Fara í innihald

Neymar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Neymar
Mynd af Neymari að spila fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu.
Mynd af Neymari að spila fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu.
Upplýsingar
Fullt nafn Neymar da Silva Santos Júnior
Fæðingardagur 5. febrúar 1992 (1992-02-05) (32 ára)
Fæðingarstaður    Mogi das Cruzes, Brasilía
Hæð 1,75 m
Leikstaða Sóknarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Al Hilal
Númer 10
Yngriflokkaferill
1999–2003
2003–2009
Portuguesa Santista
Santos
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2009-2013 Santos FC 177 (107)
2013–2017 FC Barcelona 123 (68)
2017-2023 Paris Saint-Germain 112 (82)
2023- Al Hilal 3 (0)
Landsliðsferill2
2009
2011
2010-
Brasilía U-17
Brasilía U-20
Brasilía
3 (1)
7 (9)
125 (79)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært ágúst 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
sept 2023.

Neymar da Silva Santos Júnior (fæddur 5. febrúar 1992) er brasilískur knattspyrnumaður sem leikur stöðu sóknarmanns fyrir sádíska Al Hilal og brasilíska landsliðið. Neymar hefur einnig spilað fyrir brasilíska liðið Santos, spænska liðið FC Barcelona og parísarliðið Paris Saint-Germain. Hann er þekktur fyrir að vera afkastamikill markaskorari og lipur knattreki. Hann er almennt talinn vera einn besti knattspyrnumaður heims og besti brasilíski leikmaður sinnar kynslóðar.

Þegar Neymar var nítján ára vann hann verðlaun sem besti suður-ameríski leikmaðurinn árið 2011, eftir að hafa lent í 3. sæti árið 2010. Neymar var tilnefndur til FIFA-gullknattarins, þar sem hann lenti í 10. sæti, og FIFA Puskás-verðlaunanna sem hann vann. Honum hefur verið líkt við samlanda sinn Pelé, brasilíska knattspyrnugoðsögn, en árið 2023 sló Neymar markamet Pelé fyrir landsliðið með 79 landsliðsmörk, tveimur meira en Pelé.[1] Hann varð einnig dýrasti knattspyrnumaður allra tíma árið 2017 þegar Paris Saint-Germain keypti hann fyrir 222 milljónir evra.[2]

Félagslið

[breyta | breyta frumkóða]
Neymar æfir fyrir úrslitaleik Suður-Ameríkukeppni meistaraliða árið 2011 gegn Peñarol.

Neymar byrjaði í fótbolta á unga aldri og brasilíska liðið Santos fljótlega sá hann og bauð honum samning árið 2003 við félagið þar sem hann var tekinn inn í knattspyrnuakademíu þess, brasilískir leikmenn svo sem Coutinho, Clodoaldo, Diego, Elano og Alex hafa komið upp í gegnum knattspyrnuakademíu félagsins. Einnig hafa leikmenn svo sem Pepe, Pelé og Robinho byrjað feril sinn hjá Santos. Neymar spilaði fyrsta leik sinn með aðalliðinu þann 7. mars 2009, þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára gamall. Hann kom af bekknum og spilaði síðustu 30 mínúturnar í 2-1 sigri gegn Oeste. Vikuna eftir skoraði hann fyrsta mark sitt fyrir Santos gegn Mogi Mirim. Á fyrsta tímabilinu sínu skoraði hann 14 mörk í 48 leikjum.

Neymar vann Puskas-verðlaunin árið 2011 þegar hann rak boltann framhjá þremur leikmönnum Flamengo og lék á varnarmenn liðsins áður en hann stýrði boltanum framhjá markverðinum til að skora.[3]

Árið 2012 var hann útnefndur besti suður-ameríski knattspyrnumaður ársins aðeins nítján ára að aldri.[4]

Árið 2013 var seinasta tímabil Neymars þegar spænska stórveldið Barcelona keypti hann. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið.[5] Varaforseti félagsins, Josep Maria Bartomeu, sagði að þeir hefðu keypt hann fyrir 57 milljónir evra. Í janúar 2014 hófu skattayfirvöld á Spáni rannsókn á félagaskiptagjaldi sem Barcelona greiddi fyrir Neymar. Það kom í ljós að Börsungar keyptu hann í rauninni fyrir 86,2 milljónir evra. Í kjölfarið voru Barcelona og Bartomeu ákærðir fyrir skattaundanskot.[6]

