Ragnar Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ragnar með FC Krasnodar.

Ragnar Sigurðsson (fæddur 19. júní 1986) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar með íslenska félaginu Fylkir. Hann hóf ferilinn hjá Fylki og hefur m.a. spilað með IFK Göteborg, F.C. København, FC Krasnodar, FC Rostov og Fulham F.C.. Hann spilar sem varnarmaður.

Ragnar var valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir undankeppni Evrópukeppninnar í Frakklandi 2016. Á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 var Ragnar valinn maður leiksins þegar Ísland spilaði við England. Hann vakti athygli hjá enskum og þýskum liðum eftir frammistöðu sína í keppninni. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Vísir. Skoðað 29. júní, 2016