Tálknafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tálknafjarðarhreppur
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðvesturkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
52. sæti
175 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
56. sæti
268 (2021)
1,53/km²
Sveitarstjóri Ólafur Þór Ólafsson

Þéttbýliskjarnar Tálknafjörður (íb. 248)
Sveitarfélagsnúmer 4604
Póstnúmer 460
Vefsíða sveitarfélagsins
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tálknafjörður er fjörður á vestanverðum Vestfjörðum og einn af Suðurfjörðum Vestfjarða. Við fjörðinn stendur samnefnt þorp þar sem 306 manns bjuggu þann 1. janúar 2011. Fjörðurinn er kenndur við Þorbjörn tálkna úr Suðureyjum við Skotland, sem fyrstur manna nam þar land.

Þorpið Tálknafjörður stendur í landi Tungu, það byggðist í kringum bryggju og hafnaraðstöðu sem byrjað var að reisa um 1945 og var viðurkennt sem kauptún árið 1967. Í Tálknafirði er matvöruverslun, tvö vélaverkstæði og bensínsala auk Veitingahússins Hópsins sem dregur nafn sitt af innri hluta fjarðarins.

Sundlaugin og íþróttahúsið standa í landi Eyrarhúsa á ofanverðum Sveinseyraroddanum ásamt skólahúsinu sem vígt var 1967 og stækkað fyrir nokkrum árum. Sundlaugin sem var upphaflega byggð upp úr 1930 og stækkuð 1987, er 25 m löng með tveimur heitum pottum og vel hirtu umhverfi.Við hana er mjög gott og vel búið tjaldstæði og í íþróttahúsinu er góð aðstaða fyrir hvers konar fundarhöld auk íþróttaaðstöðu.

Fyrir ofan tjaldstæðið er Guðmundarlundur, skógarreitur sem byrjað var að gróðursetja í fyrir 1940 af börnum í Tálknafirði, þar eru margar plöntutegundir og sumar sjaldgæfar á Vestfjörðum eins og til dæmis bláklukkan sem vex alla jafna ekki villt á Vestfjörðum. Skógaráhugamenn í Tálknafirði hafa haldið gróðursetningarstarfi áfram og nú nær skógræktin upp undir Bæjarfjall fyrir ofan tjaldstæðið og upp að Hólsá sem rennur framhjá þorpinu. Frá tjaldstæðinu og upp í þorp liggur göngustígur sem kallaður er Brynjólfsbraut, til heiðurs Brynjólfi Gíslasyni sem var sveitarstjóri í Tálknafjarðarhrepp í mörg ár og mikill áhugamaður um skógrækt.

Pollurinn[breyta | breyta frumkóða]

Pollurinn er náttúrulaug í hlíð Sveinseyrarhlíðar rétt utan þorpsins, hefur pollurinn borið hróður Tálknafjarðar víða því þar hefur oft verið gestkvæmt auk þess sem heita vatnið úr borholu sem boruð var þar 1977, er leitt í sundlaugina og er vatnið einnig notað til að hita upp íþróttahúsið og skólann. Pollurinn er í raun þrískiptur, tveir setpottar og einn nokkru dýpri. Búningshús og sturta er á staðnum og er því viðhaldið af hreppnum.

Tálknafjör[breyta | breyta frumkóða]

Tálknafjör er bæjarhátíð Tálknfirðinga sem haldin er síðustu helgina í júlí annað hvert ár (síðan 2016). Tálknafjör var haldið í fyrsta sinn árið 2006.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.