Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu
Gælunafn | "Persnesku Stjörnurnar (ستارگان پارسی)" | ||
---|---|---|---|
Íþróttasamband | (FFIRI)Knattspyrnusamband Írans | ||
Álfusamband | AFC | ||
Þjálfari | Dragan Skočić | ||
Fyrirliði | Masoud Shojaei | ||
FIFA sæti Hæst Lægst | 24 (6. apríl 2023) 15 (ágúst 2005) 77 (desember 1959) | ||
| |||
Fyrsti landsleikur | |||
0-0 gegn Afganistan, Kabúl Afganistan 25. ágúst, 1941) | |||
Stærsti sigur | |||
19–0 gegn Gvam ( (Tabriz,Íran; 24.nóvember 2000) | |||
Mesta tap | |||
6–1 gegn Tyrklandi (Istanbúl Tyrklandi 18.maí 1950) | |||
Heimsmeistaramót | |||
Keppnir | 5 (fyrst árið 1978) | ||
Besti árangur | 1.umferð | ||
Asíubikarinn | |||
Keppnir | 14 (fyrst árið 1968) | ||
Besti árangur | Meistarar (1968,1972,1976) |
Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu er er fulltrúi Írans í knattspyrnu. Liðið hefur einungis tekið þátt á sex heimsmeistaramótum, þeir hafa þrisvarsinnum orðið asíumeistarar(þ.e árin 1968,1972 og 1976), þeir náðu einusinni í undanúrslit á ólympíuleikunum 1976 í Montreal í Kanada.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Knattspyrna barst til Írans með Bretum um aldamótin 1900. Breskir starfsmenn alþjóðlegra fyrirtækja í landinu æfðu og kepptu í fótbolta og íranskir starfsbræður þeirra fylgdu í kjölfarið, þótt ýmsir heimamenn teldu slíka iðju ósiðlega og dæmi um slæm erlend áhrif. Knattspyrnusamband var stofnað árið 1907, en aðildarfélög þess samanstóðu að langmestu leyti af útlendingum. Fyrsti óopinberi landsleikur Írans var markalaust jafntefli gegn liði Afganistan í Kabúl árið 1941. Fyrsti formlega viðurkenndi leikurinn var þó ekki fyrr en árið 1950, þar sem Tyrkir unnu stórsigur.
Bestir í Asíu
[breyta | breyta frumkóða]Íranir létu lítið til sín taka á alþjóðasviðinu þar til undir lok sjöunda áratugarins. Landið tók ekki þátt í forkeppnum HM og ýmist dró sig úr keppni í forkeppnum Asíumótsins eða mistókst að komast í úrslitakeppnina. Liðið komst á ÓL í Tókíó 1964 en hafnaði í neðsta sæti síns riðils með eitt jafntefli og tvö töp. Átta árum síðar, á ÓL í München stóðu Íranir sig litlu betur, töpuðu stórt í tveimur fyrstu leikjum sínum en unnu svo óvæntan sigur á Brasilíu í lokaleiknum. Íran komst í þriðja og síðasta sinn Ólympíuleikana í Montreal 1976. Þar dugði sigur á Kúbverjum til að tryggja sæti í fjórðungsúrslitum þar sem liðið veitti sterku sovésku liði harða keppni.
Íranir kepptu í fyrsta sinn í úrslitum Asíukeppninnar árið 1968, þá á heimavelli. Fimm lönd tóku þátt í úrslitunum og léku þau öll í einum riðli. Íranir unnu alla leikina fjóra og voru orðnir meistarar fyrir lokaleikinn gegn Ísrael. Fjórum árum síðar var keppt í Taílandi og aftur fögnuðu Íranir sigri, að þessu sinni eftir framlengdan úrslitaleik gegn Suður-Kóreu. Íran vann Asíumótið þriðja skiptið í röð árið 1976, aftur á heimavelli. Þetta eru hins vegar einu sigrar Írans í sögu keppninnar, en landið hefur sex sinnum fallið úr leik í undanúrslitum.
