Fara í innihald

Sotsjí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sotsjí séð af Svartahafi
Lega Sotsjí við Svarthaf

Sotsjí (rússneska: Со́чи) er borg í Krasnodarfylki í suðvesturhluta Rússlands. Sotsjí liggur við Svartahaf nálægt landamærunum við Georgíu. Stórborgarsvæðið er 3.526 km² að flatarmáli og teygir sig 145 km meðfram ströndum Svartahafs við rætur Kákasusfjalla. Stærð borgarinnar sjálfar er 176,77 að flatarmáli. Íbúar borgarinnar með fasta búsetu voru 343.334 manns árið 2010. Sotsjí, sem er hluti af Kákasus ríverunni, er vinsæll dvalarstaður ferðamanna og er einn fárra staða í Rússlandi þar sem heitt er á sumrin og milt á veturna.

Skíðaaðstaða er í Sotsjí, nánar tiltekið í Rosa Khutor í Krasnaya Polyana, en Vetrarólympíuleikarnir 2014 voru haldnir í borginni. Nokkrir leikir í heimsmeistarmóti í knattspyrnu 2018 voru haldnir í Sostjí. Einnig var keppt í Formula 1 Grand Prix frá árinu 2014 í Sotsjí til ársins 2022, en þá var frekari leikjum þar aflýst vegna innrásar Rússa í Úkraínu.[1]

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Stórborgarsvæði Sotsjí liggur 145 km meðfram Svartahafinu. Sotsjí liggur í norðurhluta vestur Asíu, þar af leiðandi Asíumegin við stór Kákasussvæðið. Sotsjí er um það bil 1603 km frá Moskvu.

Borgarmörk Sotsjí liggja við Tuapsinsky umdæmið í norðvestri, Apsheronsky umdæmið og Maykopsky umdæmi Lýðveldisins Adygeain í norðri, Mostovsky umdæmið í norðvestri og með Georgíu/Abkhazia í suðaustri. Í suðvestri liggur Svartahafið.

Meirihluti íbúa Sotsjí búa á mjórri lengju meðfram ströndinni. Byggðin er skipt upp í sjálfstæð örumdæmi (fyrrum byggðarlög). Stærsta örumdæmið, frá suðvestri til suðausturs eru Lazarevskoye, Loo, Dagomys, miðbær Sotsjí (Tsentralny borgar umdæmi), Khosta, Matsesta og Adler. Öll borgin er staðsett í hlíðum Vestur Kákasusfjalla, sem liggja niður að Svartahafinu og skorin af ám. Stærstu árnar í Sotsjí eru Mzymta, sem er einnig stærsta áin sem rennur frá Rússlandi í Svartahafið, og Shakhe. Aðrar ár eru Ashe, Psezuapse, Sotsjí, Khosta og Matsesta. Psou áin markar svo landamærin við Abkhazia.

Norðaustur hluti borgarinn tilheyrir Kákasus lífríkisfriðlandinu, sem er á heimsminjaskrá og nær yfir stórt svæði í Krasnodar Krai og Adygea. Nánast allt svæðið í stórborgarsvæði Sotsjí, með ströndinni undanskilinni og svæðið sem tilheyrir Kákasus lífríkiðfriðlandinu, er hluti af Þjóðgarðinu Sotsjí.

Sotsjí er með rakt suðrænt veðurfar með mildum vetrum (meðaltal 11°C á daginn og 4°C á nóttinni) frá desember til mars, og á sumrin (meðaltal 24°C á daginn og 16°C á nóttinni) frá maí til október.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Aflýsa kappakstrinum í Rússlandi“. mbl.is. 25. febrúar 2022. Sótt 22. apríl 2022.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Rússlandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.