Sadio Mané

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sadio Mané
Sadio Mané Senegal.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Sadio Mané
Fæðingardagur 10. apríl 1992 (1992-04-10) (29 ára)
Fæðingarstaður    Sedhiou, Senegal
Hæð 1,75 m
Leikstaða Vængmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Liverpool FC
Númer 10
Yngriflokkaferill
Génération Foot
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2011-2012
2012-2014
2014-2016
2016-
FC Metz
Red Bull Salzburg
Southampton FC
Liverpool FC
22 (2)
63 (31)
67 (21)
155 (70)   
Landsliðsferill2
2012
2012-
Senegal U23
Senegal
4 (0)
73 (21)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært apríl. 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
apríl. 2021.

Sadio Mané (fæddur 10. apríl 1992), er senegalskur knattspyrnumaður sem spilar með Liverpool FC og senegalska landsliðinu í knattspyrnu. Mané hélt til Evrópu árið 2011 þegar hann spilaði með Metz í Frakklandi. Síðar hélt hann til Austurríkis og vann austurrísku Bundesliguna og bikarinn með liðinu Red Bull Salzburg árið 2014. Eftir það hefur hann spilað á Englandi. Fyrst með Southampton og síðan 2016 með Liverpool.

Mané á met yfir þrennu í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrjú mörk á 176 sekúndum árið 2015 (Robbie Fowler átti fyrra met frá 1994). Hann deildi markakóngstitlinum tímabilið 2018-2019 með Mohamed Salah og Pierre Emerick-Aubameyang með 22 mörk.

Mané var valinn afríski leikmaður ársins árið 2019. Hann er múslimi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist