Breska konungsveldið
Jump to navigation
Jump to search
Breska konungsveldið eða breska krúnan er stjórnkerfi þar sem konungur Bretlands er þjóðhöfðingi Bretlands og hjálenda þess. Samkvæmt breskri hefð er krúnan uppspretta framkvæmda-, dóms- og löggjafarvalds. Í reynd er krúnan háð lýðræðislega kjörnum fulltrúum á breska þinginu. Konungur Bretlands er líka höfuð ensku biskupakirkjunnar og þjóðhöfðingi í fimmtán ríkjum breska samveldisins.