Meistaradeild Evrópu
Stofnuð | 1955 (endurnefnd 1992) |
---|---|
Svæði | Evrópa (UEFA) |
Fjöldi liða | 32 (riðlakeppni) 80 (alls) |
Undankeppni fyrir | UEFA Super Cup FIFA Club World Cup |
Tengdar keppnir | UEFA Europa League (2. stig) UEFA Europa Conference League (3. stig) |
Núverandi meistari | Real Madrid (15. titill) |
Sigursælasta félag | Real Madrid (15 titlar) |
Vefsíða | Opinber vefsíða |
Meistaradeild Evrópu (enska: UEFA Champions League) er árleg keppni í knattspyrnu. Keppnina heldur Knattspyrnusamband Evrópu fyrir öll bestu lið Evrópu. Sigurvegarar keppninnar hljóta Evrópumeistaratitilinn sem eru mjög virt verðlaun í knattspyrnuheiminum. Sigurvegarinn í keppninni fær þátttökurétt í Evrópska ofurbikarnum, sem og í heimsmeistarakeppni félagsliða. Meistaradeildinni var hleypt af stokkunum 1955 og hét þá Evrópukeppni félagsliða, en 1992 var keppninni breytt í Meistaradeildina. Sigursælasta lið keppninnar er Real Madrid sem hefur unnið fimmtán sinnum.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Keppni evrópskra knattspyrnuliða var ekki ný af nálinni. 1927 hófst Mitropabikarinn, en það var félagskeppni liða frá Austurríki, Ungverjalandi, Júgóslavíu, Tékkóslóvakíu, Ítalíu, Sviss og Rúmeníu. Hún lagði hins vegar upp laupana við upphaf heimstyrjaldarinnar síðari. Eftir stríð var önnur slík keppni í gangi, miklu minni þó, og hét hún Coupe Latine. Í henni kepptu meistaralið frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Portúgal. Hugmyndir um nýja Evrópukeppni með meistaraliðum frá sem flestum löndum í Evrópu fæddust snemma á sjötta áratugnum með Gabriel Hanot, íþróttafréttamanni L‘Équipe og fyrrverandi frönskum landsliðsmanni. Skipulagning Hanots var gerð opinber í blaðinu í desember 1954 og hófst keppnin sjálf á haustmánuðum árið eftir. 16 lið voru þátttakendur í fyrstu keppninni. Ekki sáu þó öll lið sér fært að taka þátt. T.d. meinaði Enska knattspyrnusambandið Chelsea þátttöku og var þá Gwardia Varsjá sent í staðinn. Sigurvegari var Real Madrid sem sigraði franska liðið Stade Reims í úrslitaleik 4-3. Real Madrid vann keppnina reyndar 5 fyrstu skiptin, árangur sem ekkert annað lið hefur tekist að gera. Suðurevrópsk lið (frá Spáni, Ítalíu og Portúgal) sigruðu keppnina allt til 1966, en 1967 tókst Glasgow Celtic að sigra, fyrst breskra liða. Aðeins tvisvar hefur liði tekist að sigra keppnina þrisvar í röð (eftir hina stórkostlegu byrjun Real Madrid): Ajax 1971-73 og Bayern München 1974-76. Mesta sigurganga liða frá einu landi var 1977-82 en þá sigruðu Liverpool, Nottingham Forest og Aston Villa til skiptis sex sinnum í röð. Einn sorglegasti viðburður keppninnar var úrslitaleikurinn 1985 á Heyselvellinum í Brussel milli Juventus og Liverpool en þá hrundi veggur og létust við það 39 manns. Afleiðingarnar voru þær að ensk lið voru útilokuð frá keppninni í fimm ár (Liverpool í sjö ár). Frá byrjun til ársins 1991 var fyrirkomulag keppninnar útsláttur, þ.e. heimaleikur og útileikur. Á leiktíðinni 1991-92 var í fyrsta sinn komið upp riðlum, þ.e. í átta liða úrslitum var liðunum komið fyrir í tveimur riðlum. Sigurlið riðlanna komust í úrslitaleikinn. 