Íshús
Útlit
Íshús voru byggingar sem notaðar voru til að geyma ís áður en ísskápar voru fundnir upp og urðu algengir. Yfirleitt voru íshús með manngerðum neðanjarðarherbergjum. Þau voru oftast byggð nálægt náttúrulegum uppsprettum vetraríss svo sem ferskvatnsstöðuvötnum.
Ís á stöðuvötnum og snjór var skorinn og fluttur í íshúsin þar sem honum var pakkað í hálm eða sag til einangrunar. Þannig hélst ísinn kaldur yfir sumarið og mátti nota hann allt fram á næsta vetur. Þannig var hægt að nota hann til að kæla matvæli, til dæmis fisk, að sumarlagi.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Íshús.