Skerjafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kort sem sýnir staðsetningu Skerjafjarðar, Kollafjarðar og Hafnarfjarðar.
Skerjafjörður til vinstri
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Skerjafjörður er líka hverfi í Reykjavík.

Skerjafjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa sunnan við Kollafjörð og norðan við Hafnarfjörð. Skerjafjörður liggur frá norðvestri til suðausturs milli Seltjarnarness og Álftaness og heitir eftir Lönguskerjum í miðjum firðinum. Hann er víða grunnur og skerjóttur eins og nafn hans bendir til. Innst greinist fjörðurinn í Lambhúsatjörn á Álftanesi, Arnarnesvog, Kópavog og Fossvog.

Sem hverfi í Reykjavík er átt við Stóra-Skerjafjörð sunnan Reykjavíkurflugvallar og Litla-Skerjafjörð norðan við hann.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.