Fara í innihald

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022 eða HM 2022 fór fram í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember. Þetta var heimsmeistarakeppni númer 22 og sú fyrsta sem haldin var í Miðausturlöndum og aðeins önnur sem fram fór í Asíu. Flestar fyrri keppnir hafa farið fram að sumarlagi en vegna þrúgandi hita á Arabíuskaga á þeim árstíma var keppnin haldin að vetrarlagi. Valið á gestgjöfunum var harðlega gagnrýnt af ýmsum mannréttindasamtökum.

Val á gestgjöfum

[breyta | breyta frumkóða]

Ákvörðunin um val á gestgjöfum á HM 2018 og HM 2022 fór fram samtímis á árunum 2009 og 2010. Í aðdraganda valsins ákvað FIFA að hverfa frá fyrri stefnu um að láta gestgjafahlutverkið ganga frá einni heimsálfu til annarrar. Þess í stað var tekin sú ákvörðun að mótið skyldi ekki haldið í sömu álfu tvær keppnir í röð.

Alls stóðu þrettán þjóðir að samtals ellefu boðum. Tvær þeirra, Mexíkó og Indónesía drógu sig þó til baka áður en á hólminn var komið. Eftir stóðu England, Rússland, Ástralía, Bandaríkin, Katar, Suður-Kórea, Japan og sameiginleg boð Spánar og Portúgals annars vegar en Hollands og Belgíu hins vegar. Meðan á umsóknarferlinu stóð féllu öll löndin utan Evrópu frá því að falast eftir keppninni 2018. Því varð ljóst að umsóknirnar fjórar frá Evrópu myndu bítast sín á milli um það mót en hinar fimm um keppnina 2022.

Rússar unnu afgerandi sigur í kosningunni um keppnina 2018. Fengu níu atkvæði af 22 í fyrstu umferð og hreinan meirihluta, þrettán atkvæði í næstu umferð. Öllu óvæntara varð hins vegar að Katar hlaut ellefu atkvæði í fyrstu umferð í kosningunni um 2022. Suður-Kórea kom næst með fjögur atkvæði, þá Bandaríkin og Japan með þrjú hvort og Ástralir ráku lestina með aðeins eitt atkvæði. Í næstu umferð var Ástralía felld úr keppni. Katar fór úr ellefu atkvæðum í tíu. Bandaríkin og Japan með fimm atkvæði, en Japan féll úr leik með aðeins tvö atkvæði. Enn var gengið til atkvæða og í þriðju umferð fékk Katar ellefu atkvæði á ný á meðan Bandaríkin hlutu sex og Suður-Kórea fimm. Því þurfti að grípa til hreinnar úrslitakosningar þar sem Katar fékk fjórtán atkvæði gegn tíu atkvæðum Bandaríkjamanna.

Þessi niðurstaða kom mörgum í opna skjöldu þar sem umsókn Katar var af mörgum talin langsótt í ljósi þess að landið er fámennt og ekki hátt skrifað í heimsknattspyrnunni. Ljóst var að alla leikvanga þyrfti að reisa frá grunni og mikil óvissa var um hvort unnt yrði að halda mótið á hefðbundnum leiktíma vegna veðurfars, þótt skipuleggjendur segðust bjartsýnir á að leysa mætti það með tæknilegum útfærslum. Þá gagnrýndu ýmis verkalýðs- og mannréttindasamtök staðarvalið harðlega og bentu á illa meðferð á farandverkafólki í landinu. Reiðibylgjan í kjölfar valsins átti sinn þátt í falli Sepp Blatter sem forseta FIFA, þótt sjálfur hefði hann í raun ekki verið sérstakur stuðningsmaður þess að mótið færi fram í Katar. Ítrekuðum kröfum um að FIFA endurskoðaði ákvörðun sína var ekki sinnt og ákall um sniðgöngu mótsins skilaði litlum árangri.

Þátttökulið

[breyta | breyta frumkóða]

32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.

Átta leikvangar í fimm borgum og bæjum voru notaðir á mótinu.

Lusail Al Khor Doha
Lusail Iconic leikvangurinn Al Bayt leikvangurinn Leikvangur 974 Al Thumama leikvangurinn
áh.: 80.000
áh.: 60.000 áh.: 40.000 áh.: 40.000
Al Rayyan Al Wakrah
Education City leikvangurinn Ahmed bin Ali leikvangurinn Khalifa-alþjóðaleikvangurinn Al Janoub-leikvangurinn
áh.: 45.350 áh.: 44.740 áh.: 40.000 áh.: 40.000

Riðlakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.

