umferð

16-liða úrslit KR – UBK 26:21

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

 • Haukar - KR 18:18. Liðin þurftu að mætast að nýju til að knýja fram úrslit.

2. úrslitaleikur

 • Haukar - KR 22:20

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust alla leið í úrslit.

1. umerð

8-liða úrslit

Undanúrslit

 • Valur - Atletico Madrid, Spáni 21:14 og 18:15

Úrslit

Evrópukeppni bikarhafa[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa. Liðið sat hjá í fyrstu umferð, en tapaði fyrir sænsku liði í 16-liða úrslitum.

16-liða úrslit

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 27
Valur.png Valur 23
KR Reykjavík.png KR 16
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 14
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 14
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 12
Þór.png Þór Ak. 6
UMFG, Grindavík.png Grindavík 0

Grindavík féll niður um deild. Þór Ak. fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar. Guðríður Guðjónsdóttir, Fram, varð markadrottning með 112 mörk.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Akranes sigraði í 2. deild eftir úrslitaleiki gegn Ármanni. Ármannsstúlkur töpuðu í umspili gegn næstneðsta liði 1. deildar og komust því ekki upp um deild.

A-riðill

Félag Stig
ÍA-Akranes.png ÍA 15
Þróttur R..png Þróttur 11
Tyr-logo.JPG Týr Ve. 7
Breidablik.png Breiðablik 7
HK-K.png HK 0

B-riðill


Úrslitaleikir um 1. sæti

 • ÍA - Ármann 17:15
 • Ármann - ÍA 11:11

Úrslitaleikir um sæti í 1. deild Þór Ak. sigraði Ármann í tveggja leikja úrslitaeinvígi.

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni í eftir úrslitaleik á Akureyri gegn Þórsurum. Fimmtán lið tóku þátt í keppninni.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

 • Ármann - Þór Ak 18:22 (e.framlengingu)
 • Valur – Fram 14:21

Úrslitaleikur

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða[breyta | breyta frumkóða]

Framstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða.

1. umferð

 • Fram - Neistin, Færeyjum 13:6
 • Fram - Neistin 18:9

16-liða úrslit

 • Fram dróst gegn TSV Bayer 04 Leverkusen frá Vestur-Þýskalandi, en varð að gefa leikina vegna of mikils ferðakostnaðar.

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Karlalandsliðið bjó sig undir B-keppni sem halda skyldi í Frakklandi árið 1981. Jóhann Ingi Gunnarsson sagði skyndilega af sér starfi landsliðsþjálfara, en Hilmar Björnsson tók við starfi hans.