Fara í innihald

Bismarck (Norður-Dakóta)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bismarck er höfuðborg bandaríska fylkisins Norður-Dakóta. Íbúar eru um 73.000 (2018) en á stórborgarsvæðinu búa um 133.000. Borgin er nefnd eftir Otto von Bismarck en Kyrrahafslestarfélagið vonaðist til að þýskir innflytjendur og fjárfestar kæmu til staðarins.