Handknattleiksárið 1986-87

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Handknattleiksárið 1986-87 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1986 og lauk vorið 1987. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í tíu liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 29
Breidablik.png Breiðablik 26
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 25
Valur.png Valur 22
Stjarnan.png Stjarnan 22
Knattspyrnufélag Akureyrar.png KA 20
KR Reykjavík.png KR 13
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 12
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 10
Ármann.png Ármann 1
 • Haukar og Ármann féllu í 2. deild. Sigurjón Sigurðsson, Haukum, varð markakóngur með 133 mörk.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

ÍR-ingar urðu meistarar í 2. deild og fóru upp í 1. deild ásamt Þór Akureyri. Keppt var í tíu liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
ÍR.png ÍR 32
Þór.png Þór Ak. 24
Ibv-logo.png ÍBV 22
UMFA.png Afturelding 19
HK-K.png HK 15
Grótta.png Grótta 16
Reynir.png Reynir S. 16
Fylkir.png Fylkir 15
Keflavik ÍF.gif ÍBK 14
ÍA-Akranes.png ÍA 4

ÍBK og ÍA féllu úr 2. deild.

3. deild[breyta | breyta frumkóða]

Selfoss og Njarðvík urðu efst í 3. deild og tryggðu sér sæti í 2. deild. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Selfoss 26
Njarðvík 24
ÍH 16
Hveragerði 16
Völsungur 14
ÍS 12
Ísafjörður/Bolungarvík 4
Ögri 0

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

Stjörnumenn sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Fram. 28 lið voru skráð til leiks.

1. umferð

 • Hveragerði - Víkingur 18:40
 • Njarðvík - FH 19:23
 • ÍBV - KA 24:19
 • Fylkir - ÍR 22:21
 • Ármann b-lið - Árvakur 18:13
 • Ármann - Stjarnan 18:23
 • Selfoss - Valur b-lið 21:26
 • ÍBK - KR 23:31
 • ÍS - Breiðablik 19:27
 • FH b-lið - Fram
 • Afturelding - Haukar
 • Grótta - ÍA

16-liða úrslit

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

 • Stjarnan - Fram 26:22

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða[breyta | breyta frumkóða]

Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 8-liða úrslit.

1. umferð

 • Víkingur - Vestmanna (Færeyjum) 16:12 og 26:26

16-liða úrslit

 • Víkingur - St. Otmar (Sviss) 23:17 og 19:20

8-liða úrslit

 • Víkingur - Wybrezeze Gdansk (Póllandi) 26:26 og 17:22

Evrópukeppni bikarhafa[breyta | breyta frumkóða]

Stjörnumenn kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 2. umferð.

1. umferð

 • Birkenhead (Englandi) - Stjarnan 9:46
 • Birkenhead - Stjarnan 3:36
 • Báðir leikir fóru fram í Englandi

2. umferð

 • Dino Slovan Lublijana (Júgóslavíu) - Stjarnan 22:16
 • Stjarnan - Dino Slovan Lublijana 20:17

Evrópukeppni félagsliða[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni félagsliða, IHF-bikarnum og féllu út í 1. umferð.

1. umferð

 • Urædd (Noregi) - Valur 16:14 & 25:20
 • Báðir leikirnir fóru fram í Noregi.

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Fram sigraði í 1. deild. ÍBV og Ármann féllu. Leikin var þreföld umferð í átta liða deild.

Félag Stig
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 38
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 33
Stjarnan.png Stjarnan 30
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 22
Valur.png Valur 20
KR Reykjavík.png KR 19
Ibv-logo.png ÍBV 6
Ármann.png Ármann 1

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Haukar og | Þróttur fóru upp í 1. deild og tóku sæti Ármanns og ÍBV. Leikin var þreföld umferð í sex liða deild.

Félag Stig
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 24
Þróttur R..png Þróttur R. 20
Keflavik ÍF.gif ÍBK 18
UMFA.png Afturelding 10
HK-K.png HK 8
Breidablik.png Breiðablik 4

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn FH. 13 lið skráðu sig til keppni.

1. umferð

 • ÍBK - FH
 • Valur - Þróttur
 • Afturelding - Ármann
 • Þór Ak. - Fram
 • Breiðablik - KR
 • Stjarnan, Víkingur og Haukar sátu hjá.

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslitaleikur

 • Fram - FH 14:13

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.