Manchester United
Manchester United football club | |||
Fullt nafn | Manchester United football club | ||
Gælunafn/nöfn | Rauðu djöflarnir | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Man U, Man Utd | ||
Stofnað | 1878, sem Newton Heath LYR FC | ||
Leikvöllur | Old Trafford | ||
Stærð | 74.879 | ||
Stjórnarformaður | Joel og Avram Glazer | ||
Knattspyrnustjóri | Erik ten Hag | ||
Deild | Enska úrvalsdeildin | ||
2023-24 | 8. sæti | ||
|
Manchester United er enskt knattspyrnufélag frá Manchester.
Það var stofnað árið 1878 undir nafninu Newton Heath LYR Football Club. Árið 1902 breytti félagið nafninu í Manchester United og árið 1910 flutti félagið á Old Trafford. Áður en Old Trafford var byggður lék félagið á ýmsum stöðum. Allt byrjaði þó á North Road sem um þetta leyti var notaður sem krikketvöllur og tók 12.000 áhorfendur í sæti. Eftir Það flutti félagið frá Newton Heath til Clayton, 2,2 kílómetra í norður. Nýi leikvangurinn var nefndur Bank Street. Þetta var heimavöllur hjá Newton Heath Lancashire and Yorkshire Railway, félagið breytti síðar um nafn eins og áður var getið, í Manchester United Football Club árið 1902.
Liðið er sigursælasta félag Englands. Hinn 22. apríl árið 2013 vann félagið sinn 20. meistaratitil í Premier League sem er met. Félagið hefur í 11 skipti unnið Enska bikarinn (The Football Association Challenge Cup), 6 sinnum hefur það unnið Enska deildabikarinn, og 19 sinnum Samfélagsskjöldinn (einnig er met). Það hefur einnig unnið fjölda alþjóðalegra titla; þrisvar unnið Meistaradeild Evrópu og þrisvar Evrópukeppni bikarhafa. Eitt skipti hefur sigrað HM Félagsliða. Árið 1998–99 vann félagið þrjá titla á einu ári, á ensku kallað treble, þegar félagið vann Premier League, Enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Ekkert enskt lið geta leikið eftir.
Árið 1968 var Manchester United fyrsta enska félagið sem vann Meistaradeild Evrópu. Alex Ferguson stýrði liðinu frá árinu 1986 til ársins 2013. Hann er sá þjálfari sem hefur unnið flesta meistaratitla í enskum fótbolta. Hann er einnig sá þjálfari sem hefur verið þjálfari í lengsta tíma hjá einu félagsliði í Premier League.[1] Í mai árið 2013 lét hann af störfum, sá sem tók við af honum var David Moyes, sem tók við þann 1. júli árið 2013. Hann var áður knattspyrnustjóri Everton F.C. .
Knattspyrnustjórar
[breyta | breyta frumkóða]Nafn | Tímabil |
---|---|
A. H. Albut | 1892-1900 |
James West | 1900-1903 |
J. Ernest Mangnall | 1903-1912 |
John Bentley | 1912-1914 |
Jack Robson | 1914-1922 |
John Chapman | 1921-1927 |
Lal Hilditch | 1926-1927 |
Herbert Bamlett | 1927-1931 |
Walter Crickmer | 1931-1932, 1937-1945 |
Scott Duncan | 1932-1937 |
Sir Matt Busby | 1945-1969, 1970-1971 |
Wilf McGuinness | 1969-1970 |
Frank O'Farrell | 1971-1972 |
Tommy Docherty | 1972-1977 |
Dave Sexton | 1977-1981 |
Ron Atkinson | 1981-1986 |
Alex Ferguson | 1986-2013 |
David Moyes | 2013-2014 |
Louis van Gaal | 2014-2016 |
Jose Mourinho | 2016-2018 |
Ole Gunnar Solskjær | 2018-2021 |
Erik ten Hag | 2022- |
Fyrirliðar
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Nafn | Athugasemdir |
---|---|---|
1878-1896 | Óþekkt | |
1896-1903 | Harry Stafford | Fyrirliði Newton Heath og fyrsti fyrirliði Manchester United |
1904-1907 | Jack Peddie | |
1907-1913 | Charlie Roberts | |
1913-1919 | George Stacey | |
1919-1922 | George Hunter | |
1922-1928 | Frank Barson | |
1928-1932 | Jack Wilson | |
1932-1936 | Hugh McLenahan | |
1936-1939 | Jimmy Brown | |
