1. deild karla í handknattleik er næstefsta deildin í Íslandsmótinu í handknattleik. Í deildinni eru 9 félög.
Deildin hét 2. deild karla fram til ársins 2001. Þegar deildin var sett aftur á laggirnar 2004 eftir 3 ára hlé, var hún nefnd núverandi nafni 1. deild karla.
Eftirfarandi lið hafa unnið sér þátttökurétt í úrvalsdeild karla eftir að hafa lent í tveimur efstu sætunum.
Tímabilið 2008-2009 var reglunum breytt, þar sem liðin í 2. 3. og 4. sæti ásamt liðinu í 7. sæti efstu deildar mættust í umspili um annað sætanna í efstu deild.