Fara í innihald

Aston Villa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aston Villa F.C.)
Aston Villa Football Club
Fullt nafn Aston Villa Football Club
Gælunafn/nöfn The Villans eða The Lions
Stytt nafn Aston Villa
Stofnað 21. nóvember 1874
Leikvöllur Villa Park
Stærð 42.573
Stjórnarformaður Fáni Egyptalands Nassef Sawiris

Fáni Bandaríkjana Wes Edens

Knattspyrnustjóri Unai Emery
Deild Enska úrvalsdeildin
2023/2024 4. sæti af 20
Heimabúningur
Útibúningur

Aston Villa Football Club (einnig þekkt sem einfaldlega Villa) er lið í ensku úrvalsdeildinni. Félagið er staðsett í Aston-hverfinu í Birmingham og var stofnað árið 1874. Félagið hefur leikið heimaleiki sína á Villa Park síðan 1897. Félagið var eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar árið 1888 og ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Villa er eitt af sigursælustu félögum Englands, hefur orðið enskur meistari sjö sinnum og enskur FA-bikarmeistari sjö sinnum. Þá er félagið eitt af aðeins sex enskum liðum sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu en það var árið 1982 þegar keppnin hét Evrópubikarinn.

Tveir Íslendingar hafa spilað fyrir Aston Villa. Sá fyrri er Jóhannes Karl Guðjónsson sem spilaði fyrir Aston Villa í hálft tímabil frá janúar 2003 til júní sama árs. Seinni Íslendingurinn sem hefur spilað fyrir Aston Villa er Birkir Bjarnason en hann spilaði með félaginu frá 2017-2019.

Aston Villa og nágrannaliðið Birmingham City er miklir erkifjendur, þegar þessi lið eigast við kallast það "Second City Derby". Nafnið er dregið af borginni Birmingham sem er næst fjölmennasta á Bretlandi. Samtals hafa þessi lið spilað 127 sinnum við hvort annað. Villa hefur unnið 57 þeirra, 33 jafntefli og Birmingham City unnið 37. Síðasti leikur á milli liðanna var í Ensku B deildinni þann 10. mars 2019 sem endaði með 1-0 sigri Aston Villa.

Frá 2006-2016 var eigandi liðsins Randy Lerner. Kínverski viðskiptamaðurinn Tony Xia keypti félagið fyrir 76 milljón punda í gegnum fyrirtækið sitt Recon Group. Tony Xia entist hins vegar ekki lengi í Villa því árið 2018 var tilkynnt að NSWE hafi keypt 55% hluta í Aston Villa sem hækkaði ári síðar í 100% eignarhlutfall. NSWE er samangert úr milljarðarmæringunum Nassef Sawiris og Wes Edens. Þeir eiga félagið en þann dag í dag.[1]

Villa Park í Birmingham
Titill Fjöldi Ár
Deildarmeistarar 7 1893/94, 1895/96, 1896/97, 1898/99, 1899/00, 1909/10, 1980/81
Enski bikarinn 7 1887, 1895, 1897, 1905, 1913, 1920, 1957
Enski deildabikarinn 5 1961, 1975, 1977, 1994, 1996
Samfélagsskjöldurinn 1 1981
Evrópski ofurbikarinn 1 1982
Fjöldi Titla 22

Þekktir leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Knattspyrnustjórar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Aston Villa F.C.“, Wikipedia (enska), 17. júní 2021, sótt 22. júní 2021