Nokkur óvissa var um styrkleika gestgjafaliðsins, sem varði mörgum mánuðum saman í æfingabúðum fyrir keppnina. Lið Katar olli vonbrigðum og varð fyrsta heimaliðið til að tapa öllum leikjum sínum. Hollendingar enduðu á toppnum með sjö stig, en máttu þó prísa sig sæli með jafntefli á móti Ekvador í miðjuleiknum. Senegal og Ekvador mættust svo í fjörugum úrslitaleik um annað sætið þar sem afrísku meistararnir reyndust sterkari.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Holland 3 2 1 0 5 1 +4 7
2 Senegal 3 2 0 1 5 4 +1 6
3 Ekvador 3 1 1 1 4 3 +1 4
4 Katar 3 0 0 3 1 7 -6 0
20. nóvember
Katar 0-2 Ekvador Al Bayt leikvangurinn, Al Khor
Áhorfendur: 67.372
Dómari: Daniele Orsato, Ítalíu
Valencia 16, 31
21. nóvember
Senegal 0-2 Holland Al Thumama leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 41.721
Dómari: Wilton Sampaio, Brasilíu
Gakpo 84, Klaassen 90+9
25. nóvember
Katar 1-3 Senegal Al Thumama leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 41.797
Dómari: Antonio Mateu Lahoz, Spáni
Muntari 78 Dia 41, Diédhiou 48, Dieng 84
25. nóvember
Holland 1-1 Ekvador Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.833
Dómari: Mustapha Ghorbal, Alsír
Gakpo 6 Valencia 49
29. nóvember
Holland 2-0 Katar Al Bayt leikvangurinn, Al Khor
Áhorfendur: 66.784
Dómari: Bakary Gassama, Frakklandi
Gakpo 26, F. de Jong 49
25. nóvember
Ekvador 1-2 Senegal Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.569
Dómari: Clément Turpin, Gambíu
Caicedo 67 Sarr 44, Koulibaly 70

England fór sannfærandi í gegnum riðilinn með níu mörk skoruð, þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum í miðjuleiknum. Lið Wales á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá árinu 1958 ollu stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum og fengu m.a. á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Írönum. Íran hefði dugað jafntefli gegn Bandaríkjamönnum til að komast í næstu umferð en máttu sætta sig við 1:0 tap þrátt fyrir harða hríð að bandaríska markinu í lokin.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 England 3 2 1 0 0 2 +7 7
2 Bandaríkin 3 1 2 0 2 1 +1 5
3 Íran 3 1 0 2 4 7 -3 3
4 Wales 3 0 1 2 1 6 -5 1
21. nóvember
England 6-2 Íran Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 45.334
Dómari: Raphael Claus, Brasilíu
Bellingham 35, Saka 43, 62, Sterling 45+1, Rashford 71, Grealish 90 Taremi 65, 90+13
21. nóvember
Wales 1-1 Bandaríkin Ahmed bin Ali leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 43.418
Dómari: Abdulrahman Al-Jassim, Katar
Bale 82 Weah 36
25. nóvember
Wales 0-2 Íran Ahmed bin Ali leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 40.875
Dómari: Mario Escobar, Gvatemala
Cheshmi 90+8, Rezaeian 90+11
25. nóvember
England 0-0 Bandaríkin Al Bayt leikvangurinn, Al Khor
Áhorfendur: 68.463
Dómari: Jesús Valenzuela, Venesúela
29. nóvember
Wales 0-3 England Ahmed bin Ali leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.297
Dómari: Slavko Vinčić, Slóveníu
Rashford 50, 68, Foden 51
29. nóvember
Íran 0-1 Bandaríkin Al Thumama leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 42.127
Dómari: Antonio Mateu Lahoz, Spáni
Pulisic 38

Sigur Sádi-Araba á Argentínu í fyrsta leik riðilsins var af mörgum talinn einhver sá óvæntasti í sögu HM. Þessi slæma byrjun sló Argentínumenn þó ekki út af laginu og unnu þeir báða leikina sem eftir voru og nældu í toppsætið. Pólverjar skriðu áfram þrátt fyrir 2:0 tap í lokaleiknum vegna hagstæðra úrslita í viðureign Maxíkó og Sádi-Arabíu. Mexíkó sótti stíft en hefði þurft að skora eitt mark til viðbótar til að komast áfram á markatölu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Argentína 3 2 0 1 5 2 +3 6
2 Pólland 3 1 1 1 2 2 0 4
3 Mexíkó 3 1 1 1 2 3 -1 4
4 Sádi-Arabía 3 1 0 2 3 5 -2 3
22. nóvember
Argentína 1-2 Sádi-Arabía Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
Áhorfendur: 88.012
Dómari: Slavko Vinčić, Slóveníu
Messi 10 Al-Shehri 48, Al-Dawsari 53
22. nóvember
Mexíkó 0-0 Pólland 974 leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 39.369
Dómari: Chris Beath, Ástralíu
26. nóvember
Pólland 2-0 Sádi-Arabía Education City leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.259
Dómari: Wilton Sampaio, Brasilíu
Zieliński 39, Lewandowski 82
26. nóvember
Argentína 2-0 Mexíkó Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
Áhorfendur: 88.966
Dómari: Daniele Orsato, Ítalíu
Messi 64, Fernández 87
30. nóvember
Pólland 1-2 Argentína 974 leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 44.089
Dómari: Danny Makkelie, Hollandi
Mac Allister 46, Álvarez 67
30. nóvember
Sádi-Arabía 1-2 Mexíkó Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
Áhorfendur: 84.985
Dómari: Michael Oliver, Englandi
Al-Dawsari 90+5 Martín 47, Chávez 52

Búist var við því að baráttan um toppsæti riðilsins stæði milli Frakka og Dana en annað kom á daginn. Danska liðið gerði markalaust jafntefli við Túnis í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega fyrir Frökkum, sem voru komnir áfram eftir tvær fyrstu umferðirnar. Ástralir skelltu hins vegar Dönum í lokaumferðinni og komust áfram á kostnað Túnisbúa sem sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir að ná að leggja heimsmeistarana í lokaleiknum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Frakkland 3 2 0 1 6 3 +3 6
2 Ástralía 3 2 0 1 3 4 -1 6
3 Túnis 3 1 1 1 1 1 0 4
4 Danmörk 3 0 1 2 1 3 -2 1
22. nóvember
Danmörk 0-0 Túnis Education City leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 42.925
Dómari: César Arturo Ramo, Mexíkó
22. nóvember
Frakkland 4-1 Ástralía Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
Áhorfendur: 40.875
Dómari: Victor Gomes, Suður-Afríku
Rabiot 27, Giroud 32, 71, Mbappé 68 Goodwin 9
26. nóvember
Túnis 0-1 Ástralía Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
Áhorfendur: 41.823
Dómari: Daniel Siebert, Þýskalandi
Duke 23
26. nóvember
Frakkland 2-1 Danmörk 974 leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 42.860
Dómari: Szymon Marciniak, Póllandi
Mbappé 61, 86 A. Christensen 68
30. nóvember
Túnis 1-0 Frakkland Education City leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 43.627
Dómari: Matthew Conger, Nýja-Sjálandi
Khazri 58
30. nóvember
Ástralía 1-0 Danmörk Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
Áhorfendur: 41.232
Dómari: Mustapha Ghorbal, Alsír
Leckie 60