2013–14: Fyrsta tímabil á Spáni

[breyta | breyta frumkóða]

Neymar spilaði fyrsta deildarleik sinn með félaginu í opnunarleik þess í spænsku úrvalsdeildinni áramótin 2013–14. Hann kom inn á fyrir Alexis Sánchez á 63. mínútu í 7–0 sigri gegn Levante.[7] Neymar skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið í 7-1 sigri gegn úrvalsliði frá Taílandi í vináttuleik í Bangkok þann 7. ágúst en fyrsta deildarmarkið hans var þann 24. september í 4-1 sigri gegn Real Sociedad.[8][9]

Þann 26. október lék Neymar sinn fyrsta El Clásico-leik. Hann skoraði fyrsta markið og átti stoðsendingu í sigurmarki Börsunga sem Alexis Sánchez skoraði þegar Barcelona vann Real Madrid 2-1 á Nývangi.[10]

2014–15: Þrennan og velgengni

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 13. september 2014, eftir að hafa komið af bekknum, skoraði Neymar fyrstu tvö mörk sín á tímabilinu og hjálpaði Barcelona að vinna Athletic Bilbao 2-0.[11] Þann 27. september skoraði hann þrennu gegn Granada í 6-0 sigri og skoraði í næstu þremur leikjum sínum í deildinni, þar á meðal opnunarmarkið í 1-3 tapi gegn Real Madrid á útivelli.[12][13]

Neymar spilar með Barcelona gegn Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. febrúar 2015. Neymar skoraði fyrir félagið í 3-2 sigri.

Þann 24. janúar 2015 skoraði Neymar tvisvar og lagði upp tvö mörk í 6-0 sigri á Elche. Þann 28. janúar skoraði hann sitt 20. mark á tímabilinu í 3–2 sigri í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins gegn Atlético Madrid.[14] Þann 4. mars skoraði Neymar tvisvar í 3-1 sigri Barcelona gegn Villarreal í undanúrslitaleik bikarsins og kom félaginu í 37. úrslitaleik þess í bikarnum.[15] Þann 21. apríl náði Neymar 30 mörkum á tímabilinu með því að skora tvö mörk í 2-0 sigri Barcelona á Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.[16]

Í maí, lokamánuði tímabilsins, skoraði Neymar síðasta markið í 3-0 sigri gegn Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Viku síðar skoraði hann bæði mörkin í 3-2 tapi í seinni leiknum á útivelli til að tryggja að Börsungar kæmust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.[17] Hann skoraði opnunarmarkið með skalla í 2-0 deildarsigri gegn Real Sociedad, úrslit sem skiluðu Börsungum fjögurra stiga forskoti á Real Madrid þegar aðeins tvær umferðir voru eftir.[18]

Eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn þann 17. maí með 1-0 sigri gegn Atlético Madrid á útivelli vann Barcelona 3-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í úrslitaleik spænska konungsbikarsins þann 30. maí 2015 og skoraði Neymar annað markið fyrir félagið.[19][20] Þar sem sigur Barcelona var líklegur gerði hann brellur á lokamínútum leiksins sem Andoni Iraola, mótherja hans, þótti óíþróttamannslegt. Luis Enrique, þjálfari Barcelona, sagði að það yrði að skilja að svona hegðun væri ásættanleg í Brasilíu, en Neymar sjálfur baðst ekki afsökunar.[21]

Þann 6. júní 2015 skoraði Neymar þriðja markið fyrir Börsunga í 3-1 sigri félagsins gegn ítölsku meisturunum Juventus á Ólympíuleikvanginum í Berlín og tryggði félaginu fimmta Evrópumeistaratitilinn.[22] Þetta gerði Barcelona að fyrsta félagi sögunnar til að vinna þrennuna tvisvar.[23] Hann varð jafnframt áttundi leikmaður sögu knattspyrnu til að vinna bæði Meistaradeildina í Suður-Ameríku og Evrópu og sá fyrsti til að skora í sigri úrslitaleiks í báðum keppnum.[24] Neymar endaði tímabilið með 39 mörk í öllum keppnum og tíu í Meistaradeildinni og var þar með markahæstur ásamt Cristiano Ronaldo og liðsfélaga sínum Lionel Messi í síðarnefndu keppninni.[25] Hann var fyrsti leikmaðurinn fyrir utan þessa tvo til að komast á stigalista keppninnar síðan samlandi hans Kaká á tímabilinu 2006-2007.[26] Sóknarþríeykið Messi, Luis Suárez og Neymar, skammstafað „MSN“, endaði tímabilið með 122 mörk, sem er það mesta á tímabili fyrir sóknarþríeyki í sögu spænskrar knattspyrnu.[27]

