Saint Paul
Útlit
Saint Paul (stytt sem St. Paul) er höfuðborg og næstfjölmennasta borg Minnesota. Íbúar voru um 303.800 árið 2023.[1] Borgin tengist stærstu borginni Minneapolis og liggur á austurbakka Mississippi-fljóts þar sem það mætir Minnesota-fljóti. Saman kallast þær tvíburaborgirnar; Minneapolis–Saint Paul, og hafa um 3,6 milljónir íbúa samtals. Borgin er nefnd eftir Páli postula.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „QuickFacts – Saint Paul, Minnesota“. United States Census Bureau. Sótt 9. desember 2024.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða] Þessi landafræðigrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.