Fara í innihald

Kókoseyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Territory of the Cocos (Keeling) Islands
Fáni Kókoseyja
Fáni
Kjörorð:
Maju Pulu Kita (kókosmalasíska)
Áfram eyjan okkar
Þjóðsöngur:
Advance Australia Fair
Staðsetning Kókoseyja
Höfuðborg Vesturey
Opinbert tungumál malasíska, enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Karl 3.
Landstjóri Sam Mostyn
Ástralskt umdæmi
 • Innlimað í
Breska heimsveldið

1857 
 • Undir ástralskri stjórn 1955 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

14 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar

593
43/km²
Gjaldmiðill ástralskur dalur
Tímabelti UTC+6:30
Þjóðarlén .cc
Landsnúmer +61 891

Kókoseyjar (eða Keeling-eyjar) eru eyjaklasi í Indlandshafi, suðvestan við Jólaeyju og miðja vegu milli Ástralíu og Srí Lanka. Eyjarnar eru undir yfirráðum Ástralíu. Í eyjaklasanum eru tvær baugeyjar með samtals 27 kóraleyjum. Tvær þeirra, Vesturey og Heimaey, eru byggðar. Um 600 manns búa á eyjunum.

Eyjarnar voru upphaflega nefndar eftir skipstjóranum William Keeling sem uppgötvaði þær árið 1609. Þær voru óbyggðar fram á 19. öld þegar enskur ævintýramaður, Alexander Hare, settist þar að með fjörutíu konum. Skoskur skipstjóri, John Clunies-Ross, settist þar að skömmu síðar og hrakti Hare frá eyjunum. Bretar lögðu eyjarnar formlega undir sig árið 1857 en Viktoría Bretadrottning gaf afkomendum Clunies-Ross eyjarnar til eilífrar eignar árið 1886. Árið 1901 var sett upp símskeytastöð með neðansjávartengingum við aðrar eyjar á Indlandshafi. Stöðin reyndist mikilvæg í fyrri og síðari heimsstyrjöld. Eftir stríðið var eyjunum fyrst stjórnað frá Singapúr en Ástralía tók við stjórn þeirra árið 1955. Ástralska stjórnin neyddi Clunies-Ross-fjölskylduna til að selja eyjarnar árið 1978.

Afkomendur upprunalegu landnemanna eru kallaðir Kókosmalajar. Þeir eru um 5000 talsins og búa flestir í Malasíu en um 400 búa enn á eyjunum. Þeir tala Basa Pulu Kokos sem er afbrigði af malasísku með enskum og skoskum tökuorðum og aðhyllast súnní íslamstrú.

Eyjarnar hafa verið kallaðar Kókoseyjar frá 1622, Keeling-eyjar frá 1703, Kókos-Keeling-eyjar af James Horsburgh 1805, og Keeling-Kókoseyjar á 19. öld.[1] „Kókos-“ vísar til kókospálma sem vaxa á eyjunum, en „Keeling-“ er vísun í William Keeling sem uppgötvaði eyjarnar árið 1609.[1]

John Clunies-Ross,[2] sem sigldi þangað á kaupskipinu Borneo árið 1825, kallaði eyjarnar Borneókóraleyjar, en notaði „Keeling“-nafnið aðeins um eina eyjuna, North Keeling, og „Kókoseyjar“ aðeins um South Keeling.[3][4] Rithátturinn „Kókos(Keeling)-eyjar“ kom fyrst fyrir árið 1916,[5] og varð opinber með Kókos(Keeling)-eyjalögunum 1955.[1]

Malasíska heitið er Pulu Kokos (Keeling). Á skiltum á eyjunum eru líka malasískar þýðingar.[6][7]

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Kókoseyjar eru tvö láglend kóralhringrif sem þekja 14,3 km2 og eru með 26 km strandlengju. Hæsti punktur eyjanna er aðeins 5 metra yfir sjávarmáli. Þær eru þéttvaxnar kókospálmum og öðrum gróðri. Loftslagið er þægilegt þar sem staðvindar blása úr suðaustri í um níu mánuði á ári með dálítilli úrkomu. Hitabeltisfellibylir fara stundum yfir eyjarnar snemma á árinu.

Norður-Keeling er eitt hringrif sem er næstum heill hringur með litlu 50 metra breiðu opi inn að lóninu austan megin. Eyjan er 1,1 km2 að stærð og er óbyggð. Lónið er um 0,5 km2. Eyjan og hafsvæðið í kringum hana að 1,5 km eru Pulu Keeling-þjóðgarðurinn frá 12. desember 1995. Eyjan er eina búsvæði kókosbandrellunnar.

