Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson | ||
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Kolbeinn Sigþórsson | |
Fæðingardagur | 14. mars 1990 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Hæð | 1,86 m | |
Leikstaða | Sóknarmaður | |
Yngriflokkaferill | ||
1996-2006 2006-2007 2007-2010 |
Víkingur HK AZ Alkmaar | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2006 2010-2011 2011-2015 2015-2019 2019-2020 |
HK AZ Alkmaar Ajax Nantes FC AIK |
5 (1) 32 (15) 80 (31) 30 (3) 25 (3) |
Landsliðsferill2 | ||
2006-2007 2009 2007-2011 2010- |
Ísland U17 Ísland U19 Ísland U21 Ísland |
12 (7) 2 (0) 16 (4) 60 (26) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Kolbeinn Sigþórsson (f. 14. mars 1990) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilaði síðast fyrir sænska liðið AIK og íslenska landsliðið.
Félagslið[breyta | breyta frumkóða]
Kolbeinn hóf ferilinn hjá Víkingi og spilaði einnig með HK. Síðar fór hann til Hollands og spilaði með AZ Alkmaar og Ajax. Árið 2015 fór hann til franska liðsins FC Nantes. Eftir meiðsli og ósætti við stjórn liðsins fór Kolbeinn frá félaginu. Hann gerði samning við AIK vorið 2019. [1]
Landslið[breyta | breyta frumkóða]
Kolbeinn er hæsti markaskorari landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen með 26 mörk. Hann skoraði 2 mörk á EM í Frakklandi árið 2016. Kolbeinn meiddist á hné í september 2016. Meiðslin voru þrálát og bati hægur. Hann spilaði með varaliði Nantes í byrjun árs 2018 og æfði með landsliði Íslands. Kolbeinn skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í rúm 2 ár á móti Katar í nóvember 2018.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Kolbeinn Sigþórsson skrifar undir hjá AIK Rúv, skoðað 31. mars, 2019.