2015–16: Tvennan heima

[breyta | breyta frumkóða]

Neymar greindist með hettusótt og var búist við að hann myndi missa af Ofurbikar Evrópu árið 2015 og Ofurbikar Spánar sama ár.[28] Þann 17. október skoraði Neymar fjögur mörk í 5-2 heimasigri Börsunga gegn Rayo Vallecano í deildinni, sem þýddi að hann hafði skorað samtals átta mörk á tímabilinu og var orðinn markahæstur í deildinni.[29] Þann 21. nóvember skoraði Neymar eitt og gaf stoðsendingu á Andrés Iniesta með hælnum í 4-0 útisigri gegn Real Madrid.[30] Hann skoraði tvisvar í 4-0 heimasigri gegn Real Sociedad þann 28. nóvember og náði því samtals 14 mörkum í 12 leikjum í deildinni.[31][32] Þann 30. nóvember var Neymar tilnefndur til FIFA-gullknattarins ásamt Messi og Ronaldo og lenti í þriðja sæti.[33] Þann 22. maí 2016 skoraði Neymar seint í 2-0 framlengingu Barcelona gegn Sevilla í úrslitaleik spænska konungsbikarkeppninnar árið 2016 á Vicente Calderón, þar sem félagið fagnaði tvennunni heima annað tímabil í röð, eftir þrennuna á seinasta tímabili.[34][35] Sóknarþríeykið Messi, Suárez og Neymar endaði tímabilið með 131 mark og sló þar með metið sem það hafði sett árið áður fyrir flest mörk af sóknarþríeyki á einu tímabili.[36]

2015–16: Síðasta tímabilið

[breyta | breyta frumkóða]

Í 6–1 sigri Barcelona gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar vann Neymar kraftaverk í endurkomu Börsunga, með því að skora tvö mörk og leggja upp mark Sergi Roberto á lokamínútunum, þar af var hann útnefndur maður leiksins.[37] Eftir að hafa unnið gegn Parísarliðinu í 4–0 tapi í fyrri leik liðanna þann 14. febrúar 2017 varð þessi leikur stærsta endurkoma í sögu Meistaradeildarinnar.[37][38]

Þann 2. apríl skoraði Neymar sitt hundraðasta mark fyrir Barcelona í 177. leik sínum fyrir félagið og skoraði í 4-1 sigri gegn Grenada.[39] Þann 27. maí skoraði Neymar í úrslitaleik spænska konungsbikarsins árið 2017, 105. mark hans fyrir félagið, þegar Barcelona sigraði Alavés 3-1 á Vicente Calderón í Madríd.[40]

Löngun til að fara frá Barcelona

[breyta | breyta frumkóða]

Neymar lýsti yfir löngun sinni til að fara frá Barcelona í júní 2017 í brúðkaupsveislu Messi, Xavi greindi frá því.[41] Í júlí höfðu fjölmiðlar vangaveltur um för hans frá Barcelona til Parísar SG, hann langaði að stíga út úr skugga hans Messi og verða afburðamaður í sínu liði.[42][43] Þrátt fyrir seinlæti Barcelona fékk Neymar að fara þann 2. ágúst 2017.[44]

Neymar gekk til liðs við Paris Saint-Germain í ágúst 2017 fyrir metfé, 222 milljónir evra.[45] Hann varð dýrasti leikmaður knattspyrnumaður allra tíma.[45] Þrátt fyrir fjárhagslega og lögmæta skandala náði Neymar miklum árangri með félaginu með því að vinna margoft frönsku úrvalsdeildina og komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.[46][47] Neymar var plagaður af meiðslum hjá félaginu.[48] Neymar fór frá félaginu í ágúst 2023.[47] Orðrómur um endurkomu til Barcelona gekk en átti sér aldrei stað og önnur stórveldi forðuðust að kaupa Neymar.[49]

Þann 15. ágúst 2023 gekk Neymar til liðs við Al Hilal í Sádi-Arabíu í tvö ár fyrir 90 milljónir evra.[47]

Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir brasilíska landsliðið í ágúst 2010 þegar hann var 18 ára. Hann varð lykilmaður og einn hæfileikaríkasti í liðinu.

