Fara í innihald

Ísak Bergmann Jóhannesson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ísak Bergmann Jóhannesson
Upplýsingar
Fullt nafn Ísak Bergmann Jóhannesson
Fæðingardagur 23. mars 2003 (2003-03-23) (21 árs)
Fæðingarstaður    Sutton Coldfield, England
Hæð 1,80m
Leikstaða Miðjumaður
Núverandi lið
Núverandi lið Fortuna Düsseldorf
Númer 27
Yngriflokkaferill
ÍA
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2018 ÍA 1 (0)
2019-2021 IFK Norrköping 44 (5)
2021- FC Köbenhavn 35 (7)
2023- Fortuna Düsseldorf (lán) 20 (2)
Landsliðsferill2
2018-2019
2019-
2020-
2020-
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
13 (9)
5 (1)
4 (0)
25 (3)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært maí 2024.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
maí 2024.

Ísak Bergmann Jóhannesson er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Fortuna Düsseldorf. Hann er uppalinn hjá ÍA og er faðir hans Jóhannes Karl Guðjónsson fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari.

Ísak átti oft sæti í byrjunarliði IFK Norrköping árin 2020-2021 og vakti athygli stórliða Evrópu. Hann varð meistari með FC Kaupmannahöfn tímabilið 2021-2022.

Ísak kom inn sem varamaður aðallandsliðsins nokkrum mínútum fyrir leikslok gegn Englandi í nóvember 2020 og varð 4. yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Ísland. Hann skoraði sitt fyrsta mark í 1-1 jafntefli gegn Armeníu haustið 2021 og varð yngsti leikmaðurinn til að skora landsliðsmark.