Fara í innihald

Gunnlaugur Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnlaugur Jónsson (29. nóvember 1974) er íslenskur varnarmaður og þjálfari. Hann spilar með liði Selfoss í næst efstu deild. Gunnlaugur hóf feril sinn hjá ÍA árið 1995. Hann hefur einnig spilað hjá KFC Uerdingen, Motherwell FC, Kongsvinger og Örebro SK. Hann fór til Selfoss eftir tímabilið 2008 með KR. Hann varð Íslandsmeistari með ÍA 2001 og árið 1996 og einnig bikarmeistari árin 2000 og 2003 og síðan 2008 með KR. Gunnlaugur var valinn leikmaður Íslandsmótsins árið 2001.