Halldóra Geirharðsdóttir
Útlit
Halldóra Geirharðsdóttir (fædd 12. ágúst 1968) er íslensk leikkona og tónlistarkona. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1995. Á 10. áratug 20. aldar var Halldóra meðlimur hljómsveitarinnar Risaeðlunnar og spilaði á saxófón og söng. Hún er með stöðu sem prófessor við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands.
Halldóra var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2018 fyrir kvikmyndina Kona fer í stríð og vann til verðlauna á samnefndum hátíðum í Montreal og Valladolid. Hún hefur unnið ýmis Edduverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum.
Valdar kvikmyndir og þættir
[breyta | breyta frumkóða]- Djöflaeyjan (1996)
- Englar alheimsins (2000)
- Mávahlátur (2001)
- Regína (2001)
- Maður eins og ég (2002)
- Njálssaga (2003)
- Veðramót (2007)
- Reykjavik Whale Watching Massacre (2009)
- Hamarinn (þættir, 2010)
- Heimsendir (þættir, 2011)
- Kurteist fólk (2011)
- Málmhaus (2013)
- Hross í oss (2013)
- Fangar (þættir, 2017)
- Ófærð (þættir, 2016-2019)
- Kona fer í stríð 2018
- Allra síðasta veiðiferðin 2022
- Afturelding 2023