1992 var keppninni breytt í Meistaradeild Evrópu. Fyrsta árið (92-93) var fyrirkomulag keppninnar eins og á síðasta ári, þ.e. útsláttur og tveir riðlar. En 1994 var í fyrsta sinn komið upp riðlakeppni strax í upphafi. 16 lið voru sett í fjóra riðla. Efstu tvö liðin í riðlunum komust í átta liða úrslit. Í leiktíðunum 96-97 og 97-98 var liðunum fjölgað í 24 og léku þau í 6 riðlum. Efstu liðin í riðlunum og þau bestu sem lentu í öðru sæti komust í átta liða úrslit. Leiktíðina 1999-2000 var keppninni enn breytt. Að þessu sinni fengu 32 lið þátttökurétt og voru þau skipuð í átta riðla. Tvö efstu lið riðlanna mynduðu svo fjóra nýja riðla. Tvö efstu liðin þar komust í átta liða úrslit. Liðið í þriðja sæti fer í Evrópudeild UEFA en liðið í neðsta sæti fellur úr leik. Milliriðlarnir voru þó fljótt afnumdir, þannig að í dag hefst útsláttarkeppnin strax að lokinni fyrstu riðlakeppninni. Tólf af liðunum 32 voru meistarar í sínum eigin löndum en þar að auki sex lið sem lentu í 2. sæti. Afgangurinn, 10 lið, vinna sér þátttökurétt með forkeppni.
Árið 2024 var á ný fyrirkomulaginu breytt og 4 liða riðlar afnumdir og var liðum fjölgað í 36. Lið dragast gegn átta liðum úr 4 styrkleikaflokkumog stendur deildakeppni frá september til janúar. Útsláttarkeppni byrjar í febrúar.
Úrslitaleikir
[breyta | breyta frumkóða]Tölfræði
[breyta | breyta frumkóða]Sigurliðin
[breyta | breyta frumkóða]Listi yfir öll sigurlið Meistaradeildarinnar frá upphafi.
Röð | Sigurlið | Titlar | Ár | 2. sætið |
---|---|---|---|---|
1 | Real Madrid | 15 | 1956, 1957, 1958, 1959, 1960, 1966, 1998, 2000, 2002, 2014, 2016, 2017, 2018, 2022, 2024 | (3) 1962, 1964, 1981, |
2 | AC Milan | 7 | 1963, 1969, 1989, 1990, 1994, 2003, 2007 | (4) 1958, 1993, 1995, 2005 |
3-4 | Liverpool | 6 | 1977, 1978, 1981, 1984, 2005, 2019 | (4) 1985, 2007, 2018, 2022 |
Bayern München | 6 | 1974, 1975, 1976, 2001, 2013, 2020 | (5) 1982, 1987, 1999, 2010, 2012 | |
5 | Barcelona | 5 | 1992, 2006, 2009, 2011, 2015 | (3) 1961, 1986, 1994 |
6 | Ajax | 4 | 1971, 1972, 1973, 1995 | (2) 1969, 1996 |
7-8 | Inter Milan | 3 | 1964, 1965, 2010 | (3) 1967, 1972, 2023 |
Manchester United | 3 | 1968, 1999, 2008 | (2) 2009, 2011 | |
9-13 | Juventus | 2 | 1985, 1996 | (7) 1973, 1983, 1997, 1998, 2003, 2015, 2017 |
Benfica | 2 | 1961, 1962 | (5) 1963, 1965, 1968, 1988, 1990 | |
Nottingham Forest | 2 | 1979, 1980 | (0) | |
Porto | 2 | 1987, 2004 | (0) | |
Chelsea | 2 | 2012, 2021 | (1) 2008 | |
14-22 | Glasgow Celtic | 1 | 1967 | (1) 1970 |
Hamburg | 1 | 1983 | (1) 1980 | |
Steaua Búkarest | 1 | 1986 | (1) 1989 | |
Olympique de Marseille | 1 | 1993 | (1) 1991 | |
Feyenoord | 1 | 1970 | (0) | |
Aston Villa | 1 | 1982 | (0) | |
PSV Eindhoven | 1 | 1988 | (0) | |
