Borussia Verein für Leibesübungen 1900 e.V. Mönchengladbach, oftast þekkt sem Borussia Mönchengladbach er þýskt knattspyrnufélag frá Mönchengladbach og spilar í Þýsku Úrvalsdeildinni. Það hefur 5 sinnum orðið deildarmeistari.
Borussia Mönchengladbach var stofnað árið 1900. Nafnið er latnesk útgáfa af nafni Prússlands. Liðið gekk formlega í Bundesliguna árið 1965 og átti mestri velgengni að fagna í kringum 1970 undir stjórn Hennes Weisweiler og síðar Udo Lattek. Á þeim tíma tókst þeim að vinna 5 deildarmeistaratitla.