San Juan (Púertó Ríkó)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
San Juan að næturlagi.

San Juan er höfuðborg og stærsta sveitarfélag Púertó Ríkó sem er samveldisland Bandaríkjanna. Árið 2010 var San Juan 46. stærsta borgin innan lögsögu Bandaríkjanna með tæplega 400.000 íbúa. Borgin var stofnuð af spænskum landvinningamönnum árið 1521 sem kölluðu hana Ciudad de Puerto Rico. Eyjan var þá kölluð San Juan Bautista. Með tímanum fékk eyjan nafn borgarinnar en borgin nafn eyjunnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.