Suður-Keeling er hringrif sem skiptist í 24 smáeyjar sem liggja í hring. Þær eru samtals 13,1 km2. Einu byggðu eyjarnar eru Vesturey og Heimaey.[8] Íbúar eiga kofa, sem eru kallaðir pondok og notaðir sem helgarbústaðir, á flestum stærri eyjunum.

Kókoseyjar.
Kort frá 1889.
Kort frá 1976.
Eyjar sem mynda hringrifið Syðri-Kókoseyjar (réttsælis frá norðri)
Eyja
(malasíska)
Þýðing Nafn á ensku Stærð
(km2)
1 Pulau Luar Ytri eyja Horsburgh Island 1,04
2 Pulau Tikus Músaeyja Direction Island
3 Pulau Pasir Sandeyja Workhouse Island 0,01
4 Pulau Beras Hrísgrjónaeyja Prison Island 0,02
5 Pulau Gangsa Kopareyja Lokað sandrif, nú hluti af Heimaey 0,01
6 Pulau Selma Home Island 0,95
7 Pulau Ampang Kechil Litla Ampang-eyja Scaevola Islet 0,01
8 Pulau Ampang Ampang-eyja Canui Island 0,06
9 Pulau Wa-idas Ampang Minor 0,02
10 Pulau Blekok Rifhegraeyja Goldwater Island 0,03
11 Pulau Kembang Blómaeyja Thorn Island 0,04
12 Pulau Cheplok Höfðastikilsberjaeyja Gooseberry Island 0,01
13 Pulau Pandan Skrúfupálmaeyja Misery Island 0,24
14 Pulau Siput Skeljaeyja Goat Island 0,10
15 Pulau Jambatan Brúareyja Middle Mission Isle 0,01
16 Pulau Labu Graskerseyja South Goat Island 0,04
17 Pulau Atas Mótvindseyja South Island 3,63
18 Pulau Kelapa Satu Einnar kókoshnetueyja North Goat Island 0,02
19 Pulau Blan East Cay 0,03
20 Pulau Blan Madar Burial Island 0,03
21 Pulau Maria Maríueyja West Cay 0,01
22 Pulau Kambing Geitareyja Keelingham Horn Island 0,01
23 Pulau Panjang Langaeyja West Island 6,23
24 Pulau Wak Bangka Turtle Island 0,22

Engar ár eða stöðuvötn eru á hringrifjunum. Einu ferskvatnsuppspretturnar eru ferskvatnslinsur á stærri eyjunum þar sem regnvatn safnast fyrir ofan á sjó. Hægt er að sækja vatn úr þessum linsum með grunnum borholum eða brunnum.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Vesturey er höfuðstaður Kókoseyja, en stærsta byggðin er þorpið Bantam á Heimaey.[9] Stjórn eyjanna byggist á Kókoseyjalögunum 1955[10][11] og byggist að miklu leyti á áströlskum lögum. Yfirstjórn eyjanna heyrir undir innanríkisráðuneyti Ástralíu í Canberra. Landstjóri Ástralíu skipar landstjóra eyjanna, en sá síðarnefndi býr ekki á eyjunum. Áður heyrði stjórn eyjanna undir ríkislögmann Ástralíu (2007-2013).[12][13]

Frá nóvember 2023 hefur landstjórinn verið Farzian Zainal sem er líka landstjóri Jólaeyju.[14] Þessi tvö lönd mynda saman Indlandshafsumdæmi Ástralíu. Ríkisstjórn Ástralíu veitir opinbera þjónustu í gegnum stjórnarskrifstofuna á Jólaeyju og innanríkisráðuneytið.[15] Samkvæmt Réttarbótalögum hjálendanna 1992 gilda lög Vestur-Ástralíu á Kókoseyjum „að svo miklu leyti sem þau geta gilt þar“.[16] Alríkisstjórnin ákveður hvort lög eigi við um eyjarnar eða ekki. Lögin færðu líka dómstólum í Vestur-Ástralíu lögsögu yfir eyjunum. Kókoseyjar eru aðgreindar frá Vestur-Ástralíu, en fylkið fer með lögsögu þar samkvæmt ákvörðun alríkisstjórnarinnar. Ráðuneyti Vestur-Ástralíu veita opinbera þjónustu á eyjunum, auk verktaka sem alríkisstjórnin greiðir fyrir.[17]

Til er Skírisráð Kókoseyja með sjö fulltrúum. Kjörtímabilið er fjögur ár, en kosið er um helming sæta á tveggja ára fresti.[18] Í mars 2024 var Aindil Minkom forseti skírisráðsins.[19] Síðustu kosningar fóru fram 21. október 2023, samhliða kosningum á Jólaeyju.[20]

Efnahagslíf

[breyta | breyta frumkóða]

Íbúar á eyjunum eru um 600 talsins. Ferðaþjónusta er enn lítil en fer vaxandi og byggist á strandferðamennsku og afþreyingu. Árið 2016 nefndi rithöfundurinn Brad Farmer, höfundur bókarinnar 101 Best Beaches 2017, eina strönd á Direction Island „bestu strönd Ástralíu“.[21][22]

Matvælaframleiðsla felst aðallega í lítilsháttar garðrækt og fiskveiðum, en mest af matvælum og öðrum nauðsynjum er flutt inn frá Ástralíu og fleiri stöðum.