Þjóðverjar virtust ætla að vinna vandræðalítinn sigur á Japönum í fyrsta leik en misstu 1:0 forystu niður í 1:2 tap. Sama dag unni Spánverjar einn af stærri sigrum HM-sögunnar þegar þeir flengdu lið Kosta Ríka 7:0. Riðillinn opnaðist upp á gátt á nýjan leik þegar Kosta Ríka lagði Japan og Spánverjar og Þjóðverjar gerðu 1:1 jafntefli. Þjóðverjar unnu lokaleikinn gegn Kosta Ríka en þurftu að treysta á hagstæð úrslit í viðureign Japan og Spánar á sama tíma. Spænska liðið komst yfir en tapaði að lokum með tveimur mörkum gegn einu. Úrslitin tryggðu Japönum toppsætið en ýmsir veittu því athygli að tapið kom sér vel fyrir Spánverja sem eygðu fyrir vikið léttari mótherja í næstu umferðum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Japan 3 2 0 1 4 3 +1 6
2 Spánn 3 1 1 1 9 3 +6 4
3 Þýskaland 3 1 1 1 6 5 +1 4
4 Kosta Ríka 3 1 0 2 3 11 -8 3
23. nóvember
Þýskaland 1-2 Japan Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 42.608
Dómari: Iván Barton, El Salvador
Gündoğan 33 Dōan 75, Asano 83
23. nóvember
Spánn 7-0 Kosta Ríka Al Thumama leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 40.013
Dómari: Mohammed Abdulla Hassan Mohamed, Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Olmo 11, Asensio 21, F. Torres 31, 54, Gavi 74, Soler 90, Morata 90+2
27. nóvember
Japan 0-1 Kosta Ríka Ahmed bin Ali leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 41.479
Dómari: Michael Oliver, Englandi
Fuller 81
27. nóvember
Þýskaland 1-1 Spánn Al Bayt leikvangurinn, Al Khor
Áhorfendur: 68.895
Dómari: Danny Makkelie, Hollandi
Füllkrug 83 Morata 62
1. desember
Japan 2-1 Spánn Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.851
Dómari: Victor Gomes, Suður-Afríku
Dōan 48, Tanaka 51 Morata 11
1. desember
Kosta Ríka 2-4 Þýskaland Al Bayt leikvangurinn, Al Khor
Áhorfendur: 67.054
Dómari: Stéphanie Frappart, Frakklandi
Tejeda 58, Vargas 70 Gnabry 10, Havertz 73, 85, Füllkrug 89

Belgar mættu til leiks sem næsthæsta liðið á heimlista FIFA og hófu keppni með sigri á Kanadamönnum. Eftir það gekk allt á afturfótunum. Marokkó sigraði Belga 2:0 í annarri umferð og endaði óvænt á toppnum með sjö stig. Belgar þurftu á sigri að halda gegn Króötum í lokaumferðinni en tókst ekki að ná því markmiði og silfurliðið frá 2018 komst í næstu umferð.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Marokkó 3 2 1 0 4 1 +3 7
2 Króatía 3 1 2 0 4 1 +3 5
3 Belgía 3 1 1 1 1 2 -1 4
4 Kanada 3 0 0 3 2 7 -5 0
23. nóvember
Marokkó 0-0 Króatía Al Bayt leikvangurinn, Al Khor
Áhorfendur: 59.407
Dómari: Fernando Rapallini, Argentínu
23. nóvember
Belgía 1-0 Kanada Ahmed bin Ali leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 40.432
Dómari: Janny Sikazwe, Sambíu
Batshuayi 44
27. nóvember
Belgía 0-2 Marokkó Al Thumama leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 43.738
Dómari: César Arturo Ramos, Mexíkó
Saïss 73, Aboukhlal 90+2
27. nóvember
Króatía 4-1 Kanada Ahmed bin Ali leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.374
Dómari: Andrés Matonte, Úrúgvæ
Kramarić 36, 70, Livaja 44, Majer 90+4 Davies 2
1. desember
Króatía 0-0 Belgía Ahmed bin Ali leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 43.984
Dómari: Anthony Taylor, Englandi
1. desember
Kanada 1-2 Marokkó Al Thumama leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 43.102
Dómari: Raphael Claus, Brasilíu
Aguerd 40 (sjálfsm.) Ziyech 4, En-Nesyri 23

