Fara í innihald

Áramótaskaupið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áramótaskaup einnig þekkt sem Skaupið er árlegur 50-60 mínútna sjónvarpsþáttur sýndur á Ríkissjónvarpinu, sem fylgdi á eftir áramótaþætti Ríkisútvarpsins þegar Ríkissjónvarpið var stofnað árið 1966. Þátturinn er á dagskrá frá 22:30 til 23:30. Þátturinn er mikilvægur þáttur í áramótahátíð fyrir flesta Íslendinga þar sem þau setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu. Í þættinum er horft á liðið ár með kaldhæðinum og skopsamlegum hætti, sérstaklega stjórnmálamönnum, listamönnum, viðskiptafólki og öðru menningarefni. Áhorf þáttarins er eitt það mesta sem gerist í íslensku sjónvarpi og því mikil pressa á leikstjóra og leikara sem taka þátt í Áramótaskaupinu hvert ár. Auglýsingartími í kring um Áramótaskaupið er dýrasti tími ársins, en um 30 sekúndna auglýsing kostar um 350.000 kr með vsk. [1]. Þættinum lýkur stuttu fyrir miðnætti þannig að þeir Íslendingar sem skjóta upp flugeldum gera það oftast þegar skaupinu er lokið.[2]

Skaupin frá ári til árs

[breyta | breyta frumkóða]
Nr. Skaup Annað heiti Leikstjóri Handrit Ánægja
1 1966 Andrés Indriðason Andrés Indriðason
2 1967 Ómar Ragnarsson Ómar Ragnarsson, Magnús Ingimarsson og Steindór Hjörleifsson
3 1968 Í einum hvelli Flosi Ólafsson Flosi Ólafsson og Ólafur Gaukur Þórhallsson
4 1969 Flosi Ólafsson
5 1970
6 1971 Gamlársgleði Ása Finnsdóttir og Ómar Ragnarsson
7 1972 Hvað er í kassanum? Tage Amenndrup Vigdís Finnbogadóttir
8 1973 Þjóðskinna Þórhallur Sigurðsson Andrés Indriðason og Björn Björnsson
9 1974 Hrafn Gunnlaugsson Andrés Indriðason, Björn Björnsson, Hrafn Gunnlaugsson og Tage Ammendrup
10 1975 Góða veislu gjöra skal Tage Ammendrup Hrafn Gunnlaugsson og Björn Björnsson
11 1976 Undraland Flosi Ólafsson Flosi Ólafsson
12 1977 Áður en árið er liðið Tage Ammendrup Ólafur Ragnarsson og Bryndís Schram
13 1978 Þórhildur Þorleifsdóttir Guðný Halldórsdóttir, Jón Hjartarson, Óskar Magnússon, Pétur Gunnarsson, Sigurður Valgeirsson, Þráinn Bertelsson, Þrándur Thoroddsen, Þórhildur Þorleifsdóttir, Arnar Jónsson, Edda Björgvinsdóttir, Flosi Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Þórunn Sigurðardóttir, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Birna Hrólfsdóttir, Friðrik Ólafsson, Gunnlaugur Jónasson og Helgi Helgason
14 1979 Sigríður Þorvaldsdóttir Sigríður Þorvaldsdóttir
15 1980 Á síðasta snúningi Andrés Indriðason Þórhallur Sigurðsson, Magnús Ólafsson og Hermann Gunnarsson
16 1981 Gísli Rúnar Jónsson Gísli Rúnar Jónsson, Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson
17 1982 Þráinn Bertelsson Andrés Indriðason, Auður Haralds og Þráinn Bertelsson
18 1983 Þórhallur Sigurðsson Andrés Indriðason og Þráinn Bertelsson
19 1984 Rás 84 Guðný Halldórsdóttir Edda Björgvinsdóttir, Guðný Halldórsdóttir, Hlín Agnarsdóttir og Kristín Pálsdóttir
20 1985 Skaupið sem var stolið Sigurður Sigurjónsson Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson, Þórhallur Sigurðsson og Örn Árnason
21 1986 Karl Ágúst Úlfsson Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Þórhallur Sigurðsson og Örn Árnason
22 1987 Lottó Sveinn Einarsson Í upplýsingalista skaupanna var skrifað "ýmsir höfundar" við hverjir handritshöfundar skaupanna voru.
23 1988 Gísli Snær Erlingsson
24 1989 Stefán Baldursson Andrés Indriðason, Árni Ibsen, Jón Hjartarson, Þórarinn Eldjárn, Stefán Baldursson, Aðalsteinn Bergdal, Edda Björgvinsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson, Gísli Rúnar Jónsson, Guðmundur Ólafsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir
25 1990 Andrés Sigurvinsson Gísli Rúnar Jónsson og Randver Þorláksson
26 1991 Ágúst Guðmundsson Andrés Indriðason, Ágúst Guðmundsson, Árni Ibsen, Marteinn Þórisson og Steinunn Sigurðardóttir
27 1992 Þórhildur Þorleifsdóttir Í upplýsingalista skaupanna var skrifað "Íslenska þjóðin" við hverjir handritshöfundar skaupanna voru.
28 1993 Guðný Halldórsdóttir
29 1994 Guðný Halldórsdóttir Gísli Rúnar Jónsson, Guðný Halldórsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Randver Þorláksson
30 1995 Ágúst Guðmundsson Karl Ágúst Úlfsson
31 1996 Ágúst Guðmundsson Andrés Indriðason, Ágúst Guðmundsson, Árni Ibsen, Friðrik Erlingsson, Gunnar Helgason, Hallgrímur Helgason, Jóhann G. Jóhannsson, Sigurður Sigurjónsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Örn Árnason