Fyrirtækið Cocos Islands Cooperative Society Ltd. ræður verkafólk í byggingarvinnu, uppskipun og siglingu léttabáta. Aðrir vinna við ferðaþjónustu. Atvinnuleysi var 6,7% árið 2011.[23]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Woodroffe, C.D.; Berry, P.F. (Febrúar 1994). Scientific Studies in the Cocos (Keeling) Islands: An Introduction. Atoll Research Bulletin. 399. bindi. Washington DC: National Museum of Natural History. bls. 1–2. Afrit af uppruna á 10. apríl 2016. Sótt 26. ágúst 2015.
  2. „Dynasties: Clunies-Ross“. www.abc.net.au. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. ágúst 2014. Sótt 6. janúar 2016.
  3. Horsburgh, James (1841). „Islands to the Southward and South-eastward of Java; The Keeling or Cocos Islands“. The India directory, or, Directions for sailing to and from the East Indies, China, Australia, and the interjacent ports of Africa and South America: comp. chiefly from original journals of the honourable company's ships, and from observations and remarks, resulting from the experience of twenty-one years in the navigation of those seas. 1. bindi (5th. útgáfa). London: W.H. Allen and Co. bls. 141–2.
  4. Ross, J. C. (Maí 1835). „The Cocos' Isles“. The Metropolitan. Peck and Newton. bls. 220.
  5. Weber, Max Carl Wilhelm; Weber, Lieven Ferdinand de Beaufort, Max Wilhelm Carl (1916). The Fishes of the Indo-australian Archipelago. Brill Archive. bls. 286. Afrit af uppruna á 31. desember 2015. Sótt 26. ágúst 2015.
  6. https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/originals/1a/22/b3/1a22b3506897ed6571e01f37ab80722c.jpg
  7. „Archived copy“. Afrit af uppruna á 11. janúar 2018. Sótt 11. janúar 2018.
  8. Mangan, Sinead (1. september 2023). „Some 'inconvenient Australians' fear their slice of paradise will be ruined in the name of national security“. ABC News (áströlsk enska). Sótt 30 maí 2024.
  9. „Cocos (Keeling) Islands Cities Database | Simplemaps.com“. simplemaps.com. Sótt 21 október 2024.
  10. WebLaw – full resource metadata display Geymt 22 júlí 2008 í Wayback Machine
  11. „Cocos (Keeling) Islands Act 1955“. Afrit af uppruna á 27. september 2007. Sótt 5 nóvember 2006.
  12. „Territories of Australia“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. desember 2007. Sótt 7. febrúar 2008.
  13. First Assistant Secretary, Territories Division (30 janúar 2008). „Territories of Australia“. Attorney-General's Department. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 febrúar 2008. Sótt 7 febrúar 2008.
  14. Farid, Farid (6 nóvember 2023). „Malay Muslim engineer leads Christmas, Cocos Isles“. The Canberra Times (áströlsk enska). Sótt 27 janúar 2024.
  15. „Commonwealth of Australia Administrative Arrangements Order made on 18 September 2013“ (PDF). Australian Government Department of the Prime Minister and Cabinet. 18. september 2013. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 14 október 2013.
  16. „Territories Law Reform Act 1992“. 30 júní 1992. Afrit af uppruna á 7 júlí 2012. Sótt 13. mars 2012.
  17. „Cocos (Keeling) Islands governance and administration“. Australian Government. Sótt 27 janúar 2023.
  18. „Meet the Council“. shire.cc. Sótt 21 október 2024.
  19. „Meet the Council“. Shire of Cocos Islands. Sótt 3. mars 2024.
  20. „Council Elections“. Shire of Cocos Islands. Sótt 3. mars 2024.
  21. Jackson, Belinda (4. desember 2016). „Cossies Beach, Cocos (Keeling) Islands: Beach expert Brad Farmer names Australia's best beach 2017“. traveller.com.au. Fairfax Media. Afrit af uppruna á 3. desember 2016. Sótt 4. desember 2016.
  22. Bonnor, James (22. ágúst 2016). „Australia appoints Brad Farmer to beach ambassador role“. www.surfersvillage.com. XTreme Video. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2016. Sótt 4. desember 2016.
  23. „Cocos (Keeling) Islands : Region Data Summary“. Afrit af uppruna á 15. október 2015. Sótt 18. september 2015.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.