Son Heung-min

Son Heung-min (fæddur 8. júlí 1992 í Chuncheon í Suður-Kóreu) er suður-kóreskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Tottenham Hotspur. Hann er dýrasti asíski leikmaður í sögu knattspyrnunnar og markahæsti asíski markaskorari í ensku úrvalsdeildinni.
Heung-min hóf atvinnuferilinn með Hamburger SV árið 2010 og spilaði síðar með Bayer Leverkusen þar til hann var seldur til Tottenham árið 2015. Hann varð yngsti leikmaður til að skora í Bundesliga, 18 ára að aldri. Hann hefur tvívegis verið valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.
Í byrjun tímabils 2020 lagði Harry Kane upp 4 mörk á Son Heung-min í leik gegn Southampton sem er met í úrvalsdeildinni. Samspil þeirra tveggja skilaði a.m.k. 40 mörkum sem er met. Son deildi markakóngstitlinum með Mohamed Salah tímabilið 2021-2022. Hann varð fyrsti Asíubúinn til að vinna gullskóinn. Haustið 2022 kom Son af bekknum gegn Leicester City og skoraði þrennu á 13 mínútum.
Son vann Evrópukeppni félagsliða með Tottenham árið 2025 eftir sigur gegn Manchester United í úrslitum.
Heung-min hefur leikið með landsliði Suður-Kóreu síðan 2010.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Son Heung-min“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. mars. 2018.