Brasilía tryggði sér sætið í næstu umferð með því að vinna Evrópuþjóðirnar í tveimur fyrstu leikjum sínum. Liðinu tókst þó ekki að fara ósigrað í gegnum forkeppnina eftir að Kamerún stal sigrinum með marki í uppbótartíma í lokaleiknum, það var þó ekki nóg fyrir afríska liðið sem lauk keppni með fjögur stig, tveimur minna en Svisslendingar sem unnu æsilegan sigur á Serbum í lokaleik.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Brasilía 3 2 0 1 3 1 +2 6
2 Sviss 3 2 0 1 4 3 +1 6
3 Kamerún 3 1 1 1 4 4 0 4
4 Serbía 3 0 1 2 5 8 -3 1
24. nóvember
Sviss 1-0 Kamerún Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
Áhorfendur: 39.089
Dómari: Facundo Tello, Argentínu
Embolo 48
24. nóvember
Brasilía 2-0 Serbía Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
Áhorfendur: 88.103
Dómari: Alireza Faghani, Íran
Richarlison 62, 73
28. nóvember
Kamerún 3-3 Serbía Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
Áhorfendur: 39.789
Dómari: Mohammed Abdulla Hassan Mohamed, Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Castelletto 29, Aboubakar 63, Choupo-Moting 66 Pavlović 45+1, Milinković-Savić 45+3, Mitrović 53
28. nóvember
Brasilía 1-0 Sviss 974 leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 43.649
Dómari: Iván Barton, El Salvador
Casemiro 83
2. desember
Kamerún 1-0 Brasilía 974 leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 41.378
Dómari: Ismail Elfath, Bandaríkjunum
Aboubakar 90+2
2. desember
Serbía 2-3 Sviss Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
Áhorfendur: 85.986
Dómari: Fernando Rapallini, Argentínu
Mitrović 26, Vlahović 35 Shaqiri 20, Embolo 44, Freuler 48
Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Portúgal 3 2 0 1 6 4 +2 6
2 Suður-Kórea 3 1 1 1 4 4 0 4
3 Úrúgvæ 3 1 1 1 2 2 0 4
4 Gana 3 1 0 2 5 7 -2 3
24. nóvember
Suður-Kóreska 0-0 Úrúgvæ Education City leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 41.663
Dómari: Clément Turpin, Frakklandi
24. nóvember
Portúgal 3-2 Gana 974 leikvangurinn, Doha
Áhorfendur: 42.662
Dómari: Ismail Elfath, Bandaríkjunum
Ronaldo 65, Félix 78, Leão 80 Ayew 73, Bukari 89
28. nóvember
Suður-Kóreska 2-3 Gana Education City leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 43.983
Dómari: Anthony Taylor, Englandi
Cho Gue-sung 58, 61 Salisu 24, Kudus 34, 68
28. nóvember
Portúgal 2-0 Úrúgvæ Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
Áhorfendur: 88.668
Dómari: Alireza Faghani, Íran
Fernandes 54, 90+3
2. desember
Suður-Kóreska 2-1 Portúgal Education City leikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.097
Dómari: Facundo Tello, Argentínu
Kim Young-gwon 27, Hwang Hee-chan 90+1 Horta 5
2. desember
Gana 0-2 Úrúgvæ Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
Áhorfendur: 43.443
Dómari: Daniel Siebert, Þýskalandi
De Arrascaeta 39, 85

Úrslitakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Sextán lið komust í úrslitakeppnina sem leikin er með útsláttarfyrirkomulagi.

16-liða úrslit

[breyta | breyta frumkóða]
3. desember
Holland 3-1 Bandaríkin Khalifa International Stadium, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.846
Dómari: Wilton Sampaio, Brasilíu
Depay 10, Blind 45+1, Dumfries 81 Wright 76
3. desember
Argentína 2-1 Ástralía Ahmad bin Ali Stadium, Al Rayyan
Áhorfendur: 45.032
Dómari: Szymon Marciniak, Póllandi
Messi 35, Álvarez 57 Fernández 77 (sjálfsm.)
4. desember
Frakkland 3-1 Pólland Al Thumama Stadium, Doha
Áhorfendur: 40.989
Dómari: Jesús Valenzuela, Venesúela
Giroud 44, Mbappé 74, 90+1 Lewandowski 90+9 (vítasp.)
4. desember
England 3-0 Senegal Al Bayt Stadium, Al Khor
Áhorfendur: 65.985
Dómari: Iván Barton, El Salvador
Henderson 38, Kane 45+3, Saka 57
5. desember
Japan 1-1 (1-3 e.vítake.) Krótaía Al Janoub Stadium, Al Wakrah
Áhorfendur: 42.523
Dómari: Ismail Elfath, Bandaríkjunum
Maeda 43 Perišić 55
5. desember
Brasilía 4-1 Suður-Kórea Stadium 974, Doha
Áhorfendur: 43.847
Dómari: Clément Turpin, Frakklandi
Vinícius Júnior 7, Neymar 13 (vítasp.), Richarlison 29, Paquetá 36 Paik Seung-ho 76
6. desember
Marokkó 0-0 (3-0 e.vítake.) Spánn Education City Stadium, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.667
Dómari: Fernando Rapallini, Argentínu
6. desember
Portúgal 6-1 Sviss Lusail Stadium, Lusail
Áhorfendur: 83.720
Dómari: César Arturo Ramos, Mexíkó
Ramos 17, 51, 67, Pepe 33, Guerreiro 55, Leão 90+2 Akanji 58

