Utah

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kortið sýnir staðsetningu Utah
Kort af Utah.

Utah er eitt af fylkjum Bandaríkjanna. Nafn fylkisins kemur frá Ute ættbálki frumbyggja.

Landsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Utah liggur að Idaho og Wyoming í norðri, Colorado í austri, Arizona í suðri og Nevada í vestri. Utah og New Mexico eru einnig horn í horn í suðaustri frá Utah. Flatarmál Utah er 219.887 ferkílómetrar.

Þrjú landfræðileg svæði eru meginhlutar fylkisins: Klettafjöll, Lægðin mikla (the Great Basin) og Colorado sléttan. Vesturhluti fylkisins er aðallega eyðimörk. Vindur og vatn hafa mótað sandstein og skapað fögur fjöll og gljúfur. Stóra-Saltvatn er stærsta vatn Bandaríkjanna utan Vatnanna miklu og er sérstakt vegna efnasamsetningar sinnar. Hæsti punktur Utah er Kings Peak (4,123 metrar).

Ríkið á 70% lands í Utah. Þjóðgarðar eru fimm: Arches-þjóðgarðurinn, Bryce Canyon-þjóðgarðurinn, Canyonlands-þjóðgarðurinn, Capitol Reef-þjóðgarðurinn og Zion-þjóðgarðurinn. Ferðaþjónusta er stór atvinnugrein og námavinnsla er enn mikilvæg.

Monument valley hefur verið kvikmyndaður í mörgum vestrum.
Colob-gljúfur í Zion National Park.

Samfélag[breyta | breyta frumkóða]

Höfuðborg Utah heitir Salt Lake City og það er einnig stærsta borg fylkisins. Um 3 milljónir manns búa í Utah (2015) og flestir í kringum höfuðborgina á svæði sem heitir Wasatch Front. Í Utah liggur borgin Spanish Fork sem er elsta íslenska samfélagið í Bandaríkjunum.

81.4% íbúanna teljast vera hvítir, 13% latinos/spænskumælandi, 1% svartir og 1% frumbyggjar. Um 62% íbúa Utah teljast til mormónatrúar. Íbúar hneigjast til Repúblikanaflokksins og hafa kosið hann í meirihluta í síðan 1964. Þrátt fyrir að vera íhaldssamt ríki var hjónaband samkynhneigðra leyft árið 2013.

Áfengi og tóbak lúta ströngum reglum í fylkinu og ríkið rekur áfengisbúðir. Fjárhættuspil eru bönnuð og er Utah þar eina fylkið ásamt Hawaii til að banna þau.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Þúsundum ára áður en Evrópubúar komu til svæðisins sem telst til Utah voru þar ættbálkar sem kenndir eru við Pueblo og Fremont. Pueblo frumbyggjar grófu híbýli sín í kletta en Fremont frumbyggjar byggju stráhús. Spánverjar könnuðu suður-Utah á 16 öld og næstu tvær aldir fóru þeir um svæðið en ekki var áhugi fyrir landnámi þar vegna eyðimerkurlandslags. Navajo, Ute, Shoshone og aðrir frumbyggjar fluttust inn á svæðið á 18. öld. Árið 1821 fékk Mexíkó sjálfsstæði frá Spáni og þá varð Utah hluti þess eða af Alta California (Há-Kalifornía). Veiðimenn af evrópskum uppruna sóttu í auknum mæli á svæðið á 19. öld og námavinnsla hófst. Um miðja öldina fluttust mormónar búferlum meðal annars frá Illinois til Utah vegna deilna þar. Salt Lake City stækkaði af þeim völdum. Eftir Mexíkanska-ameríska stríðið náðu Bandaríkin yfirráðum á svæðinu árið 1848 og úr varð Utah territory sem einnig innihélt Nevada og hluta Wyoming og Colorado. Ríkisstjórn Bandaríkjanna átti í átökum við mormóna og frumbyggja á svæðinu. Ríkinu var í nöp við fjölkvæni sem átti sér stað eðal mormóna. Árið 1896 varð Utah 45. fylki Bandaríkjanna.

Á 20. öld bötnuðu samgöngur og varð eyðimerkurlandslag fylkisins vinsælt í vestra-kvikmyndum. Árið 1957 voru fyrstu þjóðgarðar (state parks) stofnaðir. Fólki fjölgaði mjög á 8. áratug aldarinnar. Vetrarólympíuleikarnir 2002 voru haldnir í Salt Lake City.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Utah“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. nóv. 2016.