Neymar forðast tæklingu gegn Mexíkó á HM 2014.

Neymar gegndi lykilhlutverki í árangri Brasilíu á HM. Í fjórðungsúrslitum keppninnar gegn Kólumbíu slasaðist hann illa þegar mótherji hans, Juan Camilo Zúñiga, braut á honum.[50] Neymar fékk þungt högg á bakið og var borinn af velli á börum.[51] Hann missti af undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi sem Brasilía tapaði 7-1.[52]

Ólympíugull í knattspyrnu 2016

[breyta | breyta frumkóða]
Neymar að skora sigurmarkið fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni gegn Þýskalandi í úrslitaleik Ólympíuleikanna í knattspyrnu.

Neymar gegndi lykilhlutverki í að vinna Brasilíu sitt fyrsta Ólympíugull í knattspyrnu. Úrslitaleiknum á móti Þýskalandi lauk með 1-1 jafntefli en Brasilía vann 5-4 í vítaspyrnukeppni. Neymar skoraði fyrsta mark leiksins með skoti beint úr aukaspyrnu og skoraði síðan úr síðustu vítaspyrnunni í vítaspyrnukeppninni.[53]

Neymar fagnar marki gegn Kosta Ríka á HM 2018.

Í maí 2018 var Neymar valinn í HM-hóp Brasilíu 2018.[54] Eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla kom hann aftur þann 3. júní 2018 og skoraði mark í 2-0 sigri í vináttuleik gegn Króatíu.[55] Stuttu síðar varð hann þriðji markahæsti leikmaður Brasilíu og skoraði sitt 55. landsleiksmark í 3-0 sigri í vináttuleik gegn Austurríki.[56] Í öðrum leik Brasilíu á HM, gegn Kosta Ríka, skoraði Neymar annað mark liðsins í uppbótartíma og tryggði 2-0 sigur og 56. landsleiksmark sitt.[57] Hann hélt áfram góðri frammistöðu sinni í 16-liða úrslitum gegn Mexíkó þar sem hann skoraði mark og lagði upp annað í 2-0 sigri.[58] Þrátt fyrir góða frammistöðu sína var Neymar gagnrýndur fyrir leikaraskap og hegðun.[59] Brasilía tapaði 2-1 fyrir Belgíu í 8-liða úrslitum þann 6. júlí 2018 þar sem markvörður Belga, Thibaut Courtois, varði skot Neymars í horn, til að jafna metin, stórkostlega.[60]

Neymar sagði í samtali að Ísland myndi koma mest á óvart á heimsmeistaramótinu.[61]

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2019

[breyta | breyta frumkóða]

Í maí 2019 var Neymar valinn í 23 manna hóp Brasilíu fyrir Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2019 í heimalandi sínu en missti af henni vegna meiðsla í 2-0 sigri gegn Katar í vináttulandsleik.[62] Brasilíumenn urðu meistarar þrátt fyrir að leika án Neymars.[63]

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2021

[breyta | breyta frumkóða]

Í Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2021 stóð Neymar sig frábærlega fyrir Brasilíu. Hann skoraði í opnunarleiknum gegn Venesúela og lagði upp annað mark í 3-0 sigri.[64] Í næstu leikjum hélt hann áfram frábærri frammistöðu sinni þar sem hann skoraði gegn Perú og lagði upp mikilvæg mörk gegn Kólumbíu og Síle í 8-liða úrslitum.[65] Þrátt fyrir tilraunir Neymars tapaði Brasilía 1-0 fyrir Argentínu í úrslitaleiknum.[66] Hins vegar var hann valinn leikmaður keppninnar ásamt Lionel Messi fyrir framúrskarandi frammistöðu í keppninni.[67]