Fjórðungsúrslit

[breyta | breyta frumkóða]
9. desember
Króatía 1-1 (4-2 e.vítake.) Brasilía Education City Stadium, Al Rayyan
Áhorfendur: 43.893
Dómari: Michael Oliver, Englandi
Petković 117 Neymar 105+1
9. desember
Holland 2-2 (3-4 e.vítake.) Argentína Lusail Stadium, Lusail
Áhorfendur: 88.235
Dómari: Antonio Mateu Lahoz, Spáni
Weghorst 83, 90+11 Molina 35, Messi 73 (vítasp.)
10. desember
Marokkó 1-0 Portúgal Al Thumama Stadium, Doha
Áhorfendur: 44.198
Dómari: Facundo Tello, Argentínu
En-Nesyri 42
10. desember
England 1-2 Frakkland Al Bayt Stadium, Al Khor
Áhorfendur: 68.895
Dómari: Wilton Sampaio, Brasilíu
Kane 54 (vítasp.) Tchouaméni 17, Giroud 78

Undanúrslit

[breyta | breyta frumkóða]
13. desember
Argentína 3-0 Króatía Lusail Stadium, Lusail
Áhorfendur: 88.966
Dómari: Daniele Orsato, Ítalíu
Messi 34 (vítasp.), Álvarez 39, 69
14. desember
Frakkland 2-0 Marokkó Al Bayt Stadium, Al Khor
Áhorfendur: 68.294
Dómari: César Arturo Ramos, Mexíkó
T. Hernandez 5, Kolo Muani 79

Bronsleikur

[breyta | breyta frumkóða]
17. desember
Króatía 2-1 Marokkó Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
Áhorfendur: 44.137
Dómari: Abdulrahman Al-Jassim, Katar
Gvardiol 7, Oršić 42 Dari 9

Úrslitaleikur

[breyta | breyta frumkóða]
18. desember
Argentína 3-3 (4-2 e.vítake.) Frakkland Lusail Stadium, Lusail
Áhorfendur: 88.966
Dómari: Szymon Marciniak, Póllandi
Messi 23 (vítasp.), 108, Di María 36 Mbappé 80 (vítasp.), 81, 118 (vítasp.)

Markahæstir

[breyta | breyta frumkóða]

Bestu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]
  • Gullboltinn: Lionel Messi
  • Silfurboltinn: Kylian Mbappé
  • Bronsboltinn: Luka Modric

Gullhanskinn

[breyta | breyta frumkóða]
  • Emiliano Martínez

Besti ungi leikmaður

[breyta | breyta frumkóða]
  • Enzo Fernández

FIFA Fair Play-verðlaunin

[breyta | breyta frumkóða]
  • England

Deilur og álitamál

[breyta | breyta frumkóða]

Sjaldan eða aldrei í sögu heimsmeistarakeppninnar hafa komið upp jafnmörg deiluefni og í tengslum við HM í Katar. Þær hófust nánast um leið og tilkynnt var um valið á gestgjöfunum og héldu áfram meðan á undirbúningstímabilinu stóð. Hluti álitaefnanna tengdist mannréttindamálum í landinu, en einnig mál sem tengdust mótshaldinu sjálfu eða þróun alþjóðamála.

Hitastig og leiktími

[breyta | breyta frumkóða]

Um leið og staðarval HM 2022 lá fyrir vöknuðu spurningar um hvort unnt yrði að halda mótið á sínum hefðbundna tíma á sumrin. Hitinn í Katar er oft um fimmtíu gráður að sumarlagi og bentu sérfræðingar á að slíkt hlyti að koma niður á gæðum knattspyrnunnar og gæti jafnvel stefnt heilsu leikmanna í hættu. Skipuleggjendur gerðu í fyrstu lítið úr þessum áhyggjum, þar sem fullkominni tækni yrði beitt til þess að loftkæla leikvanganna meðan á keppni stæði. Með tímanum jukust þó efasemdir um að slíkar lausnir yrðu framkvæmanlegar og á árinu 2013 ákvað FIFA að láta kanna kosti þess að halda mótið að vetrarlagi.

Hugmyndir um að halda mótið í janúar og febrúar 2022 voru slegnar út af borðinu vegna árekstra við vetrarólympíuleikana. Niðurstaðan varð því sú að seinka keppninni fram í nóvember og desember. Sú ákvörðun var þó fjarri því umdeild. Ýmsir innan FIFA höfðu efasemdir um að efna til stórmóts svo nærri jólum og stjórnendur stærstu knattspyrnudeilda Evrópu voru ósáttir við að keppt yrði á miðju keppnistímabili þeirra. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir var tilkynnt í lok febrúar 2015 að mótið í Katar yrði haldið um vetur. Jafnframt var ákveðið að Afríkukeppnin 2023 yrði haldin í júní en ekki í janúarmánuði eins og vant er, til að lengra yrði á milli stórmóta.