Rauða stjarnan Belgrad | 1 | 1991 | (0) | |
Borussia Dortmund | 1 | 1997 | 2013, 2024 (2) | |
Manchester City | 1 | 2023 |
Sigurlið eftir löndum
[breyta | breyta frumkóða]Uppfært 2024
Röð | Sigurland | Sigrar | Hve oft í 2. sæti |
---|---|---|---|
1 | Spánn | 20 | 11 |
2 | England | 15 | 10 |
3 | Ítalía | 12 | 17 |
4 | Þýskaland | 8 | 11 |
5 | Holland | 6 | 2 |
6 | Portúgal | 4 | 5 |
7-10 | Frakkland | 1 | 6 |
Skotland | 1 | 1 | |
Rúmenía | 1 | 0 | |
Júgóslavía | 1 | 1 |
Leikjahæstu menn
[breyta | breyta frumkóða]Uppfært 12/12 2024
Röð | Leikmaður | Leikir | Tímabil | |
---|---|---|---|---|
1 | Cristiano Ronaldo | 183 | 2003-2022 | |
2 | Iker Casillas | 177 | 1999-2019 | |
3 | Lionel Messi | 163 | 2005-2023 | |
4 | Thomas Müller | 156 | 2009- | |
5 | Karim Benzema | 152 | 2006-2023 | |
6 | Xavi | 151 | 1998-2015 | |
6 | Toni Kroos | 151 | 2008-2024 | |
7 | Manuel Neuer | 145 | 2007- | |
8 | Raúl | 142 | 1995-2011 | |
8 | Sergio Ramos | 142 | 2005-2023 | |
11 | Luka Modrić | 134 | 2010- | |
13 | Andrés Iniesta | 130 | 2002-2018 | |
14 | Gerard Piqué | 126 | 2004- | |
15 | Sergio Busquets | 127 | 2008-2022 |
Markahæstu menn
[breyta | breyta frumkóða]Uppfært 12/12 2024.
Röð | Leikmaður | Mörk | Leikir | Tímabil | |
---|---|---|---|---|---|
1 | Cristiano Ronaldo | 142 | 182 | 2003-2022 | |
2 | Lionel Messi | 129 | 161 | 2005-2023 | |
3 | Robert Lewandowski | 101 | 126 | 2011- | |
4 | Karim Benzema | 90 | 152 | 2006-2023 | |
5 | Raúl | 71 | 142 | 1995-2011 | |
6 | Ruud van Nistelrooy | 56 | 73 | 1998-2009 | |
7 | Thomas Müller | 55 | 156 | 2009- | |
8 | Kylian Mbappé | 50 | 79 | 2016- | |
8 | Thierry Henry | 50 | 112 | 1997-2012 | |
9 | Alfredo di Stefano | 49 | 58 | 1955-1964 | |
10 | Andriy Shevchenko | 48 | 100 | 1994-2012 | |
10 | Zlatan Ibrahimovic | 48 | 124 | 2001-2021 | |
11 | Erling Haaland | 46 | 45 | 2019- | |
11 | Mohamed Salah | 46 | 85 | 2013- |
Íslendingar sem hafa spilað í meistaradeildinni
[breyta | breyta frumkóða]- Eyjólfur Sverrisson (Hertha Berlin)
- Eiður Smári Guðjohnsen (Chelsea FC)
- Kolbeinn Sigþórsson (Ajax)
- Alfreð Finnbogason (Olympiakos)
- Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva)
- Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
- Mikael Anderson (Midtjylland)
- Birkir Bjarnason (Basel)
- Árni Gautur Arason (Rosenborg)
- Helgi Sigurðsson (Panathinaikos)
- Rúrik Gíslason (FC Köbenhavn)
- Sölvi Geir Ottesen (FC Köbenhavn)
- Ragnar Sigurðsson (FC Köbenhavn)
- Kári Árnason (FC Köbenhavn)
- Hákon Arnar Haraldsson (FC Köbenhavn, Lille)
- Ísak Bergmann Jóhannesson (FC Köbenhavn)
- Orri Óskarsson (FC Köbenhavn)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- UEFA-COEFFICIENTS.COM - Country Ranking and Champions League Statistics
- Greinin „UEFA Champions League“ á ensku wikipedia.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Yngstur Íslendinga í Meistaradeild Evrópu Skessuhorn, skoðað, 27. október 2020