Á HM 2022 skoraði Neymar í fyrsta leik sínum gegn Serbíu og í 4-1 sigri gegn Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum.[68][69] Þrátt fyrir stórkostlegt mark Neymars tapaði Brasilía gegn Króatíu í víta­spyrnu­keppni.[70]

Undan­keppni Suður-Am­er­íku fyr­ir HM 2026

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 18. október 2023 sleit Neymar krossband í leik Brasilíu og Úrúgvæ og fór grátandi af velli.[71]

Neymar á mjög náið samband við systur sína Rafaellu Beckran og heiðraði hana með því að húðflúra andlit hennar á handlegginn, en Beckran húðflúraði augu bróður síns á handlegg hennar.[72]

Neymar er kristinn og aðhyllist mótmælendatrú.[73][74] Hann hefur endrum og sinnum borið höfuðband með orðunum „100% Jesús“ og sagt opinskátt frá trú sinni.[53] Neymar hefur að sögn einnig borgað kirkju sinni tíu prósent af tekjum sínum og hefur nefnt Kaká sem fyrirmynd hans trúarlega.[75] Á hverju ári skipuleggur Neymar góðgerðarleik með brasilíska knattspyrnumanninum Nenê í heimabæ hans, Jundiaí, í þeim tilgangi að útvega mat fyrir fjölskyldur sem þurfa á að halda.[76] Auk móðurmáls hans, portúgölsku, talar Neymar einnig spænsku.[77]

Í júlí 2019 tilkynnti lögreglan að rannsókn á nauðgun gegn Neymar yrði felld niður vegna ófullnægjandi sönnunargagna.[78] Þann 2. september 2020 bárust fréttir um að Neymar ásamt liðsfélögum hans, Ángel Di María og Leandro Paredes, greindust með COVID-19. Franska íþróttablaðið L'Équipe sagði að leikmennirnir þrír höfðu fengið leyfi tímabundið á Ibiza. Vegna þess þurftu aðrir leikmenn og starfsfólk að fara í COVID-próf sömu viku.[79][80]

Í leik Paris Saint-Germain og Marseille tilkynnti Neymar um að hafa orðið fyr­ir barðinu á kynþátt­aníði af hendi Álvaro González eftir að hafa verið rekinn af velli fyrir að slá hann á hnakkann.[81] Í kjölfarið tjáði Neymar sig frekar á samfélagsmiðlum þar sem spænski varnarmaðurinn neitaði því að hafa verið haldinn kynþáttafordómum á meðan leiknum stóð.[82] Þann 16. september var Neymar settur í tveggja leikja bann fyrir hegðun sína.[83] Franska deildin hóf einnig rannsókn á meintum kynþáttafordómum Álvaro. Nokkrum dögum fyrir ákvörðun frönsku deildarinnar fullyrti spænska útvarpsstöðin Cadena SER að hún ætti upptökur af Neymar að beita Hiroki Sakai, leikmann OM, kynþáttaníði.[84] Þann 30. september ákvað franska deildin að bæði Álvaro og Neymar yrðu ekki settir í bann þar sem sönnun fyrir hegðun þeirra væri ófullnægjandi. Daginn eftir ákvörðunina neitaði Sakai á samfélagsmiðlum að Neymar hefði beitt sig kynþáttaníði.[84]

Neymar kaus Jair Bolsonaro, þáverandi forseta Brasilíu, í brasilísku þingkosningunum árið 2022.[85]

Titlar og verðlaun

[breyta | breyta frumkóða]

Santos

  • Brasilíska bikarkeppnin: 2010
  • Sao Paulo-keppnin: 2010, 2011, 2012
  • Suður-Ameríkukeppni meistaraliða: 2011
  • Suður-Ameríkukeppni bikarhafa: 2012

Barcelona

  • Spænska úrvalsdeildin: 2014–15, 2015–16
  • Spænski konungsbikarinn: 2014–15, 2015–16, 2016–17
  • Spænski ofurbikarinn: 2013
  • Meistaradeildin: 2014–15
  • HM félagsliða: 2015