Svimandi kostnaður

[breyta | breyta frumkóða]

Hæstu áætlanir um kostnað Katar af HM 2022 hljóðuðu upp á 220 milljarða Bandaríkjadala. En það er til samanburðar sextugföld sú fjárhæð sem Suður-Afríka varði til að halda HM 2010. Stærstur hluti fjárhæðarinnar var ætlaður í byggingu leikvanga og samgöngumannvirkja, sem og til að reisa frá grunni borgina Lusail, umhverfis aðalleikvang mótsins. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þá gegndarlausu sóun sem mótshald af þessu tagi útheimtir og kallað eftir því að fjármununum væri varið til brýnni verkefna. Stjórnvöld í Katar hafa þó alla tíð haldið því fram að heimsmeistaramótið muni til lengri tíma litið reynast góð fjárfesting vegna landkynningar og til að byggja upp ferðamannaiðnað.

Þegar á árinu 2013 þurfti Katar að ganga til samninga við FIFA um að sætta sig við færri leikvanga en upphaflega var áætlað. Þannig urðu knattspyrnuvellirnir átta talsins en ekki tólf eins og áður var ætlað. Í tengslum við umræðu um fjölda leikvanga var rætt um möguleikann á því að hluti mótsins yrði haldinn í grannríkjum Katar, en að lokum var horfið frá öllum slíkum áformum.

Áfengisneysla

[breyta | breyta frumkóða]

Neysla áfengra drykkja hefur löngum verið stór hluti af upplifun knattspyrnuáhugamanna á stórmótum. Neysla áfengis er óheimil í Katar þar sem sjaríalög eru við lýði. Yfirvöld í landinu tilkynntu þó að undanþágur yrðu veittar fyrir erlenda ferðamenn meðan á mótinu stendur og sérstök stuðningsmannasvæði sett upp þar sem áfengi yrði í boði.

Þátttaka Ísraelsmanna

[breyta | breyta frumkóða]

Ekkert stjórnmálasamband er á milli Katar og Ísraels. Vöknuðu því spurningar um hvort ísraelskum knattspyrnumönnum yrði heimilað að koma til landsins. Stjórnendur undirbúningsnefndarinnar lýstu því þegar yfir að Ísraelsmenn fengju að taka þátt ef til þess kæmi. Ekki reyndi þó á slíkar undanþágur þar sem liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina.

Réttindi hinseginfólks

[breyta | breyta frumkóða]

Í Katar er samkynhneigð ólögleg og eru ströng viðurlög við slíkum brotum. Baráttusamtök hinseginfólks víða um lönd hafa harðlega gagnrýnt stjórnvöld í Katar fyrir afstöðu sína og lýsti ástralski knattspyrnumaðurinn Josh Cavallo því yfir að hann myndi ekki þora til Katar þótt tækifærið byðist vegna löggjafarinnar, en Cavallo er einn örfárra atvinnuknattspyrnukarla sem komið hafa út úr skápnum. Í kjölfarið lýstu mótstjórar því yfir að Cavallo væri velkominn til landsins. Árið 2020 var einnig staðfest að heimilt yrði að veifa hinseginfánanum, einkennistákni hinseginfólks á meðan á leikjum keppninnar stæði.

Rússlandi vikið úr keppni

[breyta | breyta frumkóða]

Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 olli hörðum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. Rússar voru komnir í fjögurra liða umspil um eitt laust sæti á HM í Katar. Þegar í blábyrjun stríðsins lýstu mögulegir mótherjar þeirra í umspilinu því yfir að ekki kæmi til greina að leika við rússneska liðið. Fyrstu viðbrögð FIFA, þann 27. febrúar, voru að tilkynna að Rússum yrði gert að keppa undir merkjum knattspyrnusambands síns en ekki sem fulltrúar Rússlands eða undir þjóðfána sínum og á hlutlausum völlum. Þessi viðbrögð náðu ekki að slá á óánægjuraddir og daginn eftir var tilkynnt að Rússar hefðu verið settir í keppnisbann á öllum mótum FIFA.