Jólaeyja
Jump to navigation
Jump to search
Territory of Christmas Island | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: ekkert | |
Þjóðsöngur: Advance Australia Fair | |
![]() | |
Höfuðborg | Flying Fish Cove |
Opinbert tungumál | enska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Drottning Landstjóri Umdæmisstjóri Skírisforseti |
Elísabet 2. Quentin Bryce Jon Stanhope Foo Kee Heng |
Ástralskt yfirráðasvæði | |
- Fullveldi flutt til Ástralíu | 1957 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
*. sæti 135 km² 0 |
Mannfjöldi - Samtals (2011) - Þéttleiki byggðar |
220. sæti 2.072 10,39/km² |
VLF (KMJ) | áætl. N/A |
- Samtals | N/A millj. dala (*. sæti) |
- Á mann | N/A dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | ástralskur dollar (AUD) |
Tímabelti | UTC+7 |
Þjóðarlén | .cx |
Landsnúmer | 61 |

Kort af Jólaeyju
Jólaeyja (eða Jólaey) er lítil (135 km²) eyja undir yfirráðum Ástralíu. Eyjan er í Indlandshafi, 2.360 km norðaustan við Perth og 500 km sunnan við Djakarta í Indónesíu. Íbúar eru um 2000. Höfuðstaður Jólaeyju nefnist Flying Fish Cove, eða The Settlement. Meirihluti íbúa eru kínverskir Ástralir. Eyjan dregur nafn sitt af því að enski skipstjórinn William Mynors sigldi framhjá eyjunni á jóladag árið 1643. Eyjan var þá óbyggð.
Vegna þess hve eyjan er afskekkt og þess hve mannabyggð á sér þar stutta sögu hefur þróast þar sérstætt lífríki. 63% eyjarinnar eru þjóðgarður og stórir hlutar hennar eru monsúnskógur.
Helstu auðlindir eyjarinnar eru fosfatnámur.