Tálknafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tálknafjarðarhreppur
Tálknafjörður
Tálknafjörður
Skjaldarmerki Tálknafjarðarhrepps
Staðsetning Tálknafjarðarhrepps
Staðsetning Tálknafjarðarhrepps
Hnit: 65°37′36″N 23°49′28″V / 65.6268°N 23.8244°V / 65.6268; -23.8244
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarTálknafjörður
Stjórnarfar
 • SveitarstjóriÓlafur Þór Ólafsson
Flatarmál
 • Samtals175 km2
 • Sæti48. sæti
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals268
 • Sæti55. sæti
 • Þéttleiki1,53/km2
Póstnúmer
460
Sveitarfélagsnúmer4604
Vefsíðatalknafjordur.is

Tálknafjörður er þéttbýli á Vestfjörðum við samnefndan fjörð. Þar bjuggu 255 manns árið 2022. Fjörðurinn er kenndur við Þorbjörn tálkna úr Suðureyjum við Skotland, sem fyrstur manna nam þar land.

Tálknafjörður stendur í landi Tungu, það byggðist í kringum bryggju og hafnaraðstöðu sem byrjað var að reisa um 1945 og var viðurkennt sem kauptún árið 1967. Í Tálknafirði er matvöruverslun, tvö vélaverkstæði og bensínsala auk veitingahússins Hópsins sem dregur nafn sitt af innri hluta fjarðarins.

Sundlaugin og íþróttahúsið standa í landi Eyrarhúsa á ofanverðum Sveinseyraroddanum ásamt skólahúsinu sem vígt var 1967 og stækkað fyrir nokkrum árum. Sundlaugin sem var upphaflega byggð upp úr 1930 og stækkuð 1987, er 25 m löng með tveimur heitum pottum. Við hana er tjaldstæði.

Fyrir ofan tjaldstæðið er Guðmundarlundur, skógarreitur sem byrjað var að gróðursetja í fyrir 1940 af börnum í Tálknafirði, þar eru margar plöntutegundir og sumar sjaldgæfar á Vestfjörðum eins og til dæmis bláklukkan sem vex alla jafna ekki villt á Vestfjörðum. Skógaráhugamenn í Tálknafirði hafa haldið gróðursetningarstarfi áfram og nú nær skógræktin upp undir Bæjarfjall fyrir ofan tjaldstæðið og upp að Hólsá sem rennur framhjá þorpinu. Frá tjaldstæðinu og upp í þorp liggur göngustígur sem kallaður er Brynjólfsbraut, til heiðurs Brynjólfi Gíslasyni sem var sveitarstjóri í Tálknafjarðarhrepp í mörg ár og mikill áhugamaður um skógrækt.

Pollurinn er náttúrulaug í hlíð Sveinseyrarhlíðar rétt utan þorpsins. Heita vatnið kemur úr borholu sem boruð var þar 1977, var leitt í sundlaugina og er vatnið einnig notað til að hita upp íþróttahúsið og skólann.

Tálknafjör[breyta | breyta frumkóða]

Tálknafjör er bæjarhátíð Tálknfirðinga sem haldin er síðustu helgina í júlí annað hvert ár (síðan 2016). Tálknafjör var haldið í fyrsta sinn árið 2006.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.