Fara í innihald

Míkrónesía (ríki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sambandsríki Míkrónesíu)
Sambandsríkið Míkrónesía
Federated States of Micronesia
Fáni Míkrónesíu Skjaldarmerki Míkrónesíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Peace, Unity, Liberty (enska)
Friður, eining, frelsi.
Þjóðsöngur:
Patriots of Micronesia
Staðsetning Míkrónesíu
Höfuðborg Palikír
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Sambandsríki

Forseti David W. Panuelo
Sjálfstæði frá Bandaríkjunum
 • Yfirlýst 10. maí 1979 
 • Viðurkennt 3. nóvember 1986 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
271. sæti
702 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2019)
 • Þéttleiki byggðar
198. sæti
104.468
158/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 0,367 millj. dala (214. sæti)
 • Á mann 3.584 dalir (190. sæti)
VÞL (2019) 0.620 (136. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur
Tímabelti UTC+10 og +11
Þjóðarlén .fm
Landsnúmer +691

Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúa Nýju-Gíneu, sunnan við Gvam og Maríanaeyjar, vestan við Nárú og Marshalleyjar og austan við Palá og Filippseyjar. Ríkið er í sérstöku sambandi við Bandaríkin. Fylkin eru (frá vestri til austurs): Yap, Chuuk, Pohnpei og Kosrae. Þau ná yfir samtals um 607 eyjar sem dreifast yfir meira en 2.600.000 ferkílómetra svæði í Kyrrahafi, rétt norðan við miðbaug. Höfuðborgin er Palikír á Pohnpei en stærsta borgin er Weno á Chuuk-rifi með um 14 þúsund íbúa.

Hvert fylki er með eina höfuðeyju og öll nema Kosrae eru með fjölda af smáeyjum og hringrifum í kring. Ríkið nær yfir hluta Karlseyja innan Míkrónesíu sem nær yfir þúsundir eyja sem margar eru undir stjórn annarra ríkja.

Fylkin voru áður hluti af Kyrrahafseyjaverndarsvæðinu í umsjá Bandaríkjanna frá 1946. Þau tóku upp stjórnarskrá 1979 og fengu sjálfstæði 1986 með sérstökum samningi um samband við Bandaríkin. Eyjarnar eru mjög háðar fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Útsýni yfir bæinn Kolonia frá Sokehs-skaga á Pohnpei.

Sambandsríkið Míkrónesía nær yfir 607 eyjar sem teygja sig í 2.900 km yfir Karólínueyjar austan við Filippseyjar. Samanlagt landsvæði eyjanna er 702 km2.[1]

Eyjarnar skiptast í fjögur fylki, Yap, Chuuk (sem hét Truk fram að janúar 1990), Pohnpei (kallað Ponape til 1984) og Kosrae (áður Kusaie).[2][3] Hver stjarna á fána Míkrónesíu stendur fyrir eitt þessara fylkja. Höfuðborgin, Palikir, er á Pohnpei.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]
Kort af Míkrónesíu

Sambandsríkið er myndað úr fjórum fylkjum:

Fáni Fylki Höfuðstaður Landstjóri Stærð (km²) Íbúafjöldi Þéttleiki byggðar (á km²)
Chuuk Weno Johnson Elimo 127 54.595 420
Kosrae Tofol Lyndon Jackson 110 9.686 66
Pohnpei Kolonia John Ehsa 345 34.685 98
Yap Colonia Sebastian Anefal 118 16.436 94

Fylkin skiptast svo í sveitarfélög.

Efnahagslíf

[breyta | breyta frumkóða]

Undirstaða efnahagslífs Míkrónesíu er aðallega sjálfsþurftarbúskapur og fiskveiðar. Fáar vinnanlegar námur eru á eyjunum, fyrir utan hágæðafosfat. Línuveiði á túnfiski hefur líka verið stunduð af kínverskum skipum undir lok 20. aldar. Talið er að hægt væri að þróa ferðaþjónustu á eyjunum, en fjarlægð þeirra og skortur á innviðum stendur í veginum. Fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum er helsta tekjulind eyjanna. Bandaríkin hétu því að fjárfesta 1,3 milljörðum dala í eyjunum milli 1986 og 2001. Þegar samningurinn var endurnýjaður 2004 hétu Bandaríkin 110 milljónum dala í þróunaraðstoð til 2023.[4] CIA World Factbook lýsir þessari miklu fjárhagsaðstoð sem helsta áhættuþætti sem eyjarnar standa frammi fyrir.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „The World Factbook -- Central Intelligence Agency“. Cia World Factbook. Afrit af uppruna á 26. janúar 2021. Sótt 8. ágúst 2018.
  2. Keesing, Roger M. (1988). Melanesian Pidgin and the oceanic substrate. Stanford, Calif.: Stanford University Press. bls. 15. ISBN 0-8047-1450-9. OCLC 17383715. Afrit af uppruna á 7. desember 2021. Sótt 3. desember 2020.
  3. The Europa world year book 2004. London: Europa. 2004. ISBN 1-85743-253-3. OCLC 55795909. Afrit af uppruna á 5. ágúst 2020. Sótt 3. desember 2020.
  4. „US Relations with the Federated States of Micronesia“. United States Department of State. Afrit af uppruna á 4. júní, 2019. Sótt 22. maí, 2019.
  5. „Federated States of Micronesia“. Sameinuðu þjóðirnar. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember, 2012. Sótt 17. nóvember 2012.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.