Paris Saint-Germain

  • Franska úrvalsdeildin: 2017–18, 2018–19, 2019–20, 2021–22, 2022–23
  • Franski bikarinn: 2017–18, 2019–20, 2020–21; öðru sæti: 2018–19
  • Franski deildabikarinn: 2017–18, 2019–20
  • Franski ofurbikarinn: 2018, 2020, 2022
  • Meistaradeildin: öðru sæti: 2019–20

Landslið Brasilíu

  • Sambandsbikar FIFA: 2013
  • Öðru sæti í Suður-Ameríkukeppni karla: 2021

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Neymar markahæstur í sögu Brasilíu“. www.mbl.is. Sótt 18. nóvember 2023.
  2. „PSG sign Neymar for world record £200m“. BBC Sport (bresk enska). Sótt 18. nóvember 2023.
  3. „Markið hans Neymar það flottasta árið 2011“. www.fotbolti.net. Sótt 19. nóvember 2023.
  4. „Neymar bestur í Suður-Ameríku“. www.mbl.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  5. „Neymar orðinn leikmaður Barcelona“. www.ruv.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  6. „Neymar-málið er neyðarlegt - Vísir“. visir.is. 3. nóvember 2014. Sótt 19. nóvember 2023.
  7. „Spánn: Barcelona lék sér að Levante“. fotbolti.net. Sótt 19. nóvember 2023.
  8. Jónsson, Óskar Ófeigur (8. júlí 2013). „Neymar skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  9. „Neymar skoraði í sigri Barcelona“. www.ruv.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  10. „Barcelona lagði Real Madríd“. www.ruv.is. Sótt 20. nóvember 2023.
  11. Ingvarsson, Guðmundur Marinó (13. september 2014). „Neymar og Messi sáu um Athletic Club - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  12. Ingvarsson, Guðmundur Marinó (27. september 2014). „Barcelona fór létt með Granada - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  13. Ingvarsson, Guðmundur Marinó (25. október 2014). „Real Madrid skellti Barcelona - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  14. „Barcelona sló út níu liðsmenn Atlético“. www.mbl.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  15. Sæmundsson, Ingvi Þór (3. apríl 2015). „Barcelona í bikarúrslit | Neymar með tvennu - Vísir“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  16. „Bayern og Barcelona í undanúrslit“. nyr.ruv.is. Sótt 19. nóvember 2023.
  17. „Barcelona áfram þrátt fyrir tap - RÚV.is“. RÚV. Sótt 20. nóvember 2023.
  18. „Barcelona með titilinn í augsýn“. www.ruv.is. Sótt 20. nóvember 2023.
  19. Jónsson, Óskar Ófeigur (18. maí 2015). „Gaman á Römblunni í gærkvöldi | Myndir - Vísir“. visir.is. Sótt 20. nóvember 2023.
  20. „Spánn: Barcelona tók bikarinn - Messi með sýningu“. fotbolti.net. Sótt 20. nóvember 2023.
  21. published, FourFourTwo Staff (31. maí 2015). „Iraola: Neymar 'rainbow' unsporting“. fourfourtwo.com (enska). Sótt 20. nóvember 2023.
  22. „Barcelona vann Meistaradeildina“. www.ruv.is. Sótt 20. nóvember 2023.
  23. Leifsson, Anton Ingi (6. júní 2015). „Barcelona meistari í fimmta sinn | Sjáðu mörkin - Vísir“. visir.is. Sótt 20. nóvember 2023.
  24. „Neymar joins exclusive Libertadores-Champions League club - Goal.com“. web.archive.org. 9. júní 2015. Afritað af uppruna á 9. júní 2015. Sótt 20. nóvember 2023.
  25. „AFP.com“. web.archive.org. 10. júní 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2015. Sótt 20. nóvember 2023.
  26. UEFA.com (6. júní 2015). „Neymar, Messi and Ronaldo top scoring charts | UEFA Champions League“. UEFA.com (enska). Sótt 20. nóvember 2023.
  27. „Enrique segir MSN vera bestu sóknarlínu frá upphafi“. fotbolti.net. Sótt 20. nóvember 2023.
