Fara í innihald

Tallahassee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tallahassee.

Tallahassee er höfuðborg Flórída í Bandaríkjunum. Íbúar voru rúmlega 191.000 árið 2017 en á stórborgarsvæðinu eru meira en 380.000. Nafn borgarinnar kemur úr máli Muskogen-frumbyggja.

Tallahassee var miðstöð bómullarframleiðlu og þrælasölu í Flórída. Í bandaríska borgarastríðinu var borgin sú eina austur af Mississippifljóti sem sambandssinnar náðu ekki valdi yfir.

Florida State University er helsta menntastofnunin.

Ýmis söfn eru í borginni: Museum of Fine Arts (í Florida State University), Tallahassee Museum, Goodward Museum & Gardens, Museum of Florida History, Mission San Luis de Apalachee, og Tallahassee Automobile Museum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]