Salem (Oregon)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Salem, Oregon.

Salem er höfuðborg Oregonfylkis með um 174.000 íbúa (2019) og er næststærsta borg fylkisins. Á stórborgarsvæðinu búa um 400.000. Hún er í Willamette-dalnum og við samnefnda á. Salem var stofnuð 1842 og varð fylkishöfuðborg Oregon Territory 1851, síðar fylki 1857.