Skerjafjörður
Jump to navigation
Jump to search
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
- Skerjafjörður er líka hverfi í Reykjavík.
Skerjafjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa sunnan við Kollafjörð og norðan við Hafnarfjörð. Skerjafjörður liggur frá norðvestri til suðausturs milli Seltjarnarness og Álftaness og heitir eftir Lönguskerjum í miðjum firðinum. Hann er víða grunnur og skerjóttur eins og nafn hans bendir til. Innst greinist fjörðurinn í Lambhúsatjörn á Álftanesi, Arnarnesvog, Kópavog og Fossvog.
Sem hverfi í Reykjavík er átt við Stóra-Skerjafjörð sunnan Reykjavíkurflugvallar og Litla-Skerjafjörð norðan við hann.