1945-1953 | Johnny Carey | Fyrsti fyrirliðinn hjá United sem er ekki frá Bretlandi |
1953-1955 | Allenby Chilton | |
1953-1958 | Roger Byrne | Lést 1958 í flugslysinu í München |
1958-1966 | Bill Foulkes | |
1966-1973 | Bobby Charlton | |
1973-1979 | Martin Buchan | |
1979-1982 | Sammy McIlroy | |
1982-1994 | Bryan Robson | Er sá leikmaður sem hefur verið lengst fyrirliði í sögu United |
1991-1996 | Steve Bruce | Fyrirliði með Bryan Robson frá 1991 til 1994 |
1996-1997 | Eric Cantona | Fyrsti fyrirliðinn sem kom ekki frá Bretlandseyjum |
1997-2005 | Roy Keane | Vann fleiri bikara en nokkur annar fyrirliði |
2005- 2010 | Gary Neville | Fyrsti fyrirliðinn sem fæddist á Manchester-svæðinu (Bury) síðan Roger Byrne |
2010-2014 | Nemanja Vidić | |
2014-2017 | Wayne Rooney | |
2017-2018 | Michael Carrick | |
2018-2019 | Antonio Valencia | |
2019-2020 | Ashley Young | |
2020- | Harry Maguire |
Met leikmanna
[breyta | breyta frumkóða]Flestir leikir
[breyta | breyta frumkóða]Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
# | Nafn | Ferill | Leikir | Mörk |
---|---|---|---|---|
1 | Ryan Giggs | 1991 - 2014 | 963 | 161 |
2 | Sir Bobby Charlton | 1956 - 1973 | 758 | 249 |
3 | Bill Foulkes | 1952 - 1970 | 688 | 9 |
4= | Paul Scholes | 1994 - 2011 | 603 | 142 |
5 | Gary Neville | 1992 - 2011 | 569 | 7 |
6 | Alex Stepney | 1966 - 1978 | 539 | 2 |
7= | Tony Dunne | 1960 - 1973 | 536 | 2 |
8 | Denis Irwin | 1990 - 2002 | 529 | 33 |
9 | Joe Spence | 1919 - 1933 | 510 | 168 |
10 | Arthur Albiston | 1974 - 1988 | 485 | 7 |
Flest mörk
[breyta | breyta frumkóða]# | Nafn | Ferill | Leikir | Mörk | Mörk/Leik Hlutfall |
---|---|---|---|---|---|
1 | Wayne Rooney | 2003 - 2017 | 559 | 253 | 0.45 |
2 | Sir Bobby Charlton | 1956 - 1973 | 759 | 249 | 0.328 |
3 | Denis Law | 1962 - 1973 | 404 | 237 | 0.587 |
4 | Jack Rowley | 1937 - 1955 | 424 | 212 | 0.500 |
5 | Dennis Viollet | 1953 - 1962 | 293 | 179 | 0.611 |
5 | George Best | 1963 - 1974 | 470 | 179 | 0.381 |
7 | Joe Spence | 1919 - 1933 | 510 | 168 | 0.329 |
7 | Ryan Giggs | 1991 - 2014 | 963 | 168 | 0.184 |
9 | Mark Hughes | 1983 - 1986, 1988 - 1995 | 466 | 164 | 0.352 |
10 | Paul Scholes | 1994-2013 | 718 | 155 | 0.22 |
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]- Enska úrvalsdeildin (áður, gamla Enska fyrsta deildin) 20
- 1907-08, 1910-11, 1951-52, 1955-56, 1956-57, 1964-65, 1966-67, 1992-93, 1993-94, 1995-96, 1996-97, 1998-99, 1999-00, 2000-01, 2002-03, 2006-07, 2007-08, 2008-09, 2010-11, 2012-13.
- Enska önnur deildin 2
- 1935–36, 1974–75
- Enski bikarinn 12
- 1908–09, 1947–48, 1962–63, 1976–77, 1982–83, 1984–85, 1989–90, 1993–94, 1995–96, 1998–99, 2003–04, 2015-16, 2023-2024
- Deildabikarinn 6
- 1991-92, 2005-06, 2008-09, 2009-10, 2016-2017, 2022-2023
- Meistaradeild Evrópu 3
- 1967–68, 1998–99, 2007–08
- Evrópukeppni bikarhafa 1
- 1990-91
- Heimsmeistarakeppni félagsliða 2
- 1999, 2008
- Evrópski ofurbikarinn 1
- 1991
- Góðgerðaskjöldurinn/Samfélagsskjöldurinn 19
- 1908, 1911, 1952, 1956, 1957, 1965*, 1967*, 1977*, 1983, 1990*, 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011 (* Sameiginlegir sigurvegarar)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Manchester United Football Club |
---|
Manchester United | Leikmenn |
Saga: stofnun-1945 | 1945-1969 | 1969-1986 | 1986-1998 | 1998-1999 | 1999-nútíminn |
Busby börnin | Munich flugvélarslysið |
Old Trafford | Stretford End | Manchester nágrannar |
Yfirtaka Glazer |
MUTV |