Fara í innihald

Lissabon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lissabon
Lisboa (portúgalska)
Svipmyndir
Svipmyndir
Fáni Lissabon
Skjaldarmerki Lissabon


Lissabon er staðsett í Portúgal
Lissabon
Lissabon
Hnit: 38°43′31″N 09°09′00″V / 38.72528°N 9.15000°V / 38.72528; -9.15000
Land Portúgal
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriCarlos Moedas
Flatarmál
 • Samtals100,05 km2
Mannfjöldi
 (2022)
 • Samtals548.703
TímabeltiUTC+0 (WET)
 • SumartímiUTC+1 (WEST)
Póstnúmer
1149-014 Lisboa
Svæðisnúmer(+351) 21 XXX XXXX
Vefsíðawww.lisboa.pt
Miðborg Lissabon
Séð til Tagus fljóts.

Lissabon (portúgalska: Lisboa) er höfuðborg og stærsta borg Portúgals. Borgin er staðsett í vesturhluta Portúgals, við Atlantshafið og þar sem áin Tagus rennur í haf. Hún er vestasta höfuðborg á meginlandi Evrópu. Ólíkt mörgum stórborgum eru borgarmörk Lissabon þröngt skilgreind utan um sögufræga hluta borgarinnar. Þetta gerir það að verkum að allmargar borgir eru í kringum Lissabon, t.d. Loures, Odivelas, Amadora og Oeiras, þrátt fyrir að tilheyra með réttu Lissabon. Á stórborgarsvæðinu búa tæpar 2,7 milljónir.

Hinn sögufrægi hluti Lissabon nær yfir sjö mjög brattar hæðir (jafnvel vélhjól komast ekki alltaf upp þær). Vesturhluti borgarinnar samanstendur af einum stærsta náttúrugarði í þéttbýli í Evrópu (garðurinn er nálægt 10 ferkílómetrar að flatarmáli)

Orðsifjar „Lissabon“ eru nokkru myrkri sveipaðar en algengasta ágiskunin er að hún hafi í öndverðunni merk borg Úlissíusar þar sem Úlissíus er talin hafa stofnsett borgina og -ippo merkti borg á fönikísku og því hafa þróast Uliss-ippo > Ulisipona.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.