Fálkagata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fálkagata er gata í vesturbæ Reykjavíkur. Gatan er í Grímsstaðaholti, á milli Arnargötu, Grímshaga, Tómasarhaga og Hjarðarhaga annars vegar, og Dunhaga og Suðurgötu hins vegar.

Gatan var fyrst lögð og nefnd árið 1919, en flest nústandandi hús eru reist á 6. og 7. áratugnum. Á árum áður var gatan ekki síst þekkt fyrir það að Halldór Laxness átti íbúð að Fálkagötu 17.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.