Gerard Piqué

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gerard Piqué í leik með Barcelona árið 2012

Gerard Piqué Bernabéu (fæddur 2. febrúar árið 1987) er spænskur knattspyrnumaður sem leikur með FC Barcelona.

Hann hefur áður leikið með enska félaginu Manchester United og hefur síðan sumarið 2008 verið miðsvæðis í vörn Barcelona. Síðan árið 2010 hefur hann einnig verið fastamaður í aðalliði spænska landsliðsins, bæði á eldri stigum og áður í U17 og U19 landsliðum Spánar. Árið 2006 tók hann þátt í að vinna EM U-19. Hann hefur bæði EM- (2012) og HM-gull (2010) með spænska landsliðinu.

Sú staðreynd að eftirnafn Piqué er Bernabeu hefur leitt til nokkurs ruglings varðandi uppruna hans. Piqué deilir nafni með Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Leikvangur Real Madrid er nefndur eftir Santiago Bernabéu, fyrrverandi forseti höfuðborgarklúbbsins. En nafnið „Bernabeu“ er einnig vel þekkt í Barcelona. Piqué er barnabarn fyrrverandi varaforseta FC Barcelona, Amador Bernabeu.

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

FC Barcelona[breyta | breyta frumkóða]

Manchester United[breyta | breyta frumkóða]

Spánn[breyta | breyta frumkóða]

Líf utanvallar[breyta | breyta frumkóða]

Gerard Pique var frá 2010 til 2022 í sambandi með kólumbísku söngkonunni Shakira. Þau eiga afmæli á sama degi, en Shakira er þó 10 árum eldri. Þann 23. janúar árið 2013 eignuðust þau son. [1] og þann 29. janúar 2015 urðu þau foreldrar annars sonar síns.

Gerard Piqué lék sjóræningjakarakter í katalónsku útgáfunni af myndinni Sjóræningjar: Í ævintýri með vísindamönnum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. NBC News. Sótt 23. janúar 2013.