Fara í innihald

Montana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Montana
Fáni Montana
Opinbert innsigli Montana
Viðurnefni: 
Big Sky Country, The Treasure State
Kjörorð: 
Oro y Plata (spænska: Gull og silfur)
Montana merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Montana í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki8. nóvember 1889; fyrir 134 árum (1889-11-08) (41. fylkið)
HöfuðborgHelena
Stærsta borgBillings
Stærsta sýslaYellowstone
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriGreg Gianforte (R)
 • VarafylkisstjóriKristen Juras (R)
Þingmenn
öldungadeildar
  • Jon Tester (D)
  • Steve Daines (R)
Þingmenn
fulltrúadeildar
  • Ryan Zinke (R)
  • Matt Rosendale (R)
Flatarmál
 • Samtals380.800 km2
 • Land376.980 km2
 • Vatn3.862 km2  (1%)
 • Sæti4. sæti
Stærð
 • Lengd410 km
 • Breidd1.015 km
Hæð yfir sjávarmáli
1.040 m
Hæsti punktur

(Granite Peak)
3.903,5 m
Lægsti punktur

(Kootenay-fljót)
557 m
Mannfjöldi
 (2020)[1]
 • Samtals1.084.225
 • Sæti43. sæti
 • Þéttleiki2,73/km2
  • Sæti48. sæti
Heiti íbúaMontanan
Tungumál
 • Opinbert tungumálEnska
TímabeltiUTC−07:00 (MST)
 • SumartímiUTC−06:00 (MDT)
Póstnúmer
MT
ISO 3166 kóðiUS-MT
StyttingMont.
Breiddargráða44°21'N til 49°N
Lengdargráða104°2'V til 116°3'V
Vefsíðamt.gov
Kort af fylkinu.

Montana er fylki í norðurhluta Bandaríkjanna. Fylkið dregur nafn sitt af spænska orðinu montaña („fjall“).

Landsvæði

[breyta | breyta frumkóða]
Verndarsvæði frumbyggja í fylkinu.
Upphleypt kort af Montana.

Flatarmál Montana er 380.838 ferkílómetrar og er það 4. stærsta fylki Bandaríkjanna. Montana liggur að Kanada í norðri, Norður- og Suður-Dakóta í austri, Wyoming í suðri og Idaho í vestri. Klettafjöll eru í vesturhluta Montana en sléttur spanna 60% fylkisins. Hæsti tindur fjallanna er Granite Peak (3.901 metrar).

Þjóðgarðar í fylkinu eru Glacier National Park og Yellowstone að hluta. Annað verndað svæði er Little Bighorn Battlefield National Monument.

Skógar þekja 25% fylkisins og þar á meðal: stafafura, degli, lerki, greni, elri, ösp og birki. Dýralíf er fjölbreytt. Meðal spendýra eru brúnbjörn, svartbjörn, vapítihjörtur, úlfur og stórhyrningur.

Ríksvaldið á 35% af landsvæði Montana.

Grinnell jökull í Glacier national park.

Um 1.122.867 manns búa í Montana (2022). Höfuðborg fylkisins er Helena, en stærsta borg Montana er Billings. Efnahagurinn er byggður að miklum hluta á landbúnaði; aðallega búfénaði og kornrækt. Aðrar mikilvægar greinar eru olíu- og gasvinnsla, námavinnsla, timburvinnsla og ferðaþónusta. Þjónustugreinar eru einnig mikilvægar.

89,4% íbúa eru hvítir og 6,3% eru af frumbyggjaættum.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Frumbyggjar höfðu búið á svæðinu í árþúsundir áður en Evrópumenn komu. Þar voru ættbálkar Blackfoot-, Cheyenne-, Crow- og Assiniboinefrumbyggja. Evrópskir kaupmenn hófu að versla þar með skinn. Svæðið sem nú er Montana var hluti af landi sem keypt var af Bandaríkjunum af Frakklandi árið 1803 (Lousiana-kaupin). Gull og aðrir eðalmálmar fundust á svæðinu upp úr miðri 19. öld og tugþúsundir streymdu þangað. Þá var svæðið hluti af Oregon-territory, Washington-territory og Idaho-territory. Árið 1864 var hins vegar skapað Montana-territory. Á síðari hluta 19. aldar urðu deilur og átök milli hvítra manna og frumbyggjaættbálka vegna landsvæða og auðlinda. Vísundur sem taldi milljónir áður var nær útrýmt. Árið 1882 var lokið við að leggja lestarteina til Kyrrahafsstrandarinnar (Northern Pacific Railroad).

Bandaríska þingið samþykkti Montana sem fylki árið 1889 og varð það þá 41. fylkið. Fólk kom annars staðar að og reyndi fyrir sér í landbúnaði en það gat reynst þeim erfitt m.a. vegna þurrara veðurfars en það var vant og varð fjöldi gjaldþrota. Sveitabýli urðu færri en stærri.

Þegar fyrri heimsstyrjöld braust út kaus þingkonan, Jeannette Rankin frá Montana, á móti stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna. Hún var gagnrýnd í Montana þar sem stuðningur við stríð var mikill. Um 40.000 íbúar fylkisins voru kallaðir í herinn eða buðu sig fram en það var 10% af íbúum Montana á þeim tíma. Líklegt þykir að fjöldi þeirra sem áttu að gegna herskyldu hafi verið misreiknaður. Efnahagur í fylkinu vænkaðist í stríðinu þar sem eftirspurn eftir málmi og fleiru var mikill.

Í síðari heimsstyrjöld voru íbúar Montana einnig með hæst hlutfall manna í hernum en margir ungir menn leituðu þar tækifæra eftir kreppuna miklu og aftur kaus þingmaðurinn Jeannette Rankin gegn stríðsyfirlýsingu í andstöðu við almenningsálitið. Í Kalda stríðinu var Malmstrom-herstöðin í Montana með eldflaugar reiðubúnar ef til átaka kæmi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Historical Population Change Data (1910–2020)“. Census.gov. United States Census Bureau. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2021. Sótt 1. maí 2021.

Fyrirmynd greinarinnar var „Montana“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. september 2016.

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.