Harry Kane

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harry Kane
Harry Kane in Russia 2.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Harry Edward Kane
Fæðingardagur 28. júlí 1993 (1993-07-28) (29 ára)
Fæðingarstaður    Walthamstow, England
Hæð 1,88 m
Leikstaða Sóknarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Tottenham Hotspur
Númer 10
Yngriflokkaferill
1999-2009 Ridgeway Rovers , Arsenal, Watford F.C. og Tottenham Hotspur
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2009- Tottenham Hotspur 279 (183)
2011 Leyton Orient (lán) 18 (5)
2012 Millwall F.C. (lán) 22 (7)
2012-2013 Norwich City (lán) 3 (0)
2013 Leicester City (lán) 13 (2)
Landsliðsferill2
2010
2010-2012
2013
2013-2015
2015-
England U17
England U19
England U20
England U21
England
3 (2)
14 (6)
3 (1)
14 (8)
71 (50)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært júní 2022.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
júní 2022.

Harry Kane árið 2012 í ungmennalandsliðinu.

Harry Edward Kane (fæddur 28. júlí 1993) er enskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji fyrir enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur og enska landsliðið. Hann er 2. hæsti markaskorari úrvalsdeildarinnar frá upphafi og með landsliðinu. Kane hefur skorað 360 mörk í öllum keppnum í efstu stigum knattspyrnu og flest mörk fyrir sama úrvalsdeildarlið á Englandi.

Kane hóf að leika með aðalliði Tottenham árið 2011 en var þá ekki orðinn fastamaður og var lánaður til ýmissa liða (Leyton Orient, Millwall, Leicester City og Norwich City). Tímabilið 2014–15 var hann orðinn fastamaður í Tottenham og skoraði 21 mark í deildinni og alls 31 mark á tímabilinu. Tímabilin 2015–16, 2016–17 og 2020-2021 (og stoðsendingahæstur) varð Kane markakóngur úrvalsdeildarinnar.

Árið 2017 sló hann 22 ára gamalt met Alan Shearer yfir mörk skoruð á einu ári og í byrjun árs 2018 náði hann þeim áfanga að skora 100 mörk í úrvalsdeildinni. Hann sló einnig met sitt yfir mörk skoruð á einu tímabil; 30 mörk (Mohamed Salah varð hins vegar markakóngur með 32 mörk).

Í byrjun tímabils 2020 lagði Kane upp 4 mörk á Son Heung-min í leik gegn Southampton sem er met í úrvalsdeildinni. Samspil þeirra tveggja hefur skilað um 40 mörkum og slógu þeir met Frank Lampard og Didier Drogba árið 2022.

Í maí 2021 lýsti Kane því yfir að hann vildi yfirgefa Spurs eftir tímabilið sem var að ljúka. Líkleg félög til að kaupa Kane voru Manchester City, Chelsea og Manchester United. Kane ákvað að lokum að halda kyrru hjá Spurs.

Kane varð markahæsti leikmaður Spurs þegar hann skoraði sitt 200. mark í úrvalsdeildinni í febrúar 2023.

Landsliðsferill[breyta | breyta frumkóða]

Harry Kane á HM 2018.

Kane hefur spilað með aðallandsliðinu síðan 2015. Hann varð markakóngur á HM 2018 með alls 6 mörk. Hann skoraði 3 mörk úr vítaspyrnum og þrennu í leik gegn Panama. Kane sló met í nóvember 2019 þegar hann skoraði þrennu tvo leiki í röð á Wembley. [1] Auk þess skoraði hann í öllum átta leikjum undankeppni EM 2020 og varð markahæstur með 12 mörk.

Sumarið 2022 skoraði Kane 50. landsliðsmark sitt í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Árið 2023 varð hann markahæsti landsliðsmaður Englands þegar hann tók fram úr Wayne Rooney.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kane í sögu­bæk­urn­ar Mbl.is, skoðað 15. nóv, 2019.