Íran tók í fyrsta sinn þátt í forkeppni HM fyrir keppnina í Vestur-Þýskalandi 1974, en téll úr leik gegn Áströlum. Betur tókst til fjórum árum síðar þar sem Íran tapaði ekki leik í forkeppninni og var fulltrúi Asíu á HM 1978 í Argentínu. Þar dróst liðið í riðil með Perú, silfurliði Hollendinga og Skotum. Leikirnir gegn tveimur fyrrnefndu löndunum töpuðust báðir með þriggja marka mun. Hins vegar kom Íran mjög á óvart með því að ná jafntefli gegn skoska liðinu. Það reyndist Skotum dýrkeypt og komust þeir ekki upp úr riðlakeppninni þrátt fyrir að hafa gert sér góðar vonir um sjálfan heimsmeistaratitilinn.
Eftirmáli byltingarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Íranska byltingin átti sér stað á árinu 1978-9 og lauk með stofnun íslamsks lýðveldis. Klerkastjórnin var tortryggin í garð knattspyrnu og leit á hana sem óþjóðlegt, vestrænt fyrirbæri. Mannskætt Stríð Íraks og Írans frá 1980 til 1988 varð sömuleiðis til þess að veikja stoðir fótboltaíþróttarinnar í landinu. Íranir tóku ekki þátt í forkeppni HM 1982 og 1986, í seinna skiptið til að mótmæla þeirri ákvörðun FIFA að liðið fengi ekki að leika heimaleikina í Íran.
Í forkeppni HM 1990 mistókst Íran að komast upp úr forriðlum Asíukeppninnar en fjórum árum síðar urðu íranir fimmtu í sex liða úrslitakeppni um tvö laus sæti á HM í Bandaríkjunum. Þótti liðið taka miklum framförum og upp komu efnilegir leikmenn sem síðar áttu eftir að láta ljós sitt skína.
Leikur allra leikja
[breyta | breyta frumkóða]Keppnisliðum var fjölgað um átta á HM 1998 frá fyrri mótum. Það þýddi að Asía átti kost á allt að fjórum sætum. Íran fór fjallabaksleiðina og þurfti að mæta Áströlum í umspili um síðasta lausa sætið í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart eftir 1:1 jafntefli í Teheran, þegar ástralska liðið komst 2:0 yfir á heimavelli í seinni leiknum. Íran náði hins vegar að jafna á síðasta stundarfjórðungnum og komst áfram á útivallarmörkum.
Í úrslitakeppninni lentu Íranir í þungum riðli. Þeir stóðu uppi í hárinu á Júgóslövum í fyrsta leiknum, en töpuðu 1:0. Lokaleikurinn gegn Þjóðverjum endaði með 2:0 tapi og Íran komst ekki upp úr riðlinum. Heima í Íran var liðinu þó fagnað sem hetjum. Ástæðan var miðjuleikurinn gegn erkifjendunum, Bandaríkjamönnum. Deilur ríkjanna á stjórnmálasviðinu höfðu verið hatrammar og langvinnar. Íranir lögðu því ofurkapp á þessa viðureign og fögnuðu 2:1 sigri eins og heimsmeistarar. Athygli vakti að Ali Daei skoraði hvorugt mark Írans í keppninni, en hann var um þessar mundir langfrægasti leikmaður liðsins og gekk sama ár til liðs við stórveldið Bayern München.
Inni og úti
[breyta | breyta frumkóða]Líkt og fyrir HM 1998 þurftu Íranir að fara lengri leiðina til að reyna að tryggja sér sæti á HM í Japan og Suður-Kóreu. Þar sem báðar gestgjafaþjóðirnar fengu keppnisrétt á mótinu var færri sætum til að dreifa fyrir önnur lið frá Asíu. Íran endaði í umspilsleikjum við Íra sem töpuðust 2:1 samanlagt.
Íranir áttu í litlum vandræðum með að tryggja sér sæti á HM í Þýskalandi árið 2006. Liðið mætti í fyrsta leik Mexíkó, sem talið var í hópi sterkari liða og náði fjórða sæti á heimlista FIFA skömmu fyrir mótið. Íranir jöfnuðu metin, 1:1, en töpuðu að lokum 3:1 eftir harða baráttu. Næsti leikur gegn Portúgal var talinn hreinn úrslitaleikur um mögulegt sæti í næstu umferð. Portúgalska liðið reyndist öflugra og sigraði 2:0. Lokaviðureignin gegn Angóla, sem talið hafði verið lakasta lið riðilsins fyrirfram, lauk með 1:1 jafntefli og Íran endaði á botninum með aðeins eitt stig.