32 1997 Viðar Víkingsson Viðar Víkingsson, Friðrik Erlingsson, Hlín Agnarsdóttir, Gunnar Hansson, Hjálmar Hjálmarsson, Þórarinn Eldjárn, Halldóra Geirharðsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
33 1998 Peningana eða lífið Þórhallur Sigurðsson Ólafur Haukur Símonarson
34 1999 Budduverðlaunin Örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson Það var ekki skráð hverjir handritshöfundar skaupsins voru í upplýsingalistanum, en í viðtali fyrir skaupið kom fram að Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson voru á meðal handritshöfunda og er nokkuð öruggt að þeir hafi verið fleiri.
35 2000 Þórhildur Þorleifsdóttir Edda Björgvinsdóttir og Randver Þorláksson
36 2001 Óskar Jónasson Hallgrímur Helgason, Hjálmar Hjálmarsson og Óskar Jónasson
37 2002 Óskar Jónasson Hallgrímur Helgason, Hjálmar Hjálmarsson og Óskar Jónasson
38 2003 Ágúst Guðmundsson Jón Örn Marinósson, Gunnar Helgason, Guðmundur Steingrímsson og Ágúst Guðmundsson
39 2004 Sigurður Sigurjónsson Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson
40 2005 Edda Björgvinsdóttir Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Helgason, Helga Braga Jónsdóttir, Hlín Agnarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir
41 2006 Reynir Lyngdal Ari Eldjárn, Hugleikur Dagsson, Margrét Örnólfsdóttir, Úlfur Eldjárn og Þorsteinn Guðmundsson
42 2007 Ragnar Bragason Jón Gnarr, Jóhann Ævar Grímsson, Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Pálsson og Ragnar Bragason
43 2008 Silja Hauksdóttir Hjálmar Hjálmarsson, Hugleikur Dagsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigurjón Kjartansson og Silja Hauksdóttir
44 2009 Gunnar Björn Guðmundsson Anna Svava Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Gunnar Björn Guðmundsson, Halldór E. Högurður, Ottó Geir Borg og Sævar Sigurgeirsson
45 2010 Gunnar Björn Guðmundsson Anna Svava Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Gunnar Björn Guðmundsson, Halldór E. Högurður, Ottó Geir Borg og Sævar Sigurgerisson
46 2011 Tími nornarinnar Gunnar Björn Guðmundsson Anna Svava Knútsdóttir, Baldvin Zophoníasson, Gunnar Björn Guðmundsson, Hjálmar Hjálmarsson, Sævar Sigurgeirsson og Örn Úlfar Sævarsson 65%
47 2012 Gunnar Björn Guðmundsson Anna Svava Knútsdóttir, Gunnar Björn Guðmundsson, Gunnar Helgason, Halldór Baldursson, Hjálmar Hjálmarsson og Sævar Sigurgeirsson 33%
48 2013 Kristófer Dignus Ari Eldjárn, Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Pálsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Saga Garðarsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson 81%
49 2014 Silja Hauksdóttir Anna Svava Knútsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal, Gagga Jónsdóttir og Silja Hauksdóttir 35%
50 2015 Kristófer Dignus Atli Fannar Bjarkason, Guðjón Davíð Karlsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson 62%
51 2016 Sjónvarp í 50 ár Jón Gnarr Helga Braga Jónsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigurjón Kjartansson og Þorsteinn Guðmundsson 60%
52 2017 Arnór Pálmi Arnarson Dóra Jóhannsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi Arnarson, Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson og Saga Garðarsdóttir 76%
53 2018 Arnór Pálmi Arnarson Arnór Pálmi Arnarson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Sverrir Þór Sverrisson 62%
54 2019 Þitt eigið skaup Reynir Lyngdal Dóra Jóhannsdóttir, Hugleikur Dagsson, Jakob Birgisson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Reynir Lyngdal, Sævar Sigurgeirsson og Þorsteinn Guðmundsson 71%
55 2020 Reynir Lyngdal Bragi Valdimar Skúlason, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir, Reynir Lyngdal, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þorsteinn Guðmundsson 85%
56 2021 Reynir Lyngdal Vilhelm Neto, Bergur Ebbi Benediktsson, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir 45%
57 2022 Dóra Jóhannsdóttir Saga Garðarsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Vigdís Hafliðadóttir, Friðgeir Einarsson og Jóhann Kristófer Stefánsson 89%
58 2023 Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson Þorsteinn Guðmundsson, Sverrir Þór Sverrisson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Benedikt Valsson og Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir 57%
59 2024 María Reyndal Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal

Ríkisútvarpið

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1965: Fuglar ársins: Gamanmál á gamlárskvöldi.
  • 1964: Enn eitt árið í hundana, Svavar Gests.
  • 1963: Moll-skinn með útúr-dúr.
  • 1962: Tilbúið undir tréverki, Svavar Gests.
  • 1961: Í þungbæru gamni og glensfullri alvöru, Flosi Ólafsson.
  • 1960: Tunnan valt, Jón Múli Árnason og Thorolf Smith.
  • 1959: Í gamni og græzkulausri alvöru.
  • 1958: Áramótaspé eftir St. J., Gamanvísur eftir Árna Helgason.
  • 1957: Glens á gamlárskveldi.
  • 1956: Gamanmál á gamlárskveldi, Guðmundur Sigurðsson.
  • 1955: Þetta er ekki hægt, Guðmundur Sigurðsson.
  • 1954: Missýnir og ofheyrnir á gamla árinu, Rúrik Haraldsson.
  • 1953: Gamanleikur: "Fljúgandi diskar", Haraldur Á. Sigurðsson.
  • 1952: Gamlar minningar. Gamanvísur og dægurlög - að viðbættum nýjum gamanþætti eftir rjóh.
  • 1951: Áramótaþáttur.
  • 1950: Áramótaþáttur eftir Jón Snara.
  • 1949: Gaman þáttur eftir Jón snara.
  • 1948: Gamanþáttur. Létt lög. (Hawai-hljómsveitin).

Krakkaskaup

[breyta | breyta frumkóða]

Frá árinu 2016 hefur RÚV sýnt barnaútgáfu skaupsins sem heitir Krakkaskaup.

  • Krakkaskaup 2023
  • Krakkaskaup 2022
  • Krakkaskaup 2021
  • Krakkaskaup 2020
  • Krakkaskaup 2019
  • Krakkaskaup 2018
  • Krakkaskaup 2017
  • Krakkaskaup 2016

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1014121 „...30 sekúndna auglýsing á dýrasta tíma ársins í Ríkissjónvarpinu, í kringum Áramótaskaupið, kostar um 350.000 krónur með vsk.“
  2. Stjóri, Stóri (26. janúar 2024). „Meirihluti landsmanna ánægður með skaupið“. maskina.is. Sótt 27. mars 2024.
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.