Handknattleiksfélag Kópavogs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Handknattleiksfélag Kópavogs
HK-K.png
Fullt nafn Handknattleiksfélag Kópavogs
Gælunafn/nöfn HK-ingar
Stytt nafn HK
Stofnað 26. janúar 1970
Leikvöllur Kórinn, Kópavogi
Stærð 5,501 (1869 í sæti)
Stjórnarformaður Sigurjón Sigurðsson
Knattspyrnustjóri Brynjar Björn Gunnarsson
Deild 1. deild,
Inkassodeild karla
2014 6.sæti
Heimabúningur
Útibúningur
Skammstöfunin HK vísar hingað, en hún getur einnig átt við hvorugkyn.

Handknattleiksfélag Kópavogs (í daglegu tali kallað HK) er íslenskt íþróttafélag í Kópavogi. Innan félagsins eru reknar sjö deildir og eru þær: handknattleiksdeild, knattspyrnudeild, blakdeild, dansdeild, taekwondodeild, borðtennisdeild og bandýdeild. Samtals hafa þessar deildir yfir 2000 iðkendur og er handknattleiksdeildin þeirra stærst með um 700 iðkendur. Knattspyrnudeildin fer stækkandi og er komin í rúmlega 600 iðkendur, aðrar deildir eru minni.

Saga félagsins[breyta | breyta frumkóða]

Saga félagsins er sérstök fyrir þær sakir að það var stofnað af átta 12 ára strákum úr Kópavogi. Ástæðan var sú að þá vantaði eitthvað að gera á veturna. Sumir af þessum strákum æfðu fótbolta með Breiðablik sem var eina íþróttafélagið í bænum. Þeir æfðu einu sinni í viku á veturna í íþróttasalnum við Kópavogsskóla en það var ekki nóg fyrir fjörmikla stráka sem vildu fá útrás í líkamlegri hreyfingu.

Tveir af þessum strákum höfðu æft frjálsar íþróttir hjá ÍR og höfðu þeir samband við þjálfarann sinn þar Guðmund Þórarinsson sem tók að sér að verða fyrsti þjálfari strákana í handbolta. Ákveðið var að félagið skyldi heita Handknattleiksfélag Kópavogs og í byrjun æfðu þeir tvisvar í viku í íþróttahúsi ÍR við Túngötu í Reykjavík. Húsaleigan fyrir hvern tíma var 160 krónur eða 20 krónur á mann.

Strákarnir vildu keppa og tóku strax þátt í íslandsmótinu þennan vetur með einn flokk og spiluðu þeir sem gestir í 4. flokki af því að félagið var ekki orðið aðili að ÍSÍ.

Þann 26. janúar 1970 var félagið formlega stofnað og var fyrsti formaður félagsins Magnús Gíslason. Aðrir í stjórn voru: Hilmar Sigurgíslason, Valdimar Óli Þorsteinsson, Guðmundur R. Jónsson og Bergsveinn Þórarinsson.

Íþróttahúsið við Kársnesskóla var tekið í notkun veturinn 1970 og var húsið formlega opnað með leik 4. flokks HK við bæjarstjórn Kópavogs. Í framhaldinu hófust æfingar HK í Kársnesskóla. Fjölgaði ört í flokknum og var þá strax stofnaður 3. flokkur fyrir eldri stráka sem ekki voru gjaldgengir í 4. flokk.

Ákveðið var að sækja um inngöngu í UMSK og ÍSÍ til þess að geta verið fullgildir þátttakendur í Íslandsmótinu árið eftir. Stjórnin taldist ekki lögleg þar sem hún var skipuð börnum og þurftu strákarnir því að fá feður sína í lið með sér til að skipa nýja stjórn. Fyrsta stjórn félagsins skipuð fullorðnum var því kosin og voru feður strákanna virkjaðir í það. Þorvarður Áki Eiríksson varð formaður félagsins og Jón Ármann Héðinsson og Þorsteinn Alfreðsson voru með honum í stjórn.

Þorvarður Áki var mjög áhugasamur og fylgdi strákunum eftir og hvatti þá til dáða. Hann fór á dómaranámskeið og varð með því fyrsti dómarinn sem HK eignaðist og dæmdi ófáa leikina í gegnum tíðina fyrir félagið.

Fjórði flokkur félagsins varð Reykjanes og UMSK meistari strax á fyrsta ári og lentu þeir í 2. sæti á Íslandsmótinu sama vetur. Það má því segja að félagið hafi byrjað vel.

Þegar stofnendur félagsins höfðu leikið upp alla yngri flokka félagsins kom að því að stofna meistaraflokk. Veturinn 1975-1976 var hann stofnaður og var lið sent til þátttöku í 3. deild Íslandsmótsins í handknattleik. Þjálfari var Kristófer Magnússon og voru heimaleikir HK leiknir í Ásgarði í Garðabæ þar sem ekkert löglegt keppnishús var til í Kópavogi. Það er skemmst frá því að segja að HK varð Íslandsmeistari og fór því upp í aðra deild. Þar tók Axel Axelsson við þjálfun liðsins og fóru heimaleikir HK þá fram að Varmá í Mosfellsbæ. HK stoppaði stutt við í þeirri deild. Þeir urðu Íslandsmeistarar strax fyrsta árið og voru því komnir í fyrstu deild aðeins sjö árum eftir að félagið var stofnað.

Félagið óx og dafnaði og voru fljótt komin upp vandamál með æfingaaðstöðu en árið 1983 var íþróttahús Digranes tekið í notkun og varð það upp frá því formlegur heimavöllur HK. Smátt og smátt hefur bæst við æfingaaðstöðu félagsins og eru starfstöðvarnar nú fjórar og eru æfingar haldnar í Digranesi, Fagralundi, Kársnesi og Kórnum. Í ársbyrjun 2014 tók HK formlega við rekstri á Kórnum. Kópavogsbær hefur nú tekið við rekstri á Digranesi sem þó verður áfram aðalkeppnishús meistaraflokka félagsins ásamt því að vera æfingahús fyrir nokkrar deildir félagsins.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Knattspyrna Flag of Iceland

Knattspyrnufélagið Fram.png Fram  • Fylkir.png Fylkir  • Grótta.png Grótta  •Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar  •HK-K.png HK  • ÍR.png ÍR  • Keflavik ÍF.gif Keflavík  • Leiknir.svg Leiknir
Leiknirf.jpg Leiknir F.  • UMFS.png Selfoss  • Þróttur R..png Þróttur • Þór.png Þór

Leiktímabil í 1. deild karla (1955-2012)

1951 • 1952 • 1953 • •1954• 195519561957195819591960
1961196219631964196519661967196819691970
1971197219731974197519761977197819791980
1981198219831984198519861987198819891990
1991199219931994199519961997199819992000
2001200220032004200520062007200820092010
201120122013 2014 • 2015 • 2016 • 2017 • 2018 • 2019 • 2020

Handball pictogram Olís deild karla • Lið í Olís deild karla 2015-2016. Flag of Iceland

UMFA.png Afturelding  • Seal of Akureyri.png Akureyri  • Fimleikafelag hafnafjordur.png FH  • Knattspyrnufélagið Fram.png Fram  • Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar
Grótta.png Grótta  • Ibv-logo.png ÍBV  • ÍR.png ÍR  • Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur R.  • Valur.png Valur