Robert Lewandowski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Robert Lewandowski
Lewandowski
Upplýsingar
Fullt nafn Robert Lewandowski
Fæðingardagur 21. ágúst 1988 (1988-08-21) (32 ára)
Fæðingarstaður    Varsjá, Pólland
Hæð 1,85 m
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Bayern München
Númer 9
Yngriflokkaferill
1997-2006 Varsovia Warszawa
Delta Warszawa
Legia II Warszawa
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2006–2008
2008-2010
2010-2014
2014-
Znicz Pruszków
Lech Poznań
Borussia Dortmund
Bayern München
59 (36)
58 (32)
131 (74)
194 (169)   
Landsliðsferill2
2008
2008-
Pólland U-21
Pólland
3 (0)
114 (63)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært okt 2020.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt 2020.

Robert Lewandowski (fæddur 21. ágúst, 1988) er pólskur knattspyrnumaður sem spilar með Bayern München og pólska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Hann hefur skorað yfir 230 mörk í Bundesliga og er sá þriðji markahæsti frá upphafi. Í öllum keppnum er Lewandowski með yfir 500 mörk.

Lewandowski hóf atvinnuferil sinn árið 2006 með Znicz Pruszków þar sem hann var markahæstur í 2. og 3. deildunum. Árið 2008 fór hann til efstudeildarliðsins Lech Poznań og vann með þeim deildina (Ekstraklasa) tímabilið 2009–10. Síðan hélt hann til Þýskalands og spilaði með Borussia Dortmund frá 2010-2014. Hann vann tvo Bundesliga-titla með félaginu og varð markahæstur eitt tímabil.

Frá 2014 hefur hann verið með Bayern München. Þar hefur hann blómstrað og unnið fjóra deildartitla og bikartitil. Haustið 2015 skoraði Lewandowski 5 mörk á 9 mínútum í leik gegn VfL Wolfsburg þar sem hann kom inn á sem varamaður. Á tímabilinu 2016-2017 skoraði hann 30 mörk; var markahæstur í deildinni og var valinn leikmaður tímabilsins í Bundesliga. Tímabilið 2019-2020 varð hann markahæstur í Bundesliga og var það í fjórða skipti sem hann hlaut þann heiður. Lewandowski hlaut UEFA verðlaun sem leikmaður tímabilsins 2019-2020. Þá skoraði hann 55 mörk í 47 leikjum. Hann þótti líklegur til að hneppa Ballon d'Or en þeim var aflýst vegna COVID-19. [1]

Lewandowski hefur spilað með landsliði Póllands frá 2008. Hann hefur verið valinn pólskur leikmaður ársins átta sinnum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Uefa awards: Bayern Munich's Robert Lewandowski wins men's Player of the Year BBC, skoðað 1. okt, 2020