Karim Benzema
Karim Benzema | ||
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Karim Mostafa Benzema | |
Fæðingardagur | 12. júlí 1987 | |
Fæðingarstaður | Lyon, Frakkland | |
Hæð | 1,85 m | |
Leikstaða | Framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Real Madrid | |
Númer | 9 | |
Yngriflokkaferill | ||
1995-1997 1997-2005 |
SC Bron Olympique Lyonnais | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2004-2006 | Olympique Lyonnais B | 20 (15) |
2004-2009 | Olympique Lyonnais | 112 (43) |
2009- | Real Madrid | 428 (230) |
Landsliðsferill | ||
2004 2004-2005 2005-2006 2006 2007- |
Frakkland U17 Frakkland U18 Frakkland U19 Frakkland U21 Frakkland |
4 (1) 17 (4) 9 (5) 5 (0) 95 (37) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Karim Benzema er franskur knattspyrnumaður af alsírskum uppruna sem spilar fyrir Real Madrid og franska landsliðið. Honum er lýst sem sterkum framherja sem hefur mikla getu til að ljúka færum inni í vítateig. Benzema hóf ferilinn í heimaborg sinni Lyon. Tímabilið 2007-2008 var hann orðinn fastamaður og skoraði yfir 30 mörk þegar Olympique Lyonnaise vann sinn 7. titil í röð.
Benzema vakti áhuga Real Madrid og hefur verið hjá liðinu frá 2009. Hann hefur unnið deildina fjórum sinnum (2011–12, 2016–17, 2019–20 og 2021-2022), Copa del Rey tvisvar 2010–11, 2013–14 og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum mað félaginu (2013–14, 2015–16, 2016–17, 2017–18 og 2021-2022). Hann hefur skorað 480 mörk í öllum keppnum og er 3. markahæsti og 6. leikjahæsti í Meistaradeild Evrópu og í 5. sæti yfir markahæstu menn í La Liga. Í byrjun 2022 skoraði Benzema sitt 300. mark fyrir Real Madrid og síðar á árinu varð hann annar markahæsti leikmaður félagsins þegar hann tók fram úr Raúl. Hann vann Ballon d'Or það ár.
Eftir margra ára hlé frá landsliði Frakklands var Benzema valinn í hópinn fyrir EM 2021.
Í október 2021, í réttarhöldunum í Mathieu Valbuena kynlífsmyndbandsmálinu, var Benzema dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og gert að greiða 75.000 evra sekt.