Rúrik Gíslason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rúrik árið 2014.

Rúrik Gíslason (fæddur 25. febrúar árið 1988) er fyrrverandi knattspyrnumaður frá Íslandi. Hann spilaði sem miðvörður.

Rúrik hóf ferilinn hjá HK og fór þaðan til Charlton Athletic árið 2005. Hann fékk ekki að spila leik með liðinu og hélt þaðan til Danmerkur árið 2007 þar sem hann hefur spilað með Viborg, OB og F.C. Kaupmannahöfn. Síðast spilaði hann í Þýskalandi með SV Sandhausen. Rúrik spilaði 53 leiki með íslenska A-landsliðinu og skoraði 3 mörk.

Rúrik var valinn í íslenska hópinn sem fór á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. Hann vakti töluverða athygli fyrir útlitið og fékk í kjölfarið yfir milljón fylgjenda á instagram-síðuna sína. Hann ákvað að leggja skóna á hilluna árið 2020.

Rúrik var frambjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í alþingikosningunum árið 2016 og 2017.