  28. „Neymar með hettusótt“. www.mbl.is. Sótt 21. nóvember 2023.
  29. Sæmundsson, Ingvi Þór (17. október 2015). „Neymar með flugeldasýningu í sigri Barcelona - Vísir“. visir.is. Sótt 21. nóvember 2023.
  30. Pálsson, Stefán Árni (21. nóvember 2015). „Barcelona slátraði Real Madrid á Bernabéu - Vísir“. visir.is. Sótt 23. nóvember 2023.
  31. Leifsson, Anton Ingi (28. nóvember 2015). „Öruggt hjá Barcelona | Sjáðu frábært mark Suarez - Vísir“. visir.is. Sótt 23. nóvember 2023.
  32. „Barcelona 4-0 Real Sociedad“. BBC Sport (bresk enska). Sótt 23. nóvember 2023.
  33. „Nominees for the FIFA Ballon d'Or 2015 awards revealed - FIFA.com“. web.archive.org. 2. desember 2015. Afritað af uppruna á 2. desember 2015. Sótt 23. nóvember 2023.
  34. Teitsson, Kristinn Páll (22. maí 2016). „Barcelona varði bikarmeistaratitilinn | Fimmtán spjöld á loft í leiknum - Vísir“. visir.is. Sótt 23. nóvember 2023.
  35. „Barcelona meistari meistaranna“. www.mbl.is. Sótt 23. nóvember 2023.
  36. „Messi og Suárez ræða nýja samninga“. www.mbl.is. Sótt 23. nóvember 2023.
  37. 37,0 37,1 „Fótbolti.net - Meistaradeildin: Rugluð endurkoma Barcelona“. fotbolti.net. Sótt 9. desember 2023.
  38. „Fótbolti.net - Neymar: Uppáhalds minningin er 6-1 sigurinn á PSG“. fotbolti.net. Sótt 9. desember 2023.
  39. Sæmundsson, Ingvi Þór (4. mars 2017). „Þurfti 11 færri leiki en Messi til að ná 100 mörkum fyrir Barcelona - Vísir“. visir.is. Sótt 9. desember 2023.
  40. Sæmundsson, Ingvi Þór (27. maí 2017). „Börsungar kvöddu Enrique með þriðja bikarmeistaratitlinum í röð - Vísir“. visir.is. Sótt 9. desember 2023.
  41. Jónsson, Óskar Ófeigur (20. október 2017). „Neymar færði Messi vondar fréttir í brúðkaupsgjöf - Vísir“. visir.is. Sótt 9. desember 2023.
  42. „Neymar threw away his chance to become a Barcelona great! Saudi Arabia transfer the only option after world-record failure at PSG | Goal.com UK“. www.goal.com (bresk enska). 15. ágúst 2023. Sótt 9. desember 2023.
  43. „Fótbolti.net - Neymar rauk af æfingu hjá Barcelona - Á leið til PSG?“. fotbolti.net. Sótt 9. desember 2023.
  44. Jónsson, Óskar Ófeigur (8. apríl 2017). „Neymar: Ég þurfti nýja áskorun - Vísir“. visir.is. Sótt 9. desember 2023.
  45. 45,0 45,1 Ásgeirsson, Eiríkur Stefán (8. mars 2017). „PSG staðfestir kaupin á Neymar - Vísir“. visir.is. Sótt 9. desember 2023.
  46. „Neymar segir Barcelona skulda sér pening“. www.mbl.is. Sótt 9. desember 2023.
  47. 47,0 47,1 47,2 „Neymar yfirgefur Frakkland“. www.mbl.is. Sótt 9. desember 2023.
  48. Gunnarsson, Henry Birgir (6. júní 2019). „Neymar er alltaf meiddur - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  49. „Fótbolti.net - Neymar aftur til Barcelona?“. fotbolti.net. Sótt 9. desember 2023.
  50. Jónsson, Óskar Ófeigur (7. apríl 2014). „Neymar upp á spítala? - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  51. „Neymar hélt að hann væri lamaður - Vísir“. visir.is. 7. júlí 2014. Sótt 1. janúar 2024.
  52. Ásgeirsson, Eiríkur Stefán (7. september 2014). „Endurhæfing Neymar gengur vel - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  53. 53,0 53,1 Jónsson, Óskar Ófeigur (21. ágúst 2016). „Neymar: Hundrað prósent Jesús að þakka | Myndir - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  54. Leifsson, Anton Ingi (14. maí 2018). „Meiddur Neymar í HM-hóp Brasilíu - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  55. Eggertsdóttir, Ástrós Ýr (6. mars 2018). „Neymar fagnaði endurkomunni með marki - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  56. „Brasilía hitaði upp með þremur mörkum“. www.mbl.is. Sótt 1. janúar 2024.
  57. „Brasilía kláraði Kosta Ríku í uppbótartíma“. www.ruv.is. Sótt 1. janúar 2024.
  58. „Brasilía komin áfram“. www.mbl.is. Sótt 1. janúar 2024.
  59. Eggertsdóttir, Ástrós Ýr (7. mars 2018). „Þjálfari Mexíkó brjálaður yfir „trúðalátum" Neymar: „Skömm fyrir fótboltann" - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  60. „Belgía í undanúrslit - Brasilía á leið heim - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1. janúar 2024.
  61. „Neymar sagði að Ísland myndi koma á óvart - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1. janúar 2024.
  62. „Neymar enn og aftur meiddur - Missir af Copa America“. fotbolti.net. Sótt 1. janúar 2024.
  63. Leifsson, Anton Ingi (7. júlí 2019). „Tólf ára bið Brasilíu á enda: Mark, stoðsending og rautt spjald hjá Gabriel Jesus - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  64. „Copa America: Venesúela barðist hetjulega gegn Brasilíu“. www.fotbolti.net. Sótt 1. janúar 2024.
  65. Jónsson, Óskar Ófeigur (18. júní 2021). „Neymar nálgast Pele - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  66. Þórhallsson, Runólfur Trausti (7. nóvember 2021). „Loksins vann Messi titil með Argentínu - Vísir“. visir.is. Sótt 1. janúar 2024.
  67. „Leo Messi named player of tournament in Copa América“. www.fcbarcelona.com (enska). Sótt 1. janúar 2024.
  68. „Brasilía er komið áfram í 16-liða úrslit á HM - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1. janúar 2024.
  69. „HM 2023 - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1. janúar 2024.
  70. „Króatía í undanúrslit á kostnað Brasilíu“. www.mbl.is. Sótt 1. janúar 2024.
  71. „Neymar með slitið krossband“. www.mbl.is. Sótt 18. nóvember 2023.
  72. „Neymar reveals new tattoo of his sister's face on his arm“. The Independent (enska). 25. júní 2015. Sótt 1. janúar 2024.
  73. „Neymar's Religion Helps Ease Burden Amid Concern of Divisiveness“. Bloomberg.com (enska). 14. maí 2014. Sótt 31. janúar 2024.
  74. „Neymar vitnaði í biblíuna - „Hjarta mannsins velur leið hans en drottinn stýrir skrefum hans" - Fótbolti.net“. fotbolti.net. Sótt 23. desember 2023.
  75. Barcelona : Neymar regularly offers 10% of his earnings to the Church!
  76. Nenê défie Neymar!
  77. Neymar Jr - Exclusive Interview, sótt 23. desember 2023
  78. „Neymar rape case dropped over lack of evidence“ (bresk enska). 30. júlí 2019. Sótt 23. desember 2023.
  79. 161385360554578 (16. september 2020). „Neymar given ban as Ligue 1 release full set of sanctions from shocking brawl“. talkSPORT (bresk enska). Sótt 23. desember 2023.
  80. „Neymar tests positive for COVID-19 - sources“. ESPN.com (enska). 2. september 2020. Sótt 23. desember 2023.
  81. Jónsson, Óskar Ófeigur (14. september 2020). „Neymar segist hafa verið kallaður „andskotans api" - Vísir“. visir.is. Sótt 23. desember 2023.
  82. „PSG styður Neymar í rasismaásökun - RÚV.is“. RÚV. Sótt 23. desember 2023.
  83. „Fimm í leikbann eftir slagsmálin í París - Kurzawa fær þyngstu refsinguna - Fótbolti.net“. fotbolti.net. Sótt 23. desember 2023.
  84. 84,0 84,1 „Marseille's Sakai denies Neymar made racist remark | Goal.com“. www.goal.com (enska). 2. október 2020. Sótt 23. desember 2023.
  85. Brazilian soccer star Neymar backs Bolsonaro ahead of Sunday vote