Kókoseyjar
Territory of the Cocos (Keeling) Islands | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Maju Pulu Kita | |
Höfuðborg | Vesturey |
Opinbert tungumál | enska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Drottning Landstjóri |
Elísabet 2. Sir Peter Cosgrove |
Ástralskt umdæmi | |
- Innlimað í Breska heimsveldið |
1857 |
- Undir ástralskri stjórn | 1955 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
*. sæti 14 km² 0 |
Mannfjöldi - Samtals (2009) - Þéttleiki byggðar |
241. sæti 596 43/km² |
VLF (KMJ) - Samtals - á mann |
áætl. * * millj. dala (*. sæti) * dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | ástralskur dalur |
Tímabelti | UTC+6:30 |
Þjóðarlén | .cc |
Landsnúmer | 61 891 |
Kókoseyjar (eða Keeling-eyjar) eru eyjaklasi í Indlandshafi, suðvestan við Jólaeyju og miðja vegu milli Ástralíu og Srí Lanka. Eyjarnar eru undir yfirráðum Ástralíu. Í eyjaklasanum eru tvær baugeyjar með samtals 27 kóraleyjum. Tvær þeirra, Vesturey og Heimaey, eru byggðar. Um 600 manns búa á eyjunum.
Eyjarnar voru upphaflega nefndar eftir skipstjóranum William Keeling sem uppgötvaði þær árið 1609. Þær voru óbyggðar fram á 19. öld þegar enskur ævintýramaður, Alexander Hare, settist þar að með fjörutíu konum. Skoskur skipstjóri, John Clunies-Ross, settist þar að skömmu síðar og hrakti Hare frá eyjunum. Bretar lögðu eyjarnar formlega undir sig árið 1857 en Viktoría Bretadrottning gaf afkomendum Clunies-Ross eyjarnar til eilífrar eignar árið 1886. Árið 1901 var sett upp símskeytastöð með neðansjávartengingum við aðrar eyjar á Indlandshafi. Stöðin reyndist mikilvæg í fyrri og síðari heimsstyrjöld. Eftir stríðið var eyjunum fyrst stjórnað frá Singapúr en Ástralía tók við stjórn þeirra árið 1955. Ástralska stjórnin neyddi Clunies-Ross-fjölskylduna til að selja eyjarnar árið 1978.
Afkomendur upprunalegu landnemanna eru kallaðir Kókosmalajar. Þeir eru um 5000 talsins og búa flestir í Malasíu en um 400 búa enn á eyjunum. Þeir tala Basa Pulu Kokos sem er afbrigði af malasísku með enskum og skoskum tökuorðum og aðhyllast súnní íslamstrú.