Landris
Landris á við það fyrirbæri að landflæmi sem var þakið jökli undir risi upp frá síðustu ísöld. Jarðfræðilega ðferðin á bak við landris heitir flotjafnvægi.
Yfirlit
[breyta | breyta frumkóða]Meðan á síðustu ísöld stóð voru stór landssvæði í Norður-Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku, Grænlandi og Suðurskautslaundinu þakin jökulbreiðum. Ísinn var allt að 3 km þykkur á hápunkti síðustu ísaldar fyrir um 20.000 árum. Gífurlega þyngd íssins olli því að yfirborð jarðar aflagaðist og sökk niður og í kjölfar var möttullinn þvingaður undan þessum jökulþöknum svæðum. Undir lok hverrar ísaldar þegar jöklarnir hörfuðu byrjaði landið að rísa aftur upp og möttullinn flæddi aftur undir það á þeim svæðum sem voru þá jökullaus. Vegna þess að möttullinn er svo seigur mun það taka nokkrar þúsundir ára áður en landið nær aftur jafnvægisstigi.
Landris hefur átt sér stað í tveimur greinilegum áföngum. Fyrsta landrisið kom strax í kjölfar afjöklunar, eftir þyngd íssins létti, vegna sveigjanleika jarðskorpunnar. Eftir þetta tímabil sveigjanleikans hægði landrisið á sér smám saman og flæði mötulsins tók við sem drifkraftur landrissins. Í dag rís landið á tæplega 1 cm á ári eða minna. Í Norður-Evrópu er fylgst með þessu risi með GPS-gögnum. Áætlað er að landrisið haldi áfram í að minnsta kosti 10.000 ár í viðbót. Endanleg hæð landsins frá lokum afjöklunar ræðst af fyrrverandi þyngd íssins en gæti verið allt að nokkrar hundraðir metra á